Það er skortur á orku en ekki orkuskortur Hörður Arnarson skrifar 2. október 2024 14:31 Íslenskt raforkukerfi er einstakt í heiminum. Hér rekum við lokað kerfi með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, ber mikla ábyrgð, enda vinnum við rúm 70% þeirrar raforku sem hér er framleidd. Það er mikil kúnst að stýra svona kerfi þar sem náttúruöflin ráða því hversu mikla orku er hægt að vinna á hverju ári. Að mínum dómi hefur það gengið gríðarlega vel og Landsvirkjun hefur aldrei í sinni nær 60 ára sögu skert forgangsorku. Ég tel þó að það hafi verið farið aðeins frjálslega með hugtök í umræðunni um orkuskort undanfarið. Förum stuttlega yfir þetta. Það er ekki orkuskortur þegar skerðanleg orka er skert í lélegum vatnsárum. (Það er eðlilegt, þess vegna heitir hún skerðanleg orka, er seld á lægra verði og er bara í boði þegar vatnsstaðan býður upp á umframorku). Það er hins vegar orkuskortur þegar stærri fyrirtæki fá ekki afhenta forgangsorku sem hefur verið samið um eða þegar almenni markaðurinn sem sinnir heimilum og smærri fyrirtækjum fær ekki nægilega orku til að uppfylla þarfir þeirra. Það er ekki orkuskortur þegar nýtt álver, gagnaver, metanólverksmiðja, landeldisfyrirtæki – fær ekki samning um eins mikla orku og það vill. Ef það héti orkuskortur, þá væri hann stöðugt ástand. Þá er og verður alltaf orkuskortur. Hamlandi skortur á orku Það er hins vegar skortur á orku. Þetta er ekki hártogun eða háð. Það er mikilvægt að greina á milli orkuskorts - sem lýsir sér með því að ekki er hægt að standa við gerða samninga – og skorts á orku – sem lýsir sér með því að ekki er hægt að gera nýja samninga eða stækka þá sem fyrir eru til að styðja við vöxt samfélagsins. Þótt það sé ekki orkuskortur þá er ljóst að þær tafir á uppbyggingu nýrrar orkuvinnslu sem hafa einkennt síðustu ár hamla vaxtarmöguleikum samfélagsins. Okkur er að fjölga og íslenskt samfélag er að vaxa. Deilum ekki um keisarans skegg Þegar orkuþörf framtíðar er metin er mikilvægast að horfa til næstu 10-12 ára. Það er hægt að segja með nokkurri vissu að til að styðja við almennan vöxt og orkuskipti í samfélaginu til ársins 2035 þarf um það bil 6 terawattstundir. Orkuspár Landsnets, Orkustofnunar og Samorku eru allar á svipuð róli. Nú eru unnar um 20 TWst á ári svo það er þó nokkur aukning, en engan veginn óyfirstíganleg. Það sem meira er – við vitum að þessi orka mun koma frá þeim orkulindum sem við þekkjum nú þegar: vatnsafli, jarðvarma og vindi á landi. Tækniframfarir og nýsköpun gætu mögulega gert aðrar leiðir hagstæðari þegar frá líður en næsta áratuginn hið minnsta eru þetta hagkvæmustu kostirnir sem hægt er að nýta. Framleiðum velsæld Á starfsdegi Landsvirkjunar á dögunum varð einum starfsmanninum að orði: Ég lít ekki svo á að við séum bara að vinna raforku. Við erum að framleiða velsæld. Ég geri hans orð að mínum og vona að við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að gefa íslensku samfélagi tækifæri til að vaxa og draga úr losun svo við skerðum ekki lífsgæði þeirra kynslóða sem á eftir okkur koma. Til þess þarf aukna orkuvinnslu svo ekki verði hamlandi skortur á orku (sem er ekki það sama og orkuskortur). Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Íslenskt raforkukerfi er einstakt í heiminum. Hér rekum við lokað kerfi með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, ber mikla ábyrgð, enda vinnum við rúm 70% þeirrar raforku sem hér er framleidd. Það er mikil kúnst að stýra svona kerfi þar sem náttúruöflin ráða því hversu mikla orku er hægt að vinna á hverju ári. Að mínum dómi hefur það gengið gríðarlega vel og Landsvirkjun hefur aldrei í sinni nær 60 ára sögu skert forgangsorku. Ég tel þó að það hafi verið farið aðeins frjálslega með hugtök í umræðunni um orkuskort undanfarið. Förum stuttlega yfir þetta. Það er ekki orkuskortur þegar skerðanleg orka er skert í lélegum vatnsárum. (Það er eðlilegt, þess vegna heitir hún skerðanleg orka, er seld á lægra verði og er bara í boði þegar vatnsstaðan býður upp á umframorku). Það er hins vegar orkuskortur þegar stærri fyrirtæki fá ekki afhenta forgangsorku sem hefur verið samið um eða þegar almenni markaðurinn sem sinnir heimilum og smærri fyrirtækjum fær ekki nægilega orku til að uppfylla þarfir þeirra. Það er ekki orkuskortur þegar nýtt álver, gagnaver, metanólverksmiðja, landeldisfyrirtæki – fær ekki samning um eins mikla orku og það vill. Ef það héti orkuskortur, þá væri hann stöðugt ástand. Þá er og verður alltaf orkuskortur. Hamlandi skortur á orku Það er hins vegar skortur á orku. Þetta er ekki hártogun eða háð. Það er mikilvægt að greina á milli orkuskorts - sem lýsir sér með því að ekki er hægt að standa við gerða samninga – og skorts á orku – sem lýsir sér með því að ekki er hægt að gera nýja samninga eða stækka þá sem fyrir eru til að styðja við vöxt samfélagsins. Þótt það sé ekki orkuskortur þá er ljóst að þær tafir á uppbyggingu nýrrar orkuvinnslu sem hafa einkennt síðustu ár hamla vaxtarmöguleikum samfélagsins. Okkur er að fjölga og íslenskt samfélag er að vaxa. Deilum ekki um keisarans skegg Þegar orkuþörf framtíðar er metin er mikilvægast að horfa til næstu 10-12 ára. Það er hægt að segja með nokkurri vissu að til að styðja við almennan vöxt og orkuskipti í samfélaginu til ársins 2035 þarf um það bil 6 terawattstundir. Orkuspár Landsnets, Orkustofnunar og Samorku eru allar á svipuð róli. Nú eru unnar um 20 TWst á ári svo það er þó nokkur aukning, en engan veginn óyfirstíganleg. Það sem meira er – við vitum að þessi orka mun koma frá þeim orkulindum sem við þekkjum nú þegar: vatnsafli, jarðvarma og vindi á landi. Tækniframfarir og nýsköpun gætu mögulega gert aðrar leiðir hagstæðari þegar frá líður en næsta áratuginn hið minnsta eru þetta hagkvæmustu kostirnir sem hægt er að nýta. Framleiðum velsæld Á starfsdegi Landsvirkjunar á dögunum varð einum starfsmanninum að orði: Ég lít ekki svo á að við séum bara að vinna raforku. Við erum að framleiða velsæld. Ég geri hans orð að mínum og vona að við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að gefa íslensku samfélagi tækifæri til að vaxa og draga úr losun svo við skerðum ekki lífsgæði þeirra kynslóða sem á eftir okkur koma. Til þess þarf aukna orkuvinnslu svo ekki verði hamlandi skortur á orku (sem er ekki það sama og orkuskortur). Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun