Daníel og Irma taka spennandi stökk: „Maður vill ekki lifa í eftirsjá eftir ferilinn“ Aron Guðmundsson skrifar 1. október 2024 09:31 Daníel og Irma sjá fram á spennandi tíma í þjálfun hjá hinum reynslumikla Yannick Tregaro Vísir/Sigurjón Tvö af okkar fremsta frjálsíþróttafólki. Stökkvararnir Daníel Ingi Egilsson og Irma Gunnarsdóttir. Hefja fljótlega þjálfun hjá hinum reynslumikla og sigursælaYannick Tregaro og taka skrefið í atvinnumennskuna. Daníel hvetur fólk til að elta drauma sína líkt og hann geri núna og aldrei gefast upp. Tregaro er reyndur þjálfari með langan feril sem þjálfari að baki sem hófst þegar að hann var aðeins 23 ára gamall. Svíinn hefur þjálfað íþróttafólk sem hefur unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum sem og heims- og Evrópumeistaramótum og er þar þekktastur þrístökkvarinn Christian Olsson sem var á sínum tíma einn besti þrístökkvari í heimi og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Daníel, sem fyrr á árinu bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki utanhúss, hungrar í frekari árangur og er spenntur fyrir því að flytja út til Svíþjóðar og æfa undir stjórn Tregaro. „Maður fann fyrir löngun til þess að prófa eitthvað nýtt. Ég er búinn að ná frábærum árangri hér heima á Íslandi en svo finnur maður fyrir meira hungri. Langar að ná enn þá lengra og þá fær maður hugmyndina að því að fara út í meira atvinnumannaumhverfi með mjög svo reyndum þjálfara. Það var í raun bara hungrið í að ná meiri árangri sem leiddi til þess að maður fór að leita út á við. Daníel Ingi bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki fyrr á árinuVísir/Sigurjón „Fyrir mann sjálfan. Að geta kynnst því hvernig er að vera atvinnumaður í sinni íþrótt. Verður frábært. Ég held að flestir þeir sem vilja ná árangri vilji geta upplifað sig sem atvinnumann í sínu sporti. Að vera halda núna út til Svíþjóðar gefur manni smá meiri tilfinningunni fyrir því hvernig það er akkúrat að vera atvinnumaður.“ Svipaða sögu er að segja af Irmu sem er ríkjandi Íslandsmethafinn í þrístökki kvenna utanhúss en hún mun byrja í fjarþjálfun hér heima hjá Tregaro á meðan að hún klárar nám. „Þegar að það er frá mun ég klárlega láta reyna á það að flytja út og upplifa drauminn minn. Þótt maður geti ekki farið strax þá er alltaf hægt að finna lausn á því. Eins og ég er að gera með því að byrja í fjarþjálfun þó það sé smá erfiðara. Irmu Gunnarsdóttur í atrennuFacebook FRÍ „Það er rosalega spennandi að svona reyndur og flottur þjálfari vilji taka við þjálfuninni hjá manni. Ég er allavegana mjög spennt fyrir því og lýst mjög vel á þennan mann.“ Það að reyndur þjálfari á borð við Tregaro sé að taka við þjálfun tveggja af okkar bestu stökkvurum veit á gott. „Ég bara hvet alla sem hafa þann draum. Að verða atvinnumenn í sinni íþrótt. Að gefast ekki upp á þeim draumi,“ segir Daníel. „Láta vaða á þetta. Maður vill ekki lifa í eftirsjá eftir ferilinn. Hugsa „af hverju reyndi ég ekki að fara út og gerast atvinnumaður.“ Aldrei missa vonina á því að verða ekki atvinnumaður. Þetta er bara með þeim betri tilfinningum sem maður getur upplifað sem íþróttamaður. Að vita það inni að maður sé atvinnumaður í sinni íþrótt.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Sjá meira
Tregaro er reyndur þjálfari með langan feril sem þjálfari að baki sem hófst þegar að hann var aðeins 23 ára gamall. Svíinn hefur þjálfað íþróttafólk sem hefur unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum sem og heims- og Evrópumeistaramótum og er þar þekktastur þrístökkvarinn Christian Olsson sem var á sínum tíma einn besti þrístökkvari í heimi og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Daníel, sem fyrr á árinu bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki utanhúss, hungrar í frekari árangur og er spenntur fyrir því að flytja út til Svíþjóðar og æfa undir stjórn Tregaro. „Maður fann fyrir löngun til þess að prófa eitthvað nýtt. Ég er búinn að ná frábærum árangri hér heima á Íslandi en svo finnur maður fyrir meira hungri. Langar að ná enn þá lengra og þá fær maður hugmyndina að því að fara út í meira atvinnumannaumhverfi með mjög svo reyndum þjálfara. Það var í raun bara hungrið í að ná meiri árangri sem leiddi til þess að maður fór að leita út á við. Daníel Ingi bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki fyrr á árinuVísir/Sigurjón „Fyrir mann sjálfan. Að geta kynnst því hvernig er að vera atvinnumaður í sinni íþrótt. Verður frábært. Ég held að flestir þeir sem vilja ná árangri vilji geta upplifað sig sem atvinnumann í sínu sporti. Að vera halda núna út til Svíþjóðar gefur manni smá meiri tilfinningunni fyrir því hvernig það er akkúrat að vera atvinnumaður.“ Svipaða sögu er að segja af Irmu sem er ríkjandi Íslandsmethafinn í þrístökki kvenna utanhúss en hún mun byrja í fjarþjálfun hér heima hjá Tregaro á meðan að hún klárar nám. „Þegar að það er frá mun ég klárlega láta reyna á það að flytja út og upplifa drauminn minn. Þótt maður geti ekki farið strax þá er alltaf hægt að finna lausn á því. Eins og ég er að gera með því að byrja í fjarþjálfun þó það sé smá erfiðara. Irmu Gunnarsdóttur í atrennuFacebook FRÍ „Það er rosalega spennandi að svona reyndur og flottur þjálfari vilji taka við þjálfuninni hjá manni. Ég er allavegana mjög spennt fyrir því og lýst mjög vel á þennan mann.“ Það að reyndur þjálfari á borð við Tregaro sé að taka við þjálfun tveggja af okkar bestu stökkvurum veit á gott. „Ég bara hvet alla sem hafa þann draum. Að verða atvinnumenn í sinni íþrótt. Að gefast ekki upp á þeim draumi,“ segir Daníel. „Láta vaða á þetta. Maður vill ekki lifa í eftirsjá eftir ferilinn. Hugsa „af hverju reyndi ég ekki að fara út og gerast atvinnumaður.“ Aldrei missa vonina á því að verða ekki atvinnumaður. Þetta er bara með þeim betri tilfinningum sem maður getur upplifað sem íþróttamaður. Að vita það inni að maður sé atvinnumaður í sinni íþrótt.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Sjá meira