„Ætli svona 4-3 hefði ekki verið sanngjarnt“ Hinrik Wöhler skrifar 29. september 2024 17:40 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, heldur heim norður með eitt stig í farteskinu. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir þokkalega opinn síðari hálfleik skildu Þróttur og Þór/KA jöfn í markalausum leik. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, er sæll með að halda hreinu á útivelli og tekur marga jákvæða punkta með sér norður. „Mjög sáttur við margt í þessum leik. Að halda hreinu, mér fannst Harpa [Jóhannsdóttir] standa sig vel okkar megin og sáttur við mjög margt á móti sterku liði á erfiðum útivelli,“ sagði Jóhann eftir leikinn á Avis-vellinum í dag. Ungu leikmenn Þór/KA, Bríet Fjóla Bjarnadóttir og Eva Dolina-Sokolowska, komu inn af bekknum undir lok leiks og voru ekki langt frá því að koma boltanum í netið á síðustu mínútum leiksins. Jóhann viðurkennir að það hefði verið ansi sætt að sjá það raungerast. „Ég viðurkenni að ég finn líkamlega til að kjúllarnir okkar hafi ekki skorað hérna í restina.“ Gestirnir að norðan fengu góð tækifæri til að komast yfir, sérstaklega í síðari hálfleik, en þeim tókst ekki að koma boltanum fram hjá Mollee Swift í marki Þróttar. „Það verður að segjast að þetta sé sanngjarnt. Það er kannski óþarfa hroki og frekja að tala um að eitthvað sé ósanngjarnt. Þær fengu sín færi og við fengum okkar, ég veit það ekki. Ætli svona 4-3 hefði ekki verið sanngjarnt,“ sagði Jóhann sposkur á svip. Skellur í síðustu umferð Þór/KA fékk skell í síðustu umferð er liðið tapaði 6-1 á móti Breiðablik. Jóhann Kristinn viðurkennir að hann sé örlítið svekktur með síðustu vikur en er þó sáttur með tímabilið í heild sinni. Það gekk nánast allt upp hjá liðinu framan af sumri og situr Þór/KA í þriðja sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir. „Þú ert dæmdur af því síðasta sem þú gerðir og okkur líður ekki nógu vel því við höfum átt leiðinda úrslit að undanförnu. Svo náttúrulega þegar menn fjarlægast aðeins frá þessu sjáum við að við spilum nánast fullkomna fyrri umferð þar sem við vinnum öll liðin nema Breiðablik og Val, eins og allir sjá eru þau í sérstöðu í þessari deild,“ sagði Jóhann þegar hann var spurður út í tímabilið. „Ég viðurkenni að við erum smá súr með síðasta einn og hálfan mánuð eða svo. Við viljum enda á góðu nótunum, að fá ekki mark á sig í dag á erfiðum útivelli. Reyndar leiðinlegt að skora ekki en þó góð uppbygging fyrir síðasta leik,“ sagði Jóhann Kristinn að lokum. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
„Mjög sáttur við margt í þessum leik. Að halda hreinu, mér fannst Harpa [Jóhannsdóttir] standa sig vel okkar megin og sáttur við mjög margt á móti sterku liði á erfiðum útivelli,“ sagði Jóhann eftir leikinn á Avis-vellinum í dag. Ungu leikmenn Þór/KA, Bríet Fjóla Bjarnadóttir og Eva Dolina-Sokolowska, komu inn af bekknum undir lok leiks og voru ekki langt frá því að koma boltanum í netið á síðustu mínútum leiksins. Jóhann viðurkennir að það hefði verið ansi sætt að sjá það raungerast. „Ég viðurkenni að ég finn líkamlega til að kjúllarnir okkar hafi ekki skorað hérna í restina.“ Gestirnir að norðan fengu góð tækifæri til að komast yfir, sérstaklega í síðari hálfleik, en þeim tókst ekki að koma boltanum fram hjá Mollee Swift í marki Þróttar. „Það verður að segjast að þetta sé sanngjarnt. Það er kannski óþarfa hroki og frekja að tala um að eitthvað sé ósanngjarnt. Þær fengu sín færi og við fengum okkar, ég veit það ekki. Ætli svona 4-3 hefði ekki verið sanngjarnt,“ sagði Jóhann sposkur á svip. Skellur í síðustu umferð Þór/KA fékk skell í síðustu umferð er liðið tapaði 6-1 á móti Breiðablik. Jóhann Kristinn viðurkennir að hann sé örlítið svekktur með síðustu vikur en er þó sáttur með tímabilið í heild sinni. Það gekk nánast allt upp hjá liðinu framan af sumri og situr Þór/KA í þriðja sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir. „Þú ert dæmdur af því síðasta sem þú gerðir og okkur líður ekki nógu vel því við höfum átt leiðinda úrslit að undanförnu. Svo náttúrulega þegar menn fjarlægast aðeins frá þessu sjáum við að við spilum nánast fullkomna fyrri umferð þar sem við vinnum öll liðin nema Breiðablik og Val, eins og allir sjá eru þau í sérstöðu í þessari deild,“ sagði Jóhann þegar hann var spurður út í tímabilið. „Ég viðurkenni að við erum smá súr með síðasta einn og hálfan mánuð eða svo. Við viljum enda á góðu nótunum, að fá ekki mark á sig í dag á erfiðum útivelli. Reyndar leiðinlegt að skora ekki en þó góð uppbygging fyrir síðasta leik,“ sagði Jóhann Kristinn að lokum.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira