Að eldast – ertu undirbúin? Hafdís Dögg Sveinbjarnardóttir, Lára María Valgerðardóttir og Magnús E. Smith skrifa 28. september 2024 10:03 Það fá ekki allir tækifæri til að eldast. Við, sem það gerum vitum að með aldrinum kemur þörf fyrir stuðning, umönnun og hjúkrun, hvort sem hún kemur frá aðstandendum eða þeim stofnunum sem samfélagið hefur byggt upp. En spurningin er: Eru sjúkrahúsin, hjúkrunarheimilin og heilsugæslan í landinu tilbúin til að mæta þessum þörfum? Stjórnvöld hafa sett fram stefnu um að fólk eigi að búa heima eins lengi og kostur er. En til þess þarf öflug heimahjúkrun og þjónusta að vera til staðar. Sjúkraliðar sinna kjarnastarfsemi heimahjúkrunar og það liggur fyrir að margt vantar í þessum efnum. Allir þeir sem hafa innsýn í starfsemi heimahjúkrunar vita að þjónustan er langt frá því að vera nægilega öflug til að mæta vaxandi þörfum. Fjöldi hjúkrunarrýma – ósamræmi við raunveruleikann Í dag er um 3.000 hjúkrunarrými á landinu. En það er fyrirséð að þau duga skammt. Á næstu 25 árum mun fjöldi eldri borgara tvöfaldast og næstu fimm árin mun þeim fjölga um 20%! Margir þeirra eru í elsta aldurshópnum sem þurfa mestu þjónustuna. Samkvæmt nýjustu skýrslu heilbrigðisráðuneytisins þurfa eldri borgarar að bíða að meðaltali 77-117 daga eftir hjúkrunarrými. Hvað finnst okkur um það? Heilbrigðismál efst á blaði – engin aðgerðaáætlun Nýleg skoðanakönnun sýnir að almenningur telur heilbrigðismálin vera mikilvægustu mál þjóðarinnar. Eldri borgarar og heilbrigðisþjónusta voru efst á lista. Þetta er ákall þjóðarinnar um aðgerðir. Þjóðin er að biðja stjórnvöld um að forgangsraða þessum málum og grípa til tafarlausra aðgerða. Það er ekki nema ár til næstu alþingiskosninga. Nú er tíminn fyrir stjórnmálaflokkana að setja öldrunar- og heilbrigðismál í forgang. Við getum ekki beðið lengur. Ef við grípum ekki til alvöru aðgerða núna, mun öldrunarþjónustan og heilbrigðiskerfið hrynja undan álagi þegar hópur eldri borgara stækkar. Það er ekki bara þeirra mál, -heldur okkar allra. Verður þú hluti af lausninni? Stjórnvöld hafa ekki lengur tíma til að fresta þessum málum. Þessi hópur, sem þú, kæri lesandi, munt að öllum líkindum verða hluti af, á betra skilið. Er ekki kominn tími til að sýna þessum málaflokki þá virðingu sem hann á skilið? Höfundar eru í stjórn Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það fá ekki allir tækifæri til að eldast. Við, sem það gerum vitum að með aldrinum kemur þörf fyrir stuðning, umönnun og hjúkrun, hvort sem hún kemur frá aðstandendum eða þeim stofnunum sem samfélagið hefur byggt upp. En spurningin er: Eru sjúkrahúsin, hjúkrunarheimilin og heilsugæslan í landinu tilbúin til að mæta þessum þörfum? Stjórnvöld hafa sett fram stefnu um að fólk eigi að búa heima eins lengi og kostur er. En til þess þarf öflug heimahjúkrun og þjónusta að vera til staðar. Sjúkraliðar sinna kjarnastarfsemi heimahjúkrunar og það liggur fyrir að margt vantar í þessum efnum. Allir þeir sem hafa innsýn í starfsemi heimahjúkrunar vita að þjónustan er langt frá því að vera nægilega öflug til að mæta vaxandi þörfum. Fjöldi hjúkrunarrýma – ósamræmi við raunveruleikann Í dag er um 3.000 hjúkrunarrými á landinu. En það er fyrirséð að þau duga skammt. Á næstu 25 árum mun fjöldi eldri borgara tvöfaldast og næstu fimm árin mun þeim fjölga um 20%! Margir þeirra eru í elsta aldurshópnum sem þurfa mestu þjónustuna. Samkvæmt nýjustu skýrslu heilbrigðisráðuneytisins þurfa eldri borgarar að bíða að meðaltali 77-117 daga eftir hjúkrunarrými. Hvað finnst okkur um það? Heilbrigðismál efst á blaði – engin aðgerðaáætlun Nýleg skoðanakönnun sýnir að almenningur telur heilbrigðismálin vera mikilvægustu mál þjóðarinnar. Eldri borgarar og heilbrigðisþjónusta voru efst á lista. Þetta er ákall þjóðarinnar um aðgerðir. Þjóðin er að biðja stjórnvöld um að forgangsraða þessum málum og grípa til tafarlausra aðgerða. Það er ekki nema ár til næstu alþingiskosninga. Nú er tíminn fyrir stjórnmálaflokkana að setja öldrunar- og heilbrigðismál í forgang. Við getum ekki beðið lengur. Ef við grípum ekki til alvöru aðgerða núna, mun öldrunarþjónustan og heilbrigðiskerfið hrynja undan álagi þegar hópur eldri borgara stækkar. Það er ekki bara þeirra mál, -heldur okkar allra. Verður þú hluti af lausninni? Stjórnvöld hafa ekki lengur tíma til að fresta þessum málum. Þessi hópur, sem þú, kæri lesandi, munt að öllum líkindum verða hluti af, á betra skilið. Er ekki kominn tími til að sýna þessum málaflokki þá virðingu sem hann á skilið? Höfundar eru í stjórn Sjúkraliðafélags Íslands
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun