Munu hlýða kröfu landsfundar verði tillaga um stjórnarslit samþykkt Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. október 2024 23:13 Jódís Skúladóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður VG, bjóða sig bæði fram til varaformanns Vinstri grænna. Varaformannsefnin tvö í Vinstri grænum eru sammála um að verði tillaga um stjórnarslit samþykkt á landsfundi flokksins geti nýkjörin forysta ekki annað en slitið stjórnarsamstarfinu. Landsfundur Vinstri grænna hófst nú síðdegis í Víkingsheimilinu við Safamýri og stendur yfir fram á sunnudag. Á fundinum verður kjörinn nýr formaður, það er varaformannsslagur í uppsiglingu og svo liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. Svandís Svavarsdóttir er ein í framboði til formanns þar sem fresturinn rann út í kvöld. Jódís Skúladóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson bjóða sig bæði fram til varaformanns. Kosið verður um embættin í eftirmiðdaginn á morgun. Fréttastofa ræddi við varaformannsefnin tvö í kvöld. Boða ólíkar áherslur Það liggur beinast við að spyrja ykkur bæði tvö: Af hverju þú en ekki hinn frambjóðandinn? „Við erum góðir félagar og erum held ég algjörlega hæf til að fara í þetta embætti. Við höfum þó ólíkar áherslur. Ég lít ekki svo á að við séum að etja kappi gegn hvoru öðru í einhverri hörku heldur erum við að bjóða fram krafta okkar í ákveðið embætti og svo fær fundurinn að skera úr um það,“ sagði Jódís. Guðmundur? „Við yrðum bæði betri. Það er alveg ljóst. En ég tek undir með Jódísi, við erum tveir valkostir sem fólk hefur og eigum margt sameiginlegt enda í sömu stjórnmálahreyfingunni og bjóðum fram krafta okkur hvort um sig,“ sagði Guðmundur. Það hefur verið talað um það í aðdraganda fundarins að staðan innan stjórnarsamstarfsins og staðan almennt verði rædd. Í síðustu könnun Gallúp var fylgið einhver fjögur prósent. Það hlýtur að vera svolítill hiti í fundarmönnum? „Við erum hérna á fyrsta degi og búið að vera mjög góð stemming. Ég skynja að það er mikil eftirvænting hjá fólki og kraftur í fólki. Það vill fara að setja fram skýrar áherslur og valkosti. Ég ræddi í ræðu minni áðan að við þyrftum að mynda félagshyggjustjórn eftir næstu kosningar þar sem VG á að vera innanborðs. Þannig við förum inn í þennan fund full af krafti og gleði og ætlum að skerpa á okkar áherslum,“ sagði Guðmundur. Ef það kæmi fram hávær krafa um stjórnarslit, væri ekki erfitt fyrir nýja forystu að hunsa það og heldurðu að hún verði hávær? „Ég held að það sé alveg ljóst að ef það er afgerandi niðurstaða landsfundar að slíta þá er alveg sama hver situr í forystunni, það væri ekki í takt við VG að hlusta ekki á raddir landsfundar. En við erum eins og Mummi segir á fyrsta degi og við munum taka þessa umræðu. Ég er mjög glöð að þessi tillaga kemur fram af því það hefur verið orðræðan í grasrótinni lengi: hvenær er komið gott? Þannig ég held að það sé mjög mikilvægt að við eigum þetta samtal og svo verður niðurstaða fundarins að koma í ljós þegar við afgreiðum ályktanir,“ sagði Jódís. Ertu sammála þessu Guðmundur? „Ég er sammála því og tek undir með Jódísi. Við þurfum að ræða þetta. Landsfundur er lýðræðislegasti vettvangur flokksins og við erum vön því að taka samtalið í VG. Við erum þannig fólk,“ sagði Guðmundur að lokum. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira
Landsfundur Vinstri grænna hófst nú síðdegis í Víkingsheimilinu við Safamýri og stendur yfir fram á sunnudag. Á fundinum verður kjörinn nýr formaður, það er varaformannsslagur í uppsiglingu og svo liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. Svandís Svavarsdóttir er ein í framboði til formanns þar sem fresturinn rann út í kvöld. Jódís Skúladóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson bjóða sig bæði fram til varaformanns. Kosið verður um embættin í eftirmiðdaginn á morgun. Fréttastofa ræddi við varaformannsefnin tvö í kvöld. Boða ólíkar áherslur Það liggur beinast við að spyrja ykkur bæði tvö: Af hverju þú en ekki hinn frambjóðandinn? „Við erum góðir félagar og erum held ég algjörlega hæf til að fara í þetta embætti. Við höfum þó ólíkar áherslur. Ég lít ekki svo á að við séum að etja kappi gegn hvoru öðru í einhverri hörku heldur erum við að bjóða fram krafta okkar í ákveðið embætti og svo fær fundurinn að skera úr um það,“ sagði Jódís. Guðmundur? „Við yrðum bæði betri. Það er alveg ljóst. En ég tek undir með Jódísi, við erum tveir valkostir sem fólk hefur og eigum margt sameiginlegt enda í sömu stjórnmálahreyfingunni og bjóðum fram krafta okkur hvort um sig,“ sagði Guðmundur. Það hefur verið talað um það í aðdraganda fundarins að staðan innan stjórnarsamstarfsins og staðan almennt verði rædd. Í síðustu könnun Gallúp var fylgið einhver fjögur prósent. Það hlýtur að vera svolítill hiti í fundarmönnum? „Við erum hérna á fyrsta degi og búið að vera mjög góð stemming. Ég skynja að það er mikil eftirvænting hjá fólki og kraftur í fólki. Það vill fara að setja fram skýrar áherslur og valkosti. Ég ræddi í ræðu minni áðan að við þyrftum að mynda félagshyggjustjórn eftir næstu kosningar þar sem VG á að vera innanborðs. Þannig við förum inn í þennan fund full af krafti og gleði og ætlum að skerpa á okkar áherslum,“ sagði Guðmundur. Ef það kæmi fram hávær krafa um stjórnarslit, væri ekki erfitt fyrir nýja forystu að hunsa það og heldurðu að hún verði hávær? „Ég held að það sé alveg ljóst að ef það er afgerandi niðurstaða landsfundar að slíta þá er alveg sama hver situr í forystunni, það væri ekki í takt við VG að hlusta ekki á raddir landsfundar. En við erum eins og Mummi segir á fyrsta degi og við munum taka þessa umræðu. Ég er mjög glöð að þessi tillaga kemur fram af því það hefur verið orðræðan í grasrótinni lengi: hvenær er komið gott? Þannig ég held að það sé mjög mikilvægt að við eigum þetta samtal og svo verður niðurstaða fundarins að koma í ljós þegar við afgreiðum ályktanir,“ sagði Jódís. Ertu sammála þessu Guðmundur? „Ég er sammála því og tek undir með Jódísi. Við þurfum að ræða þetta. Landsfundur er lýðræðislegasti vettvangur flokksins og við erum vön því að taka samtalið í VG. Við erum þannig fólk,“ sagði Guðmundur að lokum.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira