Orðaður við Ísland í fyrra en virðist taka við Svíum Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 10:01 Michael Apelgren, næstlengst til hægri á mynd, hefur verið aðstoðarþjálfari Svía í tvö ár. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Svíar eru í leit að næsta landsliðsþjálfara sínum í handbolta karla en þeirri leit gæti verið lokið með ráðningu manns sem á síðasta ári var orðaður við íslenska landsliðið. Aftonbladet í Svíþjóð fullyrðir að Svíar séu nú nálægt því að ráða hinn fertuga Michael Apelgren í starfið, sem losnaði 20. september þegar Glenn Solberg hætti óvænt. „Það er samtal í gangi á milli mín og sambandsins,“ staðfesti Apelgren við Aftonbladet. Hann var einn af þeim sem orðaðir voru við stöðu landsliðsþjálfara Íslands snemma á síðasta ári, eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti, en að lokum var Snorri Steinn Guðjónsson ráðinn. Aðeins átta dagar eru þar til að tilkynna á sænska landsliðshópinn sem keppir á EHF Euro Cup í nóvember, í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið í janúar. Markmið sænska handboltasambandsins hefur verið að finna þjálfara fyrir þann tíma, og að ekki verði þá um tímabundna ráðningu að ræða heldur þjálfara til lengri tíma. Apelgren var aðstoðarlandsliðsþjálfari Svía í tvö ár þar til að samningur hans rann út um síðustu mánaðamót. Hann var því fljótt álitinn líklegur kandídat í að taka við af Solberg. Apelgren segist hins vegar ekki vera eini kostur sænska sambandsins: „Það eru fleiri enn inni í myndinni og í samtali [við sambandið],“ sagði Apelgren við Aftonbladet. Gerðist þjálfari Janusar Daða í sumar Aftonbladet segir að sænska sambandið sé einnig með til skoðunar Patrik Fahlgren hjá Hammarby og Oscar Carlén hjá Ystad, mögulega sem þjálfarapar, fari svo að Apelgren verði ekki ráðinn. Apelgren fer ekki í neinar grafgötur með það að hann sækist eftir starfinu. „Ég hef alltaf haft metnað fyrir því. Svo já, það er klárlega áhugi hjá mér þó að ég hafi ekki vonast eftir því að það yrði með þessum hætti [að Solberg hætti skyndilega, með tvö ár eftir af samningi sínum],“ sagði Apelgren sem í sumar tók við þjálfun Pick Szeged, og stýrir þar meðal annars Janusi Daða Smárasyni. Aftonbladet segir að í samningi Apelgren við Pick Szeged sé skýrt að hann megi einnig þjálfa landslið, en þó sé verið að bíða eftir staðfestingu frá ungverska liðinu á því að Apelgren megi gegn báðum störfum. Blaðið segir að það sé það helsta sem enn komi í veg fyrir ráðningu hans í landsliðsþjálfarastarfið. Handbolti Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Aftonbladet í Svíþjóð fullyrðir að Svíar séu nú nálægt því að ráða hinn fertuga Michael Apelgren í starfið, sem losnaði 20. september þegar Glenn Solberg hætti óvænt. „Það er samtal í gangi á milli mín og sambandsins,“ staðfesti Apelgren við Aftonbladet. Hann var einn af þeim sem orðaðir voru við stöðu landsliðsþjálfara Íslands snemma á síðasta ári, eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti, en að lokum var Snorri Steinn Guðjónsson ráðinn. Aðeins átta dagar eru þar til að tilkynna á sænska landsliðshópinn sem keppir á EHF Euro Cup í nóvember, í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið í janúar. Markmið sænska handboltasambandsins hefur verið að finna þjálfara fyrir þann tíma, og að ekki verði þá um tímabundna ráðningu að ræða heldur þjálfara til lengri tíma. Apelgren var aðstoðarlandsliðsþjálfari Svía í tvö ár þar til að samningur hans rann út um síðustu mánaðamót. Hann var því fljótt álitinn líklegur kandídat í að taka við af Solberg. Apelgren segist hins vegar ekki vera eini kostur sænska sambandsins: „Það eru fleiri enn inni í myndinni og í samtali [við sambandið],“ sagði Apelgren við Aftonbladet. Gerðist þjálfari Janusar Daða í sumar Aftonbladet segir að sænska sambandið sé einnig með til skoðunar Patrik Fahlgren hjá Hammarby og Oscar Carlén hjá Ystad, mögulega sem þjálfarapar, fari svo að Apelgren verði ekki ráðinn. Apelgren fer ekki í neinar grafgötur með það að hann sækist eftir starfinu. „Ég hef alltaf haft metnað fyrir því. Svo já, það er klárlega áhugi hjá mér þó að ég hafi ekki vonast eftir því að það yrði með þessum hætti [að Solberg hætti skyndilega, með tvö ár eftir af samningi sínum],“ sagði Apelgren sem í sumar tók við þjálfun Pick Szeged, og stýrir þar meðal annars Janusi Daða Smárasyni. Aftonbladet segir að í samningi Apelgren við Pick Szeged sé skýrt að hann megi einnig þjálfa landslið, en þó sé verið að bíða eftir staðfestingu frá ungverska liðinu á því að Apelgren megi gegn báðum störfum. Blaðið segir að það sé það helsta sem enn komi í veg fyrir ráðningu hans í landsliðsþjálfarastarfið.
Handbolti Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira