„Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. október 2024 13:56 Úr verkinu Mánasteinn í uppsetningu tékkneska leikhússins. Studio Hrdinu Þjóðleikhússtjóri Slóvakíu hefur hætt við sýningu á leikverkinu Mánasteinn sem byggt er á samnefndri bók rithöfundarins Sjón. Til stóð að sýna verkið þann 21. október næstkomandi í tilefni af alþjóðlegu hinsegin menningarhátíðinni Drama Queer festival. Stjórnandinn segir ákvörðunin alþjóðlegan skandal og fela í sér mikla móðgun gagnvart Íslandi. Í umfjöllun slóvakska miðilsins Spectator kemur fram að nýskipaður þjóðleikhússtjóri Zuzana Ťapáková hafi neitað að skrifa undir samstarfssamning við tékkneska leikhúsið Studio Hrdinu á ögurstundu. Stjórnandi hátíðarinnar segir þá ekkert annað í stöðunni en að hætta við sýninguna. Fram kemur að Zuzana hafi borið það fyrir sig að of seint væri að skrifa undir samninginn. Leikhúsið skipuleggi viðburði hálfu ári, ári jafnvel tveimur árum fyrir fram. Spectator hefur eftir öðrum stjórnanda innan leikhússins að það hafi þvert á móti verið nægur tími til stefnu, meira en fjórar vikur fyrir uppsetningu leikrits væri meira en nægur tími. Bókin eftir Sjón heitir Mánasteinn - drengurinn sem aldrei var til. Hún kom út árið 2013 og gerist árið 1918. Aðalpersóna bókarinnar er samkynhneigði drengurinn Máni Steinn sem býr í Reykjavík þegar spænska veikin nemur land. Segir ákvörðunina byggða á fordómum Þess er getið í umfjölluninni að þjóðleikhússtjórinn hafi verið skipaður í starfið í lok ágúst síðastliðnum af umdeildum menntamálaráðherra Martina Šimkovičová. Ráðherrann hafi látið hafa eftir sér niðrandi ummæli um hinsegin fólk. „Ég persónulega lít á þetta sem ritskoðun, þetta virðast vera fordómar og það sem verra er að þetta er alþjóðlegur skandall,“ segir stjórnandi hátíðarinnar Róbert Pakan. „Þetta er móðgun gegn Íslandi, enda er verkið byggt á texta íslenska skáldsins og rithöfundarins Sjón sem hefur samið fyrir listafólk eins og Björk.“ Miðillinn hefur eftir Jan Horák stjórnanda tékkneska leikhússins að það væri alveg ljóst að samkynhneigð hafi orðið til þess að verkið verði ekki sýnt á hátíðinni. Hann segir að sér finnist það skjóta skökku við, raunar vera galið. Menning Slóvakía Hinsegin Leikhús Íslendingar erlendis Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í umfjöllun slóvakska miðilsins Spectator kemur fram að nýskipaður þjóðleikhússtjóri Zuzana Ťapáková hafi neitað að skrifa undir samstarfssamning við tékkneska leikhúsið Studio Hrdinu á ögurstundu. Stjórnandi hátíðarinnar segir þá ekkert annað í stöðunni en að hætta við sýninguna. Fram kemur að Zuzana hafi borið það fyrir sig að of seint væri að skrifa undir samninginn. Leikhúsið skipuleggi viðburði hálfu ári, ári jafnvel tveimur árum fyrir fram. Spectator hefur eftir öðrum stjórnanda innan leikhússins að það hafi þvert á móti verið nægur tími til stefnu, meira en fjórar vikur fyrir uppsetningu leikrits væri meira en nægur tími. Bókin eftir Sjón heitir Mánasteinn - drengurinn sem aldrei var til. Hún kom út árið 2013 og gerist árið 1918. Aðalpersóna bókarinnar er samkynhneigði drengurinn Máni Steinn sem býr í Reykjavík þegar spænska veikin nemur land. Segir ákvörðunina byggða á fordómum Þess er getið í umfjölluninni að þjóðleikhússtjórinn hafi verið skipaður í starfið í lok ágúst síðastliðnum af umdeildum menntamálaráðherra Martina Šimkovičová. Ráðherrann hafi látið hafa eftir sér niðrandi ummæli um hinsegin fólk. „Ég persónulega lít á þetta sem ritskoðun, þetta virðast vera fordómar og það sem verra er að þetta er alþjóðlegur skandall,“ segir stjórnandi hátíðarinnar Róbert Pakan. „Þetta er móðgun gegn Íslandi, enda er verkið byggt á texta íslenska skáldsins og rithöfundarins Sjón sem hefur samið fyrir listafólk eins og Björk.“ Miðillinn hefur eftir Jan Horák stjórnanda tékkneska leikhússins að það væri alveg ljóst að samkynhneigð hafi orðið til þess að verkið verði ekki sýnt á hátíðinni. Hann segir að sér finnist það skjóta skökku við, raunar vera galið.
Menning Slóvakía Hinsegin Leikhús Íslendingar erlendis Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira