Arnór Ingvi skoðar sín mál í janúar Aron Guðmundsson skrifar 9. október 2024 17:01 Arnór Ingvi er kominn til móts við íslenska landsliðið eftir krefjandi vikur með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni Vísir/Sigurjón Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Arnór Ingvi Traustason, segir liðið hafa fundið ákveðnar leiðir í gegnum næsta mótherja sinn í Þjóðadeild UEFA sem það mun reyna nýta sér til sigurs. Arnór hefur verið að ganga í gegnum krefjandi tíma með félagsliði í Svíþjóð og segir landsliðsverkefnið koma á fullkomnum tímapunkti. Íslenska landsliðið tekur á móti Wales á Laugardalsvelli á föstudaginn kemur í Þjóðadeild UEFA. Aðeins eitt stig skilur á milli liðanna í riðlinum í B-deildinni. Wales er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki sína í 2.sæti og Ísland einu stigi minna í því þriðja. Hvað gerist ef Ísland endar í: 1. sæti: Ísland upp í A-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Miði inn í HM-umspilið í mars 2026 nánast tryggður, gerist þess þörf. 2. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 3. sæti riðils í A-deild, um sæti í A-deild. 3. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 2. sæti riðils í C-deild, um sæti í B-deild. 4. sæti: Ísland fellur í C-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Leikurinn gegn Wales er sá fyrri í tveggja heimaleikja hrinu Íslands en liðið tekur á svo á móti Tyrklandi á mánudaginn næstkomandi. Stefnan er ávallt sett á sigur í heimaleikjunum. „Við áttum góðan heimaleik síðast. Vel útfærðan heimaleik á móti Svartfjallalandi og mér finnst við ávallt sterkir hérna heimam,“ segir Arnór við Vísi. „Ef við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli þá þurfum við að vinna þessa heimaleiki okkar. Halda því áfram.“ Um andstæðing föstudagsins hafði hann þetta að segja: „Wales er með frábært lið. Frábæra leikmenn sem eru að spila í góðum félagsliðum. Við erum líka með frábæra leikmenn í góðum liðum. Við höfum farið vel yfir þá í vikunni. Teljum okkur hafa fundið ákveðnar leiðir til þess að geta nýtt okkur. Ég hugsa að þetta sér leikur sem muni ráðast á því hvort liðið nær að nýta sér veikleika andstæðingsins betur. Við ætlum okkur að vera fyrri til.“ Búist er við fjölmennri stuðningssveit hjá Wales. Um eitt þúsund stuðningsmönnum og hlakkar Arnóri til að heyra íslensku stuðningsmennina yfirgnæfa þá. „Ég las einmitt þessa frétt varðandi stuðningsmenn Wales. Það er bara frábært að mínu mati að þeir ætli að fjölmenna hingað til lands. Það verður líka frábært að heyra okkar fólk yfirgnæfa þá. Það að fá ríkulega stuðning hjálpar okkur gríðarlega inn á vellinum.“ Arnór er sem fyrr leikmaður Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og hefur verið leikmaður þar í landi stóran hluta af sínum ferli. Úrslitin hafa ekki verið að falla með Norrköping upp á síðkastið. Liðið er án sigurs í síðustu átta leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni og situr um þessar mundir í tólfta sæti. Aðeins fjórum stigum frá fallsæti og aðeins þremur stigum frá umspilssæti. Arnór segir það mjög gott að geta kúplað sig frá félagsliðaboltanum á þessum tímapunkti og einbeitt sér að íslenska landsliðinu. „Þetta landsliðsverkefni kom á frábærum tímapunkti. Það hefur verið smá basl á okkur upp á síðkastið en alltaf gott að koma til móts við landsliðið og hitta strákana. Ná að kúpla sig aðeins frá því sem hefur verið í gangi hjá félagsliðinu. Komast aðeins í nýtt umhverfi.“ Samningur Arnórs Ingva við Norrköping rennur út í desember árið 2026. Er hann eitthvað farinn að hugsa sér til hreyfings? „Ég sé til hvað kemur upp í janúar,“ var stutt og hnitmiðað svar Arnórs. Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudaginn kemur verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Wales Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
Íslenska landsliðið tekur á móti Wales á Laugardalsvelli á föstudaginn kemur í Þjóðadeild UEFA. Aðeins eitt stig skilur á milli liðanna í riðlinum í B-deildinni. Wales er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki sína í 2.sæti og Ísland einu stigi minna í því þriðja. Hvað gerist ef Ísland endar í: 1. sæti: Ísland upp í A-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Miði inn í HM-umspilið í mars 2026 nánast tryggður, gerist þess þörf. 2. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 3. sæti riðils í A-deild, um sæti í A-deild. 3. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 2. sæti riðils í C-deild, um sæti í B-deild. 4. sæti: Ísland fellur í C-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Leikurinn gegn Wales er sá fyrri í tveggja heimaleikja hrinu Íslands en liðið tekur á svo á móti Tyrklandi á mánudaginn næstkomandi. Stefnan er ávallt sett á sigur í heimaleikjunum. „Við áttum góðan heimaleik síðast. Vel útfærðan heimaleik á móti Svartfjallalandi og mér finnst við ávallt sterkir hérna heimam,“ segir Arnór við Vísi. „Ef við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli þá þurfum við að vinna þessa heimaleiki okkar. Halda því áfram.“ Um andstæðing föstudagsins hafði hann þetta að segja: „Wales er með frábært lið. Frábæra leikmenn sem eru að spila í góðum félagsliðum. Við erum líka með frábæra leikmenn í góðum liðum. Við höfum farið vel yfir þá í vikunni. Teljum okkur hafa fundið ákveðnar leiðir til þess að geta nýtt okkur. Ég hugsa að þetta sér leikur sem muni ráðast á því hvort liðið nær að nýta sér veikleika andstæðingsins betur. Við ætlum okkur að vera fyrri til.“ Búist er við fjölmennri stuðningssveit hjá Wales. Um eitt þúsund stuðningsmönnum og hlakkar Arnóri til að heyra íslensku stuðningsmennina yfirgnæfa þá. „Ég las einmitt þessa frétt varðandi stuðningsmenn Wales. Það er bara frábært að mínu mati að þeir ætli að fjölmenna hingað til lands. Það verður líka frábært að heyra okkar fólk yfirgnæfa þá. Það að fá ríkulega stuðning hjálpar okkur gríðarlega inn á vellinum.“ Arnór er sem fyrr leikmaður Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og hefur verið leikmaður þar í landi stóran hluta af sínum ferli. Úrslitin hafa ekki verið að falla með Norrköping upp á síðkastið. Liðið er án sigurs í síðustu átta leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni og situr um þessar mundir í tólfta sæti. Aðeins fjórum stigum frá fallsæti og aðeins þremur stigum frá umspilssæti. Arnór segir það mjög gott að geta kúplað sig frá félagsliðaboltanum á þessum tímapunkti og einbeitt sér að íslenska landsliðinu. „Þetta landsliðsverkefni kom á frábærum tímapunkti. Það hefur verið smá basl á okkur upp á síðkastið en alltaf gott að koma til móts við landsliðið og hitta strákana. Ná að kúpla sig aðeins frá því sem hefur verið í gangi hjá félagsliðinu. Komast aðeins í nýtt umhverfi.“ Samningur Arnórs Ingva við Norrköping rennur út í desember árið 2026. Er hann eitthvað farinn að hugsa sér til hreyfings? „Ég sé til hvað kemur upp í janúar,“ var stutt og hnitmiðað svar Arnórs. Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudaginn kemur verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport.
Hvað gerist ef Ísland endar í: 1. sæti: Ísland upp í A-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Miði inn í HM-umspilið í mars 2026 nánast tryggður, gerist þess þörf. 2. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 3. sæti riðils í A-deild, um sæti í A-deild. 3. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 2. sæti riðils í C-deild, um sæti í B-deild. 4. sæti: Ísland fellur í C-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Wales Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira