„Komnir með miklu fleiri stig en ég átti von á“ Hinrik Wöhler skrifar 27. september 2024 22:00 Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vanda líflegur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld á móti Haukum í Olís-deild karla í handknattleik. Það var mikið skorað í Úlfarsárdalnum en leikurinn fór 37-34 fyrir Fram og að vonum var Einar kampakátur með sóknarleik liðsins í kvöld. „Sóknarlega vorum við stórkostlegir í kvöld en vorum í smá brasi með varnarleikinn. Það kom smá óöryggi á milli varnar og markmannanna. Það kemur og ég hef engar stórkostlegar áhyggjur af því. Við spiluðum frábærlega á köflum og er rosalega ánægður frammistöðuna í kvöld,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. Hornamenn Fram, Ívar Logi Styrmisson og Eiður Rafn Valsson, áttu frábæran leik í kvöld en þeir skoruðu samanlagt 18 mörk og héldu uppi sóknarleik liðsins ásamt Reyni Þór Stefánssyni. „Við erum að fá fullt af færum úr hornunum og höfum verið að gera það. Þeir vita það sjálfir að nýtingin í fyrra var ekki nægilega góð og hafa markvisst unnið í því, hrós á þá. Við erum að fá mörk úr öllum stöðum nema kannski inn á línu,“ sagði Einar um sóknarleik liðsins. Reynir Þór með sýningu í síðari hálfleik Einar var einnig gríðarlega sáttur með frammistöðu Reynis Þórs en skaut aðeins á hann fyrir sofandahátt í fyrri hálfleik. „Reynir setti upp bara einhverja sýningu en hann var jafn lélegur í fyrri hálfleik. Liðið í heildina var frábært sóknarlega.“ Framarar voru með yfirhöndina meginþorra leiksins en náðu aldrei að slíta sig nægilega langt frá Haukum. Þrátt fyrir jafnan leik var Einar rólegur á hliðarlínunni og hafði trú á sínum mönnum. „Mér leið alltaf vel, þannig séð. Mér líður vel og það er gaman hjá okkur. Þetta eru frábærir gaurar og við erum bara að reyna njóta og hafa gaman að þessu. Við vorum ósáttir með okkur í hálfleik og töluðum um það að við áttum að vera yfir í hálfleik, kannski þrjú til fjögur mörk. Við vissum að myndum alltaf skora en ætluðum að loka varnarleiknum en það heppnaðist ekki. Við skorum þá bara enn þá meira í staðinn,“ sagði Einar. Eftir fjórar umferðir hefur Fram sigrað þrjá leiki og fer tímabilið vel af stað hjá lærisveinum Einars. „Við erum komnir með miklu fleiri stig en ég átti von á. Frammistaðan hefur verið fín en við töpuðum fyrsta leiknum á móti FH sem var óþarfi að tapa að mínu mati. Þetta var kannski fyrsta alvöru prófið eftir leikinn á móti FH. Haukar eru búnir að vera flottir í vetur og þannig þetta var skemmtileg prófraun fyrir okkur og við stóðumst hana þokkalega vel,“ sagði þjálfarinn að lokum þegar hann var spurður út í upphaf tímabilsins. Olís-deild karla Fram Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira
„Sóknarlega vorum við stórkostlegir í kvöld en vorum í smá brasi með varnarleikinn. Það kom smá óöryggi á milli varnar og markmannanna. Það kemur og ég hef engar stórkostlegar áhyggjur af því. Við spiluðum frábærlega á köflum og er rosalega ánægður frammistöðuna í kvöld,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. Hornamenn Fram, Ívar Logi Styrmisson og Eiður Rafn Valsson, áttu frábæran leik í kvöld en þeir skoruðu samanlagt 18 mörk og héldu uppi sóknarleik liðsins ásamt Reyni Þór Stefánssyni. „Við erum að fá fullt af færum úr hornunum og höfum verið að gera það. Þeir vita það sjálfir að nýtingin í fyrra var ekki nægilega góð og hafa markvisst unnið í því, hrós á þá. Við erum að fá mörk úr öllum stöðum nema kannski inn á línu,“ sagði Einar um sóknarleik liðsins. Reynir Þór með sýningu í síðari hálfleik Einar var einnig gríðarlega sáttur með frammistöðu Reynis Þórs en skaut aðeins á hann fyrir sofandahátt í fyrri hálfleik. „Reynir setti upp bara einhverja sýningu en hann var jafn lélegur í fyrri hálfleik. Liðið í heildina var frábært sóknarlega.“ Framarar voru með yfirhöndina meginþorra leiksins en náðu aldrei að slíta sig nægilega langt frá Haukum. Þrátt fyrir jafnan leik var Einar rólegur á hliðarlínunni og hafði trú á sínum mönnum. „Mér leið alltaf vel, þannig séð. Mér líður vel og það er gaman hjá okkur. Þetta eru frábærir gaurar og við erum bara að reyna njóta og hafa gaman að þessu. Við vorum ósáttir með okkur í hálfleik og töluðum um það að við áttum að vera yfir í hálfleik, kannski þrjú til fjögur mörk. Við vissum að myndum alltaf skora en ætluðum að loka varnarleiknum en það heppnaðist ekki. Við skorum þá bara enn þá meira í staðinn,“ sagði Einar. Eftir fjórar umferðir hefur Fram sigrað þrjá leiki og fer tímabilið vel af stað hjá lærisveinum Einars. „Við erum komnir með miklu fleiri stig en ég átti von á. Frammistaðan hefur verið fín en við töpuðum fyrsta leiknum á móti FH sem var óþarfi að tapa að mínu mati. Þetta var kannski fyrsta alvöru prófið eftir leikinn á móti FH. Haukar eru búnir að vera flottir í vetur og þannig þetta var skemmtileg prófraun fyrir okkur og við stóðumst hana þokkalega vel,“ sagði þjálfarinn að lokum þegar hann var spurður út í upphaf tímabilsins.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira