„Ekki vera með ef þið eruð á móti þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2024 17:12 Álagið er mikið á bestu fótboltamenn heims en þessi var frekar þreytulegur í leik Belenenses SAD og Nacional Da Madeira. Getty/João Rico Forseti franska stórliðsins Paris Saint-Germain hefur komið til varnar nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu sem fer fram næsta sumar. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur stækkað keppnina upp í 32 liða mót og hún er orðin jafnstór og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. Þetta er enn eitt dæmið um að það sé verið að auka álagið á bestu leikmönnum heims og margir hafa gagnrýnt tilkomu þessarar keppni. Nasser Al-Khelaïfi, forseti PSG, er aftur á móti ekki í þeim hópi. Mótið mun taka fjórar vikur og það þýðir að tímabilið hjá félögum eins og Manchester City og Real Madrid mun því taka ellefu mánuði. Al Khelaïfi heldur því fram að félög séu spennt fyrir þessari nýju keppni. „Ef leikmenn eða félög eru að kvarta yfir þessu þá er lausnin skýr. Ekki vera með ef þið eruð á móti þessu,“ sagði Al-Khelaïfi. ESPN segir frá. „Áður fyrr voru þau að kvarta yfir því að aðeins tvö félög fengu að vera með eða af því að það voru bara tvö félög frá hverju landi. Nú eru það leikmennirnir sem kvarta,“ sagði Al-Khelaïfi á blaðamannafundi samtaka evrópska knattspyrnufélaga, ECA, sem fer fram þessa dagana í Aþenu í Grikklandi. „Auðvitað þurfum við að virða og verja okkar leikmenn. Félögin eru þó ekki aðeins í þessu til að græða peninga. Við erum að reyna að ná til baka einhverju því sem fer í kostnað. Laun leikmanna hækka og hækka en keppnirnar eru óbreyttar og innkoman sú sama,“ sagði Al-Khelaïfi. „Keppnisdagatalið er alltaf til umræðu og hefur alltaf verið það. Ég tel að allir þurfi að koma saman og fara yfir þessi mál. Komast að því hvað sé best fyrir alla. Öll félögin vilja samt taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða,“ sagði Al-Khelaïfi. FIFA Mest lesið Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur stækkað keppnina upp í 32 liða mót og hún er orðin jafnstór og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. Þetta er enn eitt dæmið um að það sé verið að auka álagið á bestu leikmönnum heims og margir hafa gagnrýnt tilkomu þessarar keppni. Nasser Al-Khelaïfi, forseti PSG, er aftur á móti ekki í þeim hópi. Mótið mun taka fjórar vikur og það þýðir að tímabilið hjá félögum eins og Manchester City og Real Madrid mun því taka ellefu mánuði. Al Khelaïfi heldur því fram að félög séu spennt fyrir þessari nýju keppni. „Ef leikmenn eða félög eru að kvarta yfir þessu þá er lausnin skýr. Ekki vera með ef þið eruð á móti þessu,“ sagði Al-Khelaïfi. ESPN segir frá. „Áður fyrr voru þau að kvarta yfir því að aðeins tvö félög fengu að vera með eða af því að það voru bara tvö félög frá hverju landi. Nú eru það leikmennirnir sem kvarta,“ sagði Al-Khelaïfi á blaðamannafundi samtaka evrópska knattspyrnufélaga, ECA, sem fer fram þessa dagana í Aþenu í Grikklandi. „Auðvitað þurfum við að virða og verja okkar leikmenn. Félögin eru þó ekki aðeins í þessu til að græða peninga. Við erum að reyna að ná til baka einhverju því sem fer í kostnað. Laun leikmanna hækka og hækka en keppnirnar eru óbreyttar og innkoman sú sama,“ sagði Al-Khelaïfi. „Keppnisdagatalið er alltaf til umræðu og hefur alltaf verið það. Ég tel að allir þurfi að koma saman og fara yfir þessi mál. Komast að því hvað sé best fyrir alla. Öll félögin vilja samt taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða,“ sagði Al-Khelaïfi.
FIFA Mest lesið Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sjá meira