Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. október 2024 20:02 Veitt voru verðlaun í ýmsum flokkum við hátíðlega athöfn á RIFF í dag. Super Happy Forever eftir japanska leikstjórann Kohei Igarashi hlaut Gullna lundann, aðalverðlaun RIFF, við hátíðlega athöfn í dag. Super Happy Together (Eilíf hamingja) keppti við átta myndir í flokknum Vitranir en þar eru myndir eftir leikstjóra sem eru að gera sína fyrstu eða aðra mynd. Myndin var opnunarmynd í Feneyjum nú fyrr í mánuðinum og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Þá fékk myndin A New Kind of Wilderness frá Noregi eftir Silje Evensmo Jacobsen verðlaun í flokknum Önnur framtíð en þar eru myndir sem fjalla um aðkallandi málefni líðandi stundar. Myndin vann einnig World Cinema Grand Jury Prize á Sundance-hátíðinni fyrr á árinu. Metaðsókn í ár Brúðurin eftir Hjördísi Jóhannsdóttur var verðlaunuð sem besta íslenska stuttmyndin í ár, og Nikulás Tumi Hlynsson fékk þar að auki sérstaka viðurkenningu fyrir sína stutmynd, Blái Kallinn. Dómnefnd unga fólksins verðlaunaði sænsku myndina G - 21 Sena frá Gottsunda eftir Loran Batti sem bestu myndina. Lokamynd hátíðarinnar er The Room Next Door (Herbergið við hliðina) eftir Pedró Almodóvar, með Tildu Swinton og Julianne Moore í aðalhlutverkum, og var hún sýnd fyrir fullum sal gesta. Hátíðinni lýkur í tuttugusta og fyrsta sinn annað kvöld í Háskólabíói og gefst gestum kostur á að sjá verðlaunamyndirnar á morgun, sunnudag, síðasta degi hátíðarinnar. Í fréttatilkynningu frá RIFF segir að metaðsókn hafi verið á hátíðina í ár. RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Blautir búkar og pylsupartí Menning Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Super Happy Together (Eilíf hamingja) keppti við átta myndir í flokknum Vitranir en þar eru myndir eftir leikstjóra sem eru að gera sína fyrstu eða aðra mynd. Myndin var opnunarmynd í Feneyjum nú fyrr í mánuðinum og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Þá fékk myndin A New Kind of Wilderness frá Noregi eftir Silje Evensmo Jacobsen verðlaun í flokknum Önnur framtíð en þar eru myndir sem fjalla um aðkallandi málefni líðandi stundar. Myndin vann einnig World Cinema Grand Jury Prize á Sundance-hátíðinni fyrr á árinu. Metaðsókn í ár Brúðurin eftir Hjördísi Jóhannsdóttur var verðlaunuð sem besta íslenska stuttmyndin í ár, og Nikulás Tumi Hlynsson fékk þar að auki sérstaka viðurkenningu fyrir sína stutmynd, Blái Kallinn. Dómnefnd unga fólksins verðlaunaði sænsku myndina G - 21 Sena frá Gottsunda eftir Loran Batti sem bestu myndina. Lokamynd hátíðarinnar er The Room Next Door (Herbergið við hliðina) eftir Pedró Almodóvar, með Tildu Swinton og Julianne Moore í aðalhlutverkum, og var hún sýnd fyrir fullum sal gesta. Hátíðinni lýkur í tuttugusta og fyrsta sinn annað kvöld í Háskólabíói og gefst gestum kostur á að sjá verðlaunamyndirnar á morgun, sunnudag, síðasta degi hátíðarinnar. Í fréttatilkynningu frá RIFF segir að metaðsókn hafi verið á hátíðina í ár.
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Blautir búkar og pylsupartí Menning Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp