„Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. október 2024 13:04 Kylie Jenner kom sýningargestum á óvart þegar hún gekk tískupallinn fyrir Coperni. Lyvans Boolaky/Getty Images Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner kom tískusýningargestum á óvart í gær þegar hún lokaði sýningu franska tískuhússins Coperni með stæl. Kylie gekk tískupallinn síðust allra, rokkaði svartan galakjól og minnti á illgjarna Disney drottningu. Tískuvikan er í fullu fjöri í París um þessar mundir og stórstjörnur hvaðan af úr heiminum eru nú mætt til tískuhöfuðborgarinnar að virða fyrir sér nýjustu stefnur og strauma. Coperni sýningin var stórglæsileg og staðsetningin einstök þar sem viðburðurinn var haldinn í Disneylandi rétt fyrir utan París. Þetta ýtti undir þá upplifun að gestir væru staddir inni í ævintýri þar sem hátíska og Disney mætast á einstakan máta. Var þetta í fyrsta sinn sem Kylie gengur tískupallinn á tískuvikunni í París og var upplifunin að hennar sögn algjörlega ógleymanleg. „Takk fyrir mig Sebastian og Arnaud, ég get ekki einu sinni byrjað að lýsa því hvað ég er þakklát ykkur tveimur fyrir þetta ævintýrakvöld sem ég mun aldrei gleyma. Mér leið eins og alvöru prinsessu,“ skrifar Kylie á Instagram síðu sinni. Kylie leið eins og alvöru prinsessu.Lyvans Boolaky/Getty Images Kris Jenner, móðir Kylie og ein frægasta mamma í heimi, var sömuleiðis að springa úr stolti yfir dóttur sinni. View this post on Instagram A post shared by Kris Jenner (@krisjenner) Íslenski fatahönnuðurinn Hildur Yeoman var á sýningunni en hún selur Coperni í Yeoman verslun sinni. Hún sat á fremsta bekk og náði góðu sjónarhorni á Jenner en gestir sýningarinnar fóru svo í eftirpartý í rússíbana. Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman nýtur sín á tískuvikunni í París en verslun hennar selur meðal annars vörur frá franska tískuhúsinu Coperni.Instagram story @hilduryeoman Hildur náði góðu myndbandi af hinni heimsfrægu Kylie Jenner.Instagram story @hilduryeoman Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Tískuvikan er í fullu fjöri í París um þessar mundir og stórstjörnur hvaðan af úr heiminum eru nú mætt til tískuhöfuðborgarinnar að virða fyrir sér nýjustu stefnur og strauma. Coperni sýningin var stórglæsileg og staðsetningin einstök þar sem viðburðurinn var haldinn í Disneylandi rétt fyrir utan París. Þetta ýtti undir þá upplifun að gestir væru staddir inni í ævintýri þar sem hátíska og Disney mætast á einstakan máta. Var þetta í fyrsta sinn sem Kylie gengur tískupallinn á tískuvikunni í París og var upplifunin að hennar sögn algjörlega ógleymanleg. „Takk fyrir mig Sebastian og Arnaud, ég get ekki einu sinni byrjað að lýsa því hvað ég er þakklát ykkur tveimur fyrir þetta ævintýrakvöld sem ég mun aldrei gleyma. Mér leið eins og alvöru prinsessu,“ skrifar Kylie á Instagram síðu sinni. Kylie leið eins og alvöru prinsessu.Lyvans Boolaky/Getty Images Kris Jenner, móðir Kylie og ein frægasta mamma í heimi, var sömuleiðis að springa úr stolti yfir dóttur sinni. View this post on Instagram A post shared by Kris Jenner (@krisjenner) Íslenski fatahönnuðurinn Hildur Yeoman var á sýningunni en hún selur Coperni í Yeoman verslun sinni. Hún sat á fremsta bekk og náði góðu sjónarhorni á Jenner en gestir sýningarinnar fóru svo í eftirpartý í rússíbana. Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman nýtur sín á tískuvikunni í París en verslun hennar selur meðal annars vörur frá franska tískuhúsinu Coperni.Instagram story @hilduryeoman Hildur náði góðu myndbandi af hinni heimsfrægu Kylie Jenner.Instagram story @hilduryeoman
Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira