Afhöfðaður sex dögum eftir embættistöku Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2024 21:18 Stuðningsmenn Alejandro Arcos leggja kerti við minnisvarða um borgarstjórann. AP/Alejandrino Gonzalez Alejandreo Arcos, nýkjörinn borgarstjóri Chilpancingo, hafði einungis setið í embætti í sex daga þegar hann var myrtur og höfuðið skorið af honum. Aðrir borgarstjórar í sama héraði hafa biðlað til ríkisstjórnarinnar eftir aukinni öryggisgæslu en sveitarstjórnarpólitík í Mexíkó hefur lengi verið mjög blóðug. Þá hefur glæpastarfsemi einnig verið gífurlegt vandamál í Chilpancingo, sem er höfuðborg Guerrero-héraðs, en í fyrra héldu hundruð þungvopnaðra glæpamanna mótmæli í borginni, rændu brynvörðum bíl og tóku lögregluþjóna í gíslingu, þar til vinum þeirra var sleppt úr haldi lögreglunnar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Reuters segir Arcos hafa farið úr borginni á fund, áður en hann var myrtur. Hann hafi verið einn á ferð og á sunnudaginn hafi svo myndir verið birtar á samfélagsmiðlum sem hafi sýnt höfuð hans á þaki pallbíls. Skömmu áður hafði Arcos sagt í viðtali að hann vildi aukna öryggisgæslu en hann hafði ekki farið fram á hana formlega. Eftir að hann var myrtur hafa að minnsta kosti fjórir aðrir borgarstjórar í Guerrero og í nærliggjandi héraði sem heitir Guanajuato farið fram á aukna öryggisgæslu. Omar Garcia Harfuch, öryggismálaráðherra Mexíkó, segir að borgarstjórarnir geti fengið brynvarða bíla, fleiri lífverði og viðvörunarkerfi frá ríkinu. Ráðherrann vildi ekki segja á blaðamannafundi í dag hvern Arcos hefði hitt á áðurnefndum fundi. Morðið væri til rannsóknar og ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Frá jarðarför Arcos á mánudaginn.AP/Alejandrino Gonzalez Ástandið slæmt víða og blóðugar kosningar Öryggisástandið í Guanajuato þykir sérstaklega slæmt en fyrir kosningar í júní voru fjórir frambjóðendur til borgarstjóra myrtir. Glæpagengi ganga á frambjóðendur, borgarstjóra og embættismenn og kúga þá meðal annars til að greiða verndunargjald, gera opinbera samninga við glæpagengin og til að skipa glæpamenn í embætti innan lögreglunnar. Kosningarnar í sumar þóttu sérstaklega blóðugar víða um Mexíkó. Claudia Sheinbaum, nýkjörinn forseti Mexíkó, ætlar á næstu dögum að kynna áætlun sína til að draga úr ofbeldi í Mexíkó. Glæpamenn í Mexíkó eru margir hverjir mjög vel vopnum búnir. Í mjög einföldu máli sagt hafa glæpagengi þar í landi lengi flutt mikið magn fíkniefna víða um heim og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Frá Bandaríkjunum fá þeir mikið magn peninga fyrir þessi fíkniefni og eru þeir peningar meðal annars notaðir til að kaupa gífurlegt magn skotvopna í Bandaríkjunum og flytja þau til Mexíkó. Yfirvöld í Mexíkó hafa reynt að höfða mál gegn bandarískum skotvopnaframleiðendum til að reyna að sporna gegn þessu flæði vopna suður yfir landamærin en án árangurs. Árið 2021 töldu ráðamenn í Mexíkó að á undangengnum áratug hefðu um 2,5 milljónir skotvopna verið flutt til Mexíkó með ólöglegum hætti. Sjá einnig: Mexíkóar ætla að höfða mál gegn byssuframleiðendum í Bandaríkjunum Vopnum þessum er ekki eingöngu beitt gegn öðrum glæpamönnum heldur einnig lögregluþjónum og hermönnum í Mexíkó. Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Blóðug barátta um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, biðlaði á dögunum til leiðtoga Sinaloa-samtakanna, sem berjast nú um yfirráð yfir glæpasamtökunum alræmdu, og bað þá um að sýna ábyrgð. Umfangsmikil ofbeldisalda hefur leikið Culiacan, höfuðborg Sinaloa-héraðsins, grátt á undanförnum dögum. 17. september 2024 08:02 Skotin nítján sinnum stuttu eftir kosningar Yolanda Sanchez, bæjarstjóri Cotija í Mexíkó, var myrt nokkrum klukkutímum eftir að Claudia Sheinbaum varð fyrsta konan til að vera kjörin forseti þar í landi á sunnudaginn. 4. júní 2024 14:02 Fyrsta konan og gyðingurinn til að verða forseti Mexíkó Claudia Sheinbaum varð í gær fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að vera kjörinn forseti Mexíkó. Tvær konur voru í framboði en Sheinbaum hlaut um 58 prósent atkvæða, nærri 30 prósentum meira en Xóchitl Gálvez. 3. júní 2024 06:43 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Þá hefur glæpastarfsemi einnig verið gífurlegt vandamál í Chilpancingo, sem er höfuðborg Guerrero-héraðs, en í fyrra héldu hundruð þungvopnaðra glæpamanna mótmæli í borginni, rændu brynvörðum bíl og tóku lögregluþjóna í gíslingu, þar til vinum þeirra var sleppt úr haldi lögreglunnar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Reuters segir Arcos hafa farið úr borginni á fund, áður en hann var myrtur. Hann hafi verið einn á ferð og á sunnudaginn hafi svo myndir verið birtar á samfélagsmiðlum sem hafi sýnt höfuð hans á þaki pallbíls. Skömmu áður hafði Arcos sagt í viðtali að hann vildi aukna öryggisgæslu en hann hafði ekki farið fram á hana formlega. Eftir að hann var myrtur hafa að minnsta kosti fjórir aðrir borgarstjórar í Guerrero og í nærliggjandi héraði sem heitir Guanajuato farið fram á aukna öryggisgæslu. Omar Garcia Harfuch, öryggismálaráðherra Mexíkó, segir að borgarstjórarnir geti fengið brynvarða bíla, fleiri lífverði og viðvörunarkerfi frá ríkinu. Ráðherrann vildi ekki segja á blaðamannafundi í dag hvern Arcos hefði hitt á áðurnefndum fundi. Morðið væri til rannsóknar og ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Frá jarðarför Arcos á mánudaginn.AP/Alejandrino Gonzalez Ástandið slæmt víða og blóðugar kosningar Öryggisástandið í Guanajuato þykir sérstaklega slæmt en fyrir kosningar í júní voru fjórir frambjóðendur til borgarstjóra myrtir. Glæpagengi ganga á frambjóðendur, borgarstjóra og embættismenn og kúga þá meðal annars til að greiða verndunargjald, gera opinbera samninga við glæpagengin og til að skipa glæpamenn í embætti innan lögreglunnar. Kosningarnar í sumar þóttu sérstaklega blóðugar víða um Mexíkó. Claudia Sheinbaum, nýkjörinn forseti Mexíkó, ætlar á næstu dögum að kynna áætlun sína til að draga úr ofbeldi í Mexíkó. Glæpamenn í Mexíkó eru margir hverjir mjög vel vopnum búnir. Í mjög einföldu máli sagt hafa glæpagengi þar í landi lengi flutt mikið magn fíkniefna víða um heim og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Frá Bandaríkjunum fá þeir mikið magn peninga fyrir þessi fíkniefni og eru þeir peningar meðal annars notaðir til að kaupa gífurlegt magn skotvopna í Bandaríkjunum og flytja þau til Mexíkó. Yfirvöld í Mexíkó hafa reynt að höfða mál gegn bandarískum skotvopnaframleiðendum til að reyna að sporna gegn þessu flæði vopna suður yfir landamærin en án árangurs. Árið 2021 töldu ráðamenn í Mexíkó að á undangengnum áratug hefðu um 2,5 milljónir skotvopna verið flutt til Mexíkó með ólöglegum hætti. Sjá einnig: Mexíkóar ætla að höfða mál gegn byssuframleiðendum í Bandaríkjunum Vopnum þessum er ekki eingöngu beitt gegn öðrum glæpamönnum heldur einnig lögregluþjónum og hermönnum í Mexíkó.
Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Blóðug barátta um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, biðlaði á dögunum til leiðtoga Sinaloa-samtakanna, sem berjast nú um yfirráð yfir glæpasamtökunum alræmdu, og bað þá um að sýna ábyrgð. Umfangsmikil ofbeldisalda hefur leikið Culiacan, höfuðborg Sinaloa-héraðsins, grátt á undanförnum dögum. 17. september 2024 08:02 Skotin nítján sinnum stuttu eftir kosningar Yolanda Sanchez, bæjarstjóri Cotija í Mexíkó, var myrt nokkrum klukkutímum eftir að Claudia Sheinbaum varð fyrsta konan til að vera kjörin forseti þar í landi á sunnudaginn. 4. júní 2024 14:02 Fyrsta konan og gyðingurinn til að verða forseti Mexíkó Claudia Sheinbaum varð í gær fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að vera kjörinn forseti Mexíkó. Tvær konur voru í framboði en Sheinbaum hlaut um 58 prósent atkvæða, nærri 30 prósentum meira en Xóchitl Gálvez. 3. júní 2024 06:43 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Blóðug barátta um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, biðlaði á dögunum til leiðtoga Sinaloa-samtakanna, sem berjast nú um yfirráð yfir glæpasamtökunum alræmdu, og bað þá um að sýna ábyrgð. Umfangsmikil ofbeldisalda hefur leikið Culiacan, höfuðborg Sinaloa-héraðsins, grátt á undanförnum dögum. 17. september 2024 08:02
Skotin nítján sinnum stuttu eftir kosningar Yolanda Sanchez, bæjarstjóri Cotija í Mexíkó, var myrt nokkrum klukkutímum eftir að Claudia Sheinbaum varð fyrsta konan til að vera kjörin forseti þar í landi á sunnudaginn. 4. júní 2024 14:02
Fyrsta konan og gyðingurinn til að verða forseti Mexíkó Claudia Sheinbaum varð í gær fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að vera kjörinn forseti Mexíkó. Tvær konur voru í framboði en Sheinbaum hlaut um 58 prósent atkvæða, nærri 30 prósentum meira en Xóchitl Gálvez. 3. júní 2024 06:43