Sjáðu markaflóðið úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2024 11:31 Karim Adeyemi skoraði þrennu fyrir Borussia Dortmund gegn Celtic og fékk að sjálfsögðu að eiga boltann eftir leikinn. getty/Geert van Erven Alls voru 32 mörk skoruð í leikjunum níu í Meistaradeild Evrópu í gær. Öll mörkin má sjá í fréttinni. Arsenal vann góðan 2-0 sigur á Paris Saint-Germain á Emirates. Kai Havertz og Bukayo Saka skoruðu mörk enska liðsins sem er með fjögur stig en frönsku meistararnir eru með þrjú stig. Klippa: Arsenal 2-0 PSG Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Slovan Bratislava að velli. Lokatölur 0-4, City í vil sem vann þarna sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í vetur. Ilkay Gündogan, Phil Foden, Erling Haaland og James McAtee skoruðu mörk ensku meistaranna. Klippa: Slovan Bratislava 0-4 Man City Bayer Leverkusen er með fullt hús stiga eftir 1-0 sigur á AC Milan á BayArena. Victor Boniface skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Klippa: Leverkusen 1-0 Milan Karim Adeyemi skoraði þrennu þegar Borussia Dortmund rústaði Celtic, 7-1, á heimavelli. Serhou Guirassy skoraði tvö mörk og Emre Can og Felix Nmecha sitt markið hvor. Daizen Maeda gerði mark Celtic. Klippa: Dortmund 7-1 Celtic Barcelona vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í vetur þegar liðið rúllaði yfir Young Boys á Nývangi, 5-0. Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Börsunga og Raphinha, Inigo Martínez og Mohamed Camara (sjálfsmark) sitt markið hver. Klippa: Barcelona 5-0 Young Boys Hakan Calhanoglu skoraði stórglæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu þegar Inter sigraði Rauðu stjörnuna á San Siro, 4-0. Marko Arnautovic, Lautaro Martínez og Mehdi Taremi skoruðu einnig fyrir Ítalíumeistaranna. Klippa: Inter 4-0 Rauða stjarnan Brest er með fullt hús stiga eftir stórsigur á Red Bull Salzburg á útivelli, 0-4. Abdallah Sima skoraði tvö mörk fyrir franska liðið og Mahdi Camara og Mathias Pereira Lage voru einnig á skotskónum. Klippa: Salzburg 0-4 Brest PSV Eindhoven og Sporting gerðu 1-1 jafntefli. Jerdy Schouten kom Hollendingunum yfir en Daniel Braganca jafnaði fyrir Portúgalina þegar sex mínútur voru eftir. Klippa: PSV 1-1 Sporting Stuttgart og Slavia Prag gerðu einnig 1-1 jafntefli. Enzo Millot kom Þjóðverjunum yfir en Kaan Kairinen jafnaði fyrir Tékkana með marki beint úr aukaspyrnu. Klippa: Stuttgart 1-1 Slavia Prag Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn Alþekkt er að börn leiði leikmenn inn á völlinn fyrir íþróttaleiki. Það er þó sjaldgæfara að þau séu tengd leikmönnum liðanna. En það gerðist í Meistaradeildarleik Arsenal og Paris Saint-Germain. 2. október 2024 10:01 Dortmund í sjöunda himni | Stórsigrar hjá Barcelona og Inter Það var sannkölluð markaveisla í Meistaradeild Evrópu karla í dag þar sem 32 mörk litu dagsins ljós í níu leikjum. 1. október 2024 21:30 Þægilegt í Slóvakíu Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. 1. október 2024 21:00 Öruggt hjá Skyttunum Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. 1. október 2024 21:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Arsenal vann góðan 2-0 sigur á Paris Saint-Germain á Emirates. Kai Havertz og Bukayo Saka skoruðu mörk enska liðsins sem er með fjögur stig en frönsku meistararnir eru með þrjú stig. Klippa: Arsenal 2-0 PSG Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Slovan Bratislava að velli. Lokatölur 0-4, City í vil sem vann þarna sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í vetur. Ilkay Gündogan, Phil Foden, Erling Haaland og James McAtee skoruðu mörk ensku meistaranna. Klippa: Slovan Bratislava 0-4 Man City Bayer Leverkusen er með fullt hús stiga eftir 1-0 sigur á AC Milan á BayArena. Victor Boniface skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Klippa: Leverkusen 1-0 Milan Karim Adeyemi skoraði þrennu þegar Borussia Dortmund rústaði Celtic, 7-1, á heimavelli. Serhou Guirassy skoraði tvö mörk og Emre Can og Felix Nmecha sitt markið hvor. Daizen Maeda gerði mark Celtic. Klippa: Dortmund 7-1 Celtic Barcelona vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í vetur þegar liðið rúllaði yfir Young Boys á Nývangi, 5-0. Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Börsunga og Raphinha, Inigo Martínez og Mohamed Camara (sjálfsmark) sitt markið hver. Klippa: Barcelona 5-0 Young Boys Hakan Calhanoglu skoraði stórglæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu þegar Inter sigraði Rauðu stjörnuna á San Siro, 4-0. Marko Arnautovic, Lautaro Martínez og Mehdi Taremi skoruðu einnig fyrir Ítalíumeistaranna. Klippa: Inter 4-0 Rauða stjarnan Brest er með fullt hús stiga eftir stórsigur á Red Bull Salzburg á útivelli, 0-4. Abdallah Sima skoraði tvö mörk fyrir franska liðið og Mahdi Camara og Mathias Pereira Lage voru einnig á skotskónum. Klippa: Salzburg 0-4 Brest PSV Eindhoven og Sporting gerðu 1-1 jafntefli. Jerdy Schouten kom Hollendingunum yfir en Daniel Braganca jafnaði fyrir Portúgalina þegar sex mínútur voru eftir. Klippa: PSV 1-1 Sporting Stuttgart og Slavia Prag gerðu einnig 1-1 jafntefli. Enzo Millot kom Þjóðverjunum yfir en Kaan Kairinen jafnaði fyrir Tékkana með marki beint úr aukaspyrnu. Klippa: Stuttgart 1-1 Slavia Prag Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn Alþekkt er að börn leiði leikmenn inn á völlinn fyrir íþróttaleiki. Það er þó sjaldgæfara að þau séu tengd leikmönnum liðanna. En það gerðist í Meistaradeildarleik Arsenal og Paris Saint-Germain. 2. október 2024 10:01 Dortmund í sjöunda himni | Stórsigrar hjá Barcelona og Inter Það var sannkölluð markaveisla í Meistaradeild Evrópu karla í dag þar sem 32 mörk litu dagsins ljós í níu leikjum. 1. október 2024 21:30 Þægilegt í Slóvakíu Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. 1. október 2024 21:00 Öruggt hjá Skyttunum Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. 1. október 2024 21:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn Alþekkt er að börn leiði leikmenn inn á völlinn fyrir íþróttaleiki. Það er þó sjaldgæfara að þau séu tengd leikmönnum liðanna. En það gerðist í Meistaradeildarleik Arsenal og Paris Saint-Germain. 2. október 2024 10:01
Dortmund í sjöunda himni | Stórsigrar hjá Barcelona og Inter Það var sannkölluð markaveisla í Meistaradeild Evrópu karla í dag þar sem 32 mörk litu dagsins ljós í níu leikjum. 1. október 2024 21:30
Þægilegt í Slóvakíu Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. 1. október 2024 21:00
Öruggt hjá Skyttunum Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. 1. október 2024 21:00