Biskup Íslands predikar í Vík á 90 ára afmæli kirkjunnar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. október 2024 13:16 Haldið verður upp á 90 ára vígsluafmæli Víkurkirkju í Vík í Mýrdal á morgun, sunnudaginn 6. október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það iðar allt af lífi og fjöri í Vík í Mýrdal um helgina en þar fer fram Regnboginn 2024, sem er menningarhátíð fyrir íbúa og gesti þeirra. Einn af hápunktum helgarinnar er heimsókn biskups Íslands til Víkur á morgun til að predika á 90 ára vígslu- og afmælishátíð Víkurkirkju. Regnboginn er nú haldin í sautjánda sinn en hátíðin hófst á miðvikudaginn og stendur fram á annað kvöld. Mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er í gangi alla dagana. Í gærkvöldi var til dæmis haldið alþjóðlegt matarsmakk í íþróttahúsinu frá 18 þjóðlöndum en um 65% íbúa Mýrdalshrepps eru af erlendu bergi brotnir. Elín Harpa Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er framkvæmdastjóri Regnbogans og veit manna best hvað er að gerast í dag. „Mýrdalshreppur býður í vöfflukaffi og listafólkið okkar mun síðan koma saman á Lista- og frumkvöðlamarkaði, það er ótrúlega skemmtilegt og það er ótrúlega gaman að finna kraftinn í samfélaginu, sem felst í því að hér er listafólk og frumkvöðlar út um allar koppagrundir að gera ótrúlega flotta og skemmtilega hluti og þau ætla að deila þessu með okkur,” segir Elín Harpa. Elín Harpa Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík, sem er framkvæmdastjóri Regnbogans og allt í öllu varðandi skipulagningu hátíðarinnar.Aðsend Svo verða Regnbogaleikarnir líka haldnir í dag og í kvöld verða tónleikar haldnir og kvöldið endar á balli í Leikskálum þar sem verður frítt inn. Á morgun sunnudag verður líka heilmikið um að vera. Risa regnbogi í íþróttahúsinu í Vík í tilefni af hátíð helgarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já og ein af ástæðunum fyrir því að þemað í ár er „Fögnum fjölbreytileikanum” er af því að við höfum miklu að fagna því við erum búin að fá glæsilegan nýjan leikskóla hér á svæðið og svo er fallega Víkurkirkja okkar, hún á 90 ára afmæli í ár og okkur þykir náttúrulega ofboðslega vænt um þessa fallegu kirkju. Og einmitt, biskup Íslands, Guðrún Karls Helgadóttir kemur og predikar og flestir þeirra prestar sem hafa verið tengdir kirkjunni muni einnig taka þátt,” segir Elín Harpa og bætti þessu við í lokin. „Ég hvet alla til að koma og kíkja á okkur og njóta með okkur en ef þið komst ekki til Víkur þá fagnið þið bara fjölbreytileikanum hvar sem þið eruð og hvernig sem þið getið, njótið helgarinnar.” Hér má sjá dagskrá Regnbogans 2024 Mýrdalshreppur Menning Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Regnboginn er nú haldin í sautjánda sinn en hátíðin hófst á miðvikudaginn og stendur fram á annað kvöld. Mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er í gangi alla dagana. Í gærkvöldi var til dæmis haldið alþjóðlegt matarsmakk í íþróttahúsinu frá 18 þjóðlöndum en um 65% íbúa Mýrdalshrepps eru af erlendu bergi brotnir. Elín Harpa Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er framkvæmdastjóri Regnbogans og veit manna best hvað er að gerast í dag. „Mýrdalshreppur býður í vöfflukaffi og listafólkið okkar mun síðan koma saman á Lista- og frumkvöðlamarkaði, það er ótrúlega skemmtilegt og það er ótrúlega gaman að finna kraftinn í samfélaginu, sem felst í því að hér er listafólk og frumkvöðlar út um allar koppagrundir að gera ótrúlega flotta og skemmtilega hluti og þau ætla að deila þessu með okkur,” segir Elín Harpa. Elín Harpa Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík, sem er framkvæmdastjóri Regnbogans og allt í öllu varðandi skipulagningu hátíðarinnar.Aðsend Svo verða Regnbogaleikarnir líka haldnir í dag og í kvöld verða tónleikar haldnir og kvöldið endar á balli í Leikskálum þar sem verður frítt inn. Á morgun sunnudag verður líka heilmikið um að vera. Risa regnbogi í íþróttahúsinu í Vík í tilefni af hátíð helgarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já og ein af ástæðunum fyrir því að þemað í ár er „Fögnum fjölbreytileikanum” er af því að við höfum miklu að fagna því við erum búin að fá glæsilegan nýjan leikskóla hér á svæðið og svo er fallega Víkurkirkja okkar, hún á 90 ára afmæli í ár og okkur þykir náttúrulega ofboðslega vænt um þessa fallegu kirkju. Og einmitt, biskup Íslands, Guðrún Karls Helgadóttir kemur og predikar og flestir þeirra prestar sem hafa verið tengdir kirkjunni muni einnig taka þátt,” segir Elín Harpa og bætti þessu við í lokin. „Ég hvet alla til að koma og kíkja á okkur og njóta með okkur en ef þið komst ekki til Víkur þá fagnið þið bara fjölbreytileikanum hvar sem þið eruð og hvernig sem þið getið, njótið helgarinnar.” Hér má sjá dagskrá Regnbogans 2024
Mýrdalshreppur Menning Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira