„Sóknin alls ekki klár hjá okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. október 2024 22:50 Þorleifur Ólafsson er þjálfari Grindavíkur Vísir/Pawel Cieslikiewicz Grindavík vann torsóttan 67-61 sigur á Val í kvöld í Bónus-deild kvenna en leikurinn var jafn og spennandi allt fram á síðustu mínútu. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók undir orð blaðamanns að það hafi verið sannkallaður haustbragur yfir leik kvöldsins. „Klárlega. Sóknin alls ekki klár hjá okkur. Maður er eitthvað að reyna öskra á þær varnarlega en áttar sig kannski ekki á því fyrr en eftir leikinn að við höldum þeim í 61 stigi, það er bara góð vörn. Svo eru það sóknarfráköstin, ég var ekki ánægður með þau í fyrri hálfleik. Þær tóku bara fjögur í seinni hálfleik [ellefu í fyrri. Innsk. blm.] sem er bara mjög gott á móti Val. Þær eru mjög góðar í sóknarfráköstum. Þetta var erfið fæðing en ég er virkilega sáttur með niðurstöðuna og leikinn heilt á litið.“ Alexis Morris lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld og fór á kostum sóknarlega og ljóst að þarna hæfaleikaríkur leikmaður á ferð. „Hún er það og við vissum það alveg. Hún er náttúrulega búin að vera á stóra sviðinu og góð í körfubolta. En svo bara þetta gamla góða. Þær þurfa að aðlagast henni og hún þeim. Hún er nýkomin og ekki búin að vera á mörgum æfingum en við fyrstu sýn, bara virkilega góð og mun klárlega hjálpa okkur í vetur.“ Þrátt fyrir gott framlag frá Morris og öðrum bakvörðum liðsins er ljóst að Grindavík á töluvert inni frá stóru leikmönnum sínum, en þær Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sofie Tryggedsson skoruðu samanlagt fimm stig. „Engin spurning, sóknarlega. Við þurfum að finna þetta jafnvægi, þetta gamla góða„inside-outside“, og reyna að koma þessum stelpum kannski í stöður þar sem þeim líður vel. Við erum bara að vinna í því og þetta mun bara verða betra.“ Þrátt fyrir að áferðin hafi ekki verið falleg á sigri kvöldsins er Þorleifur bjartsýnn á framhaldið. „Ég er bara virkilega ánægður með liðið mitt í heild sinni. Þessar stelpur sem komu inn og hvernig þetta lítur út. Það er jákvæður og öðruvísi bragur á þessu heldur en í fyrra. Ég er bara rosalega bjartsýnn fyrir framhaldið. Þær kunna körfubolta og eru skemmtilegar stelpur. Þetta lítur bara vel út hjá okkur.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók undir orð blaðamanns að það hafi verið sannkallaður haustbragur yfir leik kvöldsins. „Klárlega. Sóknin alls ekki klár hjá okkur. Maður er eitthvað að reyna öskra á þær varnarlega en áttar sig kannski ekki á því fyrr en eftir leikinn að við höldum þeim í 61 stigi, það er bara góð vörn. Svo eru það sóknarfráköstin, ég var ekki ánægður með þau í fyrri hálfleik. Þær tóku bara fjögur í seinni hálfleik [ellefu í fyrri. Innsk. blm.] sem er bara mjög gott á móti Val. Þær eru mjög góðar í sóknarfráköstum. Þetta var erfið fæðing en ég er virkilega sáttur með niðurstöðuna og leikinn heilt á litið.“ Alexis Morris lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld og fór á kostum sóknarlega og ljóst að þarna hæfaleikaríkur leikmaður á ferð. „Hún er það og við vissum það alveg. Hún er náttúrulega búin að vera á stóra sviðinu og góð í körfubolta. En svo bara þetta gamla góða. Þær þurfa að aðlagast henni og hún þeim. Hún er nýkomin og ekki búin að vera á mörgum æfingum en við fyrstu sýn, bara virkilega góð og mun klárlega hjálpa okkur í vetur.“ Þrátt fyrir gott framlag frá Morris og öðrum bakvörðum liðsins er ljóst að Grindavík á töluvert inni frá stóru leikmönnum sínum, en þær Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sofie Tryggedsson skoruðu samanlagt fimm stig. „Engin spurning, sóknarlega. Við þurfum að finna þetta jafnvægi, þetta gamla góða„inside-outside“, og reyna að koma þessum stelpum kannski í stöður þar sem þeim líður vel. Við erum bara að vinna í því og þetta mun bara verða betra.“ Þrátt fyrir að áferðin hafi ekki verið falleg á sigri kvöldsins er Þorleifur bjartsýnn á framhaldið. „Ég er bara virkilega ánægður með liðið mitt í heild sinni. Þessar stelpur sem komu inn og hvernig þetta lítur út. Það er jákvæður og öðruvísi bragur á þessu heldur en í fyrra. Ég er bara rosalega bjartsýnn fyrir framhaldið. Þær kunna körfubolta og eru skemmtilegar stelpur. Þetta lítur bara vel út hjá okkur.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Sjá meira