Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun. Við skoðun á hverjir mæta í skimun kom í ljós að konur af erlendum uppruna mæta síður og konur á landsbyggðinni mættu sjaldnar en konur á höfuðborgarsvæðinu.
Alma Möller landlæknir sagði á fundinum að fimmtíu konur á landinu láti lífið úr brjóstakrabbameini á hverju ári. Það að greina krabbameinið fyrr auki lífslíkur og skili sér í einfaldari meðferð fyrir þær konur sem greinast með það.