Yazan og fjölskylda komin með vernd Lovísa Arnardóttir skrifar 8. október 2024 12:26 Mál Yazans hefur vakið mikla athygli í íslensku samfélagi síðustu mánuði. Yazan er ellefu ára langveikur strákur frá Palestínu. Hann er nú kominn með vernd á Íslandi og fjölskyldan hans líka. Vísir/Sara Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi flúðu til Íslands í júní 2023. Með þeim í för var sonur þeirra, Yazan, sem er með Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóm. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda en einnig vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Vísa átti fjölskyldunni úr landi í síðasta mánuði en aðgerðinni var frestað að beiðni dómsmálaráðherra. Eftir það tilkynnti embætti ríkislögreglustjóra að ekki yrði farið í aðra brottvísunaraðgerð vegna þess að svo stutt væri í að fjölskyldan ætti rétt á því að umsókn þeirra yrði tekinn til efnislegrar meðferðar. Sá tímafrestur rann út 21. september, fyrir sautján dögum. „Þetta gekk allt mjög hratt fyrir sig. Þegar þessi tímafrestur var liðinn þá opnaði kærunefnd málið um leið. Útlendingastofnun, þeim til hróss, boðaði þau í viðtal í morgun,“ segir Albert Björn Lúðvígsson lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta gerðist mjög hratt. Miklu hraðar en gengur og gerist.“ Hann segir að í öllum sambærilegum málum fólks frá Palestínu hafi þeim verið veitt vernd á grundvelli sjónarmiða um viðbótarvernd. Viðbótarvernd vísi þá til hins almenna ástands í Palestínu. „Þetta er sú vernd sem 97 til 98 prósent Palestínufólks á Íslandi hefur fengið.“ Albert Björn Lúðvígsson lögmaður Tamimi fjölskyldunnar segir fjölskylduna halda upp á þessi tímamót í dag. Vísir/Arnar Hann segir fyrstu viðbrögð fjölskyldunnar hafa einkennst af gleði en einnig spennufalli. „Þau voru hrærð og þetta var tilfinningarík stund. Fyrsta viðkvæði Mohsen, föður Yazan, var að biðja mig um að hjálpa sér að semja bréf til þeirra sem hafa hjálpað þeim á Íslandi.“ Örugg á Íslandi Hann segir fjölskylduna hafa haldið heim eftir fundinn hjá Útlendingastofnun þar sem þau ætluðu að halda upp á þetta. „Þau eru núna örugg á Íslandi. Þau fá tveggja ára dvalarleyfi á Íslandi sem þau geta endurnýjað og standa að flestu leyti jafnfætis öðrum á Íslandi hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu og annarri þjónustu.“ Albert segir það hafa farið fram úr sínum björtustu vonum hversu hratt þetta gekk fyrir sig. „Þetta fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hafði vonast til þess að þetta myndi ekki taka margar vikur. Ég hafði ýtt pínulítið á kærunefnd að klára þetta sem fyrst, sem kærunefnd varð við. Ég náði svo ekki einu sinni að óska eftir því að Útlendingastofnun boðaði þau í viðtal sem fyrst því stofnunin gerði það að eigin ákvörðun. Þannig þetta gekk mjög hratt fyrir sig.“ Minni hali og færri umsóknir Albert segir stofnunina undanfarið hafa náð að vinna sig í gegnum umsóknarhalann auk þess sem umsóknir séu færri á þessu ári en síðustu ár. „Þetta er að sumu leyti það sem er eðlilegt. Fyrir nokkrum árum var boðað hraðar í viðtöl.“ Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Tengdar fréttir „Ég hefði bara sagt af mér á staðnum“ Brynjar Níelsson sagði af sér varaþingmennsku í gær. Hann segir afsögn sína ekki tengjast stöðu Sjálfstæðisflokksins, ríkisstjórnarinnar eða máli Yazans Tamimi með neinum hætti. Hann er þó afar gagnrýninn á hvernig það fór fram. Ráðherrar Vinstri grænna hafi beitt dómsmálaráðherra óeðlilegum þrýstingi og hefði hann verið í stöðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur hefði hann sagt af sér. 20. september 2024 09:06 „Afleitt“ að sjá Yazan gerðan að leiksoppi í deilum ráðherra Formaður Miðflokksins segir miður að Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskur drengur með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, hafi orðið að bitbeini í pólistíkum deilum ráðherra í ríkisstjórninni. Hann telur hagsmuni hans hafa verið hafða að leiðarljósi við meðferð máls hans í stjórnkerfinu og furðar sig á misvísandi fullyrðingum ráðherra um hvort eðlileg stjórnsýsla hafi verið viðhöfð í málinu. 18. september 2024 21:33 „Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, telur allar líkur á því að Yazan Tamimi og fjölskylda hans fái að vera áfram hér á landi. 18. september 2024 19:32 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi flúðu til Íslands í júní 2023. Með þeim í för var sonur þeirra, Yazan, sem er með Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóm. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda en einnig vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Vísa átti fjölskyldunni úr landi í síðasta mánuði en aðgerðinni var frestað að beiðni dómsmálaráðherra. Eftir það tilkynnti embætti ríkislögreglustjóra að ekki yrði farið í aðra brottvísunaraðgerð vegna þess að svo stutt væri í að fjölskyldan ætti rétt á því að umsókn þeirra yrði tekinn til efnislegrar meðferðar. Sá tímafrestur rann út 21. september, fyrir sautján dögum. „Þetta gekk allt mjög hratt fyrir sig. Þegar þessi tímafrestur var liðinn þá opnaði kærunefnd málið um leið. Útlendingastofnun, þeim til hróss, boðaði þau í viðtal í morgun,“ segir Albert Björn Lúðvígsson lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta gerðist mjög hratt. Miklu hraðar en gengur og gerist.“ Hann segir að í öllum sambærilegum málum fólks frá Palestínu hafi þeim verið veitt vernd á grundvelli sjónarmiða um viðbótarvernd. Viðbótarvernd vísi þá til hins almenna ástands í Palestínu. „Þetta er sú vernd sem 97 til 98 prósent Palestínufólks á Íslandi hefur fengið.“ Albert Björn Lúðvígsson lögmaður Tamimi fjölskyldunnar segir fjölskylduna halda upp á þessi tímamót í dag. Vísir/Arnar Hann segir fyrstu viðbrögð fjölskyldunnar hafa einkennst af gleði en einnig spennufalli. „Þau voru hrærð og þetta var tilfinningarík stund. Fyrsta viðkvæði Mohsen, föður Yazan, var að biðja mig um að hjálpa sér að semja bréf til þeirra sem hafa hjálpað þeim á Íslandi.“ Örugg á Íslandi Hann segir fjölskylduna hafa haldið heim eftir fundinn hjá Útlendingastofnun þar sem þau ætluðu að halda upp á þetta. „Þau eru núna örugg á Íslandi. Þau fá tveggja ára dvalarleyfi á Íslandi sem þau geta endurnýjað og standa að flestu leyti jafnfætis öðrum á Íslandi hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu og annarri þjónustu.“ Albert segir það hafa farið fram úr sínum björtustu vonum hversu hratt þetta gekk fyrir sig. „Þetta fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hafði vonast til þess að þetta myndi ekki taka margar vikur. Ég hafði ýtt pínulítið á kærunefnd að klára þetta sem fyrst, sem kærunefnd varð við. Ég náði svo ekki einu sinni að óska eftir því að Útlendingastofnun boðaði þau í viðtal sem fyrst því stofnunin gerði það að eigin ákvörðun. Þannig þetta gekk mjög hratt fyrir sig.“ Minni hali og færri umsóknir Albert segir stofnunina undanfarið hafa náð að vinna sig í gegnum umsóknarhalann auk þess sem umsóknir séu færri á þessu ári en síðustu ár. „Þetta er að sumu leyti það sem er eðlilegt. Fyrir nokkrum árum var boðað hraðar í viðtöl.“
Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Tengdar fréttir „Ég hefði bara sagt af mér á staðnum“ Brynjar Níelsson sagði af sér varaþingmennsku í gær. Hann segir afsögn sína ekki tengjast stöðu Sjálfstæðisflokksins, ríkisstjórnarinnar eða máli Yazans Tamimi með neinum hætti. Hann er þó afar gagnrýninn á hvernig það fór fram. Ráðherrar Vinstri grænna hafi beitt dómsmálaráðherra óeðlilegum þrýstingi og hefði hann verið í stöðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur hefði hann sagt af sér. 20. september 2024 09:06 „Afleitt“ að sjá Yazan gerðan að leiksoppi í deilum ráðherra Formaður Miðflokksins segir miður að Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskur drengur með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, hafi orðið að bitbeini í pólistíkum deilum ráðherra í ríkisstjórninni. Hann telur hagsmuni hans hafa verið hafða að leiðarljósi við meðferð máls hans í stjórnkerfinu og furðar sig á misvísandi fullyrðingum ráðherra um hvort eðlileg stjórnsýsla hafi verið viðhöfð í málinu. 18. september 2024 21:33 „Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, telur allar líkur á því að Yazan Tamimi og fjölskylda hans fái að vera áfram hér á landi. 18. september 2024 19:32 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
„Ég hefði bara sagt af mér á staðnum“ Brynjar Níelsson sagði af sér varaþingmennsku í gær. Hann segir afsögn sína ekki tengjast stöðu Sjálfstæðisflokksins, ríkisstjórnarinnar eða máli Yazans Tamimi með neinum hætti. Hann er þó afar gagnrýninn á hvernig það fór fram. Ráðherrar Vinstri grænna hafi beitt dómsmálaráðherra óeðlilegum þrýstingi og hefði hann verið í stöðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur hefði hann sagt af sér. 20. september 2024 09:06
„Afleitt“ að sjá Yazan gerðan að leiksoppi í deilum ráðherra Formaður Miðflokksins segir miður að Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskur drengur með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, hafi orðið að bitbeini í pólistíkum deilum ráðherra í ríkisstjórninni. Hann telur hagsmuni hans hafa verið hafða að leiðarljósi við meðferð máls hans í stjórnkerfinu og furðar sig á misvísandi fullyrðingum ráðherra um hvort eðlileg stjórnsýsla hafi verið viðhöfð í málinu. 18. september 2024 21:33
„Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, telur allar líkur á því að Yazan Tamimi og fjölskylda hans fái að vera áfram hér á landi. 18. september 2024 19:32