Fréttir

Aukin harka að færast í undirheimana

„Við höfum viljað vekja athygli á aukinni hörku í undirheimunum og samfélaginu,“ segir Skarphéðinn Aðalsteinn, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, en í gær greindi lögreglan frá þónokkrum ofbeldismálum sem hafa komið upp í umdæminu á undanförnum dögum og vikum.

Innlent

Lög­regla muni reyna að vera orðvarari í sam­ræðum á vett­vangi

Aðstoðarlögreglustjóri segir niðurstöðu héraðsdóms í máli níu mótmælenda ramma vel inn það sem má og má ekki á mótmælum. Lögregla hafi í kjölfarið tekið orðfæri lögreglumanna til skoðunar og ekki sé líklegt að álíka mál komi aftur upp. Miklu máli skipti þó að valdbeiting lögreglunnar hafi verið dæmd lögmæt.

Innlent

Guð­mundur Ingi á­varpaði mennta­fólk á leið­toga­fundi

Guðmundur Ingi Kristinsson nýr mennta- og barnamálaráðherra segir áskoranir í skólakerfinu aukst og samfélagið standi á tímamótum. Hann vonar að að leiðtogafundur í menntamálum hjálpi til við sameiginlegt markmið þátttakenda að gefa kennurum tólin til að hjálpa börnum að mæta áskorunum sínum.

Innlent

Tveir hand­teknir vegna stolins riffils með hljóð­deyfi

Karlmaður var nýverið handtekinn eftir að riffli var stolið úr verslun á höfuðborgarsvæðinu. Þegar lögregla fann riffilinn hafði hljóðdeyfir verið settur á hann af öðrum manni. Sá var sömuleiðis handtekinn og sviptur skotvopnaleyfi samstundis.

Innlent

Guð­björg að­stoðar Guð­mund Inga

Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir verður aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar nýs mennta- og barnamálaráðherra. Guðbjörg var mætt ásamt ráðherra þar sem hann flutti opnunarávarp á leiðtogafundi um menntamál í Hörpu í morgun. Um er að ræða fyrsta opinbera embættisverk hans sem ráðherra.

Innlent

Líf hans í hættu ef hann leitaði til lög­reglu

Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir frelsisviptingu og tilraun til ráns í því skyni að afa verðmæti af fórnarlambi þeirra. Mennirnir, sem eru tveir á fimmtugsaldri og einn á þrítugsaldri, eru sagðir hafa framið þessi meintu brot sín í Reykjavík og reyndar líka á Seltjarnarnesi.

Innlent

Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ást­hildar Lóu

Barnsfaðir Ásthildar Lóu Þórsdóttur var nýorðinn sextán ára og sjálfráða þegar barn kom undir. Forsætisráðuneytið segir engum trúnaði hafa verið heitið konunni sem vakti athygli á málinu þvert á fullyrðingar hennar. Konan segist nýverið hafa komist að því að Ásthildur Lóa væri konan sem átti barnið, verið misboðið og því sett sig í samband við ráðuneytið.

Innlent

Tekur við stöðunni af Guð­mundi Inga

Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, hefur tekið við stöðu þingflokksformanns Flokks fólksins. Hann tekur við af Guðmundi Inga Kristinssyni sem tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra um helgina í kjölfar afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur.

Innlent

„Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og íbúi í Grafarvogi, segir hafa verið lagðar fram hugmyndir um skipulagsbreytingar í Grafarvogi sem myndu breyta hverfinu umtalsvert. Ofuráhersla sé á þéttingu byggðar og skipulagið byggi á að byggja á grænum reitum. Mikil andstaða sé meðal íbúa með breytingar á aðalskipulagi. 

Innlent

Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan

Uppljóstranir Jeffrey Goldberg, ritstjóra Atlantic, um að æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum hafi rætt skipulagningu árása á Húta í Jemen í gegnum samskiptaforritið Signal hafa vakið mikla athygli og hneykslan vestanhafs.

Erlent

Suð­vestan­átt með skúrum víða um land

Yfir landinu er nú dálítill hæðarhryggur, en minnkandi smálægð á Grænlandshafi, sem valda suðvestanátt með skúrum víða um land í dag, éljum til fjalla, en þurrviðri á Norður- og Austurlandi.

Veður

„Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“

Almannavarnir þurfa að vera undir það búnar að gosvirkni færist á milli eldstöðvakerfa á Reykjanesi. Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Hann telur líklegt að séum við í stödd í miðjum lokakaflanum í yfirstandandi eldgosahrinu við Svartsengi.

Innlent

Sé skýrt að ráð­herra hafi verið beittur þrýstingi

Formaður Sjálfstæðisflokksins krafðist skýringar á aðkomu forsætisráðherra í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra en sagðist ekki hafa fengið nein svör. Þingflokksformaður Miðflokksins segir skýrt að ráðherrann hafi verið beittur þrýstingi til að segja af sér.

Innlent

Rússar sagðir vilja draga við­ræður á langinn

Bandarískir og rússneskir erindrekar luku í kvöld fundi um mögulegt vopnahlé á Svartahafi milli Rússa og Úkraínumanna. Ráðamenn í Bandaríkjunum vonast til þess að viðræðurnar geti leitt til frekari viðræðna um frið í Úkraínu.

Erlent

Misstu út­limi í á­rásum en vilja halda á­fram að hjálpa

Fyrir flesta er lítið mál að kveikja ljós, opna hurð og skrúfa frá krana án umhugsunar. Í Týtanóví endurhæfingarmiðstöðinni í höfuðborg Úkraínu er það aftur á móti meðal þess sem hópur særðra hermanna þarf að æfa upp á nýtt. Særðir Úkraínumenn sem vinna að því að ná bata segjast þrá fátt heitar en að stríðinu ljúki og vilja halda áfram að berjast fyrir landið sitt svo lengi sem þess sé þörf. Það sé sárt til þess að hugsa ef samið yrði um falskan frið á forsendum Rússa.

Erlent

Stefna á að loka skólanum á næsta ári

Söngskóla Sigurðar Demetz verður að öllu óbreyttu lokað haustið 2026. Kjarasamningar kennara og illa útfærður samningur við ríkið leiðir til mikilla rekstrarörðugleika innan skólans. Skólastjórinn hefur sjálfur þurft að taka persónulegt lán til að sjá fyrir rekstrinum.

Innlent

Ætlar að gefa kerfinu verk­færi til að taka á eltihrellum

Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram.

Innlent

Bættu blaða­manni ó­vart í Signal-hóp um á­rásir á Húta

Svo virðist sem Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi fyrir mistök bætt blaðamanni inn í spjallhóp þar sem hann, JD Vance varaforseti, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og fleiri töluðu um hvort Bandaríkin ættu að hefja umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen og hvernig.

Erlent