Þetta staðfestir Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Laugardalslaugar, í samtali við fréttastofu.
„Þessar eru framkvæmdir sem undu aðeins upp á sig. Stundum er það þannig að maður ætlar rétt að mála vegg í stofunni og svo er maður skyndilega búinn að fá sér nýjan sófa,“ segir Drífa.
Drífa segir að framkvæmdirnar í turninum hafi hafist á meðan á tveggja vikna viðhaldslokun laugarinnar stóð í síðasta mánuði. „Til stóð að mála turninn að innan og utan en það voru töluverðar ryðskemmdir sem þarf að laga og fjarlægja áður en hægt er að mála.“
Hún segir að verktakarnir hafi fljótlega séð að nauðsynlegt væri að fjarlægja glerin í turninum til að komast almennilega að. Það hafi nú verið gert og verða þau svo aftur sett upp þegar búið er að mála.
„Við áætlum að geta opnað rennibrautina aftur 21. október,“ segir Drífa.