Þetta segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.
Hann segir rannsókn málsins í fullum gangi og ekkert verði hægt að gefa upp um hana fyrr en að henni lokinni, sem gæti verið langt í. Meðfram rannsókn lögreglu fer rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa fram.
Hvíta Teslan fundin
Þá segir Ásmundur Rúnar að lögregla hafi náð tali af ökumönnum hvítrar Teslu og sendibifreiðar, sem hún lýsti eftir nokkrum dögum eftir slysið.
Ásmundur Rúnar hvetur alla þá sem gætu búið yfir upplýsingum um slysið að hafa samband við lögreglu. Það er hægt að gera í síma 444-1000 en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is.