Bandarískir kaþólikkar efndu til mótmæla við Páfagarð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2024 07:07 Á bútasaumsteppinu má finna sögur kaþólskra kvenna sem hafa, af ýmsum ástæðum, gengist undir þungunarrof. Catholics for Choice Efnt var til mótmæla við Páfagarð í gær þar sem mótmælendur breiddu meðal annars úr fimmtán metra löngu bútasaumsteppi með sögum kaþólskra kvenna sem hafa gengist undir þungunarrof. Tilefni mótmælanna, sem efnt var til af hálfu bandarísku samtakanna Catholics for Choice, voru nýleg ummæli sem Frans páfi lét falla í Belgíu á dögunum og sú staðreynd að þungunarrof verður ekki til umræðu á mánaðarlangri prestastefnu sem nú stendur fyrir dyrum í Páfagarði. Sendiherra Páfagarðs í Belgíu var boðaður á fund forsætisráðherrans Alexander De Croo í kjölfar ummæla páfa, sem sagði þungunarrof „morð“ og lækna sem framkvæmdu það „leigumorðingja“. „Skilaboð mín til sendiherrans verða mjög skýr,“ sagði De Croo. „Það sem átti sér stað hér er óásættanelgt. Við þurfum ekki lexíu í því hvernig lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar setja lög. Sá tími er kirkjan réði lögum og lofum í landinu er sem betur fer löngu liðinn.“ New from us!@Catholic4Choice displays 50-foot quilt in front of the Vatican to bring the stories of pro-choice Catholics to life at the Synod on Synodality https://t.co/agVlbyBmIh #synod2024 pic.twitter.com/3AtAN4KrET— Ashley Wilson (@APdubs) October 3, 2024 Það er afstaða Páfagarðs að þungunarrof sé alltaf rangt, jafnvel þegar líf móðurinnar er í hættu. Meirihluti kaþólskra í Bandaríkjunum eru hins vegar hlynntir þungunarrofi í flestum tilvikum og þá hafa 98 prósent kaþólskra kvenna notað getnaðarvarnir. Mótmælendur hafa gagnrýnt að þungunarrof og getnaðarvarnir séu neðarlega á forgangslista Vatíkansins þegar kemur að samfélagslegum málefnum, jafnvel þó um sé að ræða málefni sem hafi áhrif á gríðarlegan fjölda fólks. Catholics for Choice voru stofnuð þegar hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði konum í hag í Roe gegn Wade og að sögn forsvarsmanna samtakanna sáu margar konur sig til neyddar til að stíga fram þegar dómurinn var svo felldur úr gildi árið 2022. Frans páfi sagði fyrr í haust að hvað varðaði forsetakosningarnar í Bandaríkjunum ættu menn að velja „það skárra af tvennu illu“, án þess að útskýra nánar hvað hann ætti við. Guardian greindi frá. Páfagarður Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Þrjú hundruð þúsund klukkustundir af sjálfboðavinnu Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Átökin ná nýjum hæðum Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Yfirvöld Mexíkó kæra Google Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Tilefni mótmælanna, sem efnt var til af hálfu bandarísku samtakanna Catholics for Choice, voru nýleg ummæli sem Frans páfi lét falla í Belgíu á dögunum og sú staðreynd að þungunarrof verður ekki til umræðu á mánaðarlangri prestastefnu sem nú stendur fyrir dyrum í Páfagarði. Sendiherra Páfagarðs í Belgíu var boðaður á fund forsætisráðherrans Alexander De Croo í kjölfar ummæla páfa, sem sagði þungunarrof „morð“ og lækna sem framkvæmdu það „leigumorðingja“. „Skilaboð mín til sendiherrans verða mjög skýr,“ sagði De Croo. „Það sem átti sér stað hér er óásættanelgt. Við þurfum ekki lexíu í því hvernig lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar setja lög. Sá tími er kirkjan réði lögum og lofum í landinu er sem betur fer löngu liðinn.“ New from us!@Catholic4Choice displays 50-foot quilt in front of the Vatican to bring the stories of pro-choice Catholics to life at the Synod on Synodality https://t.co/agVlbyBmIh #synod2024 pic.twitter.com/3AtAN4KrET— Ashley Wilson (@APdubs) October 3, 2024 Það er afstaða Páfagarðs að þungunarrof sé alltaf rangt, jafnvel þegar líf móðurinnar er í hættu. Meirihluti kaþólskra í Bandaríkjunum eru hins vegar hlynntir þungunarrofi í flestum tilvikum og þá hafa 98 prósent kaþólskra kvenna notað getnaðarvarnir. Mótmælendur hafa gagnrýnt að þungunarrof og getnaðarvarnir séu neðarlega á forgangslista Vatíkansins þegar kemur að samfélagslegum málefnum, jafnvel þó um sé að ræða málefni sem hafi áhrif á gríðarlegan fjölda fólks. Catholics for Choice voru stofnuð þegar hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði konum í hag í Roe gegn Wade og að sögn forsvarsmanna samtakanna sáu margar konur sig til neyddar til að stíga fram þegar dómurinn var svo felldur úr gildi árið 2022. Frans páfi sagði fyrr í haust að hvað varðaði forsetakosningarnar í Bandaríkjunum ættu menn að velja „það skárra af tvennu illu“, án þess að útskýra nánar hvað hann ætti við. Guardian greindi frá.
Páfagarður Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Þrjú hundruð þúsund klukkustundir af sjálfboðavinnu Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Átökin ná nýjum hæðum Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Yfirvöld Mexíkó kæra Google Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira