Salah farinn heim til Liverpool: Ofbeldisfullir andstæðingar og hættulegur völlur Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2024 11:30 Salah fær góða hvíld fyrir komandi leikjatörn hjá Liverpool. Vísir/Getty Mohamed Salah hefur yfirgefið landsliðshóp Egyptalands og er farinn aftur heim til Liverpool. Egypski stjörnuleikmaðurinn var ekki spenntur fyrir seinni leik Egypta gegn Máritaníu. Mo Salah lék allan leik Egyptalands og Máritaníu í gær og skoraði síðara mark egypska liðsins í 2-0 sigri. Leikurinn fór fram á heimavelli Egypta en liðin mætast á nýjan leik á heimavelli Máritaníu á þriðjudaginn. Þar verður Salah hins vegar ekki með. Hann er floginn aftur til Liverpool en ákvörðunin var tekin í samráði við forráðamenn egypska knattspyrnusambandsins. Í yfirlýsingu egypska knattspyrnusambandsins sagði að Salah hefði átt fund með teymi landsliðsins og þjálfaranum Hossam Hassan. „Þar var ákveðið að gefa leikmanninum hvíld í næsta leik.“ Brotthvarf Salah úr landsliðshópnum kemur í kjölfarið á áhyggjum Egypta af grófum leikstíl Marítaníumanna og heimavelli liðsins. Eftir fyrri leik þjóðanna í gær sagði þjálfarinn að mögulega yrði Salah ekki með í seinni leiknum auk þess sem hann sagði mótherjana vera „ofbeldisfulla“. Leikurinn mun fara fram á Cheikha Ould Boidiya leikvanginum í Nouakchott en á honum er gervigras. „Ef einhver af mínum leikmönnum biður um að þurfa ekki að spila á gervigrasi, þá mun ég samþykkja það,“ sagði Hassan og ljóst að Egyptar eru ekki hrifnir af gervigrasvöllum. „Máritaníumenn spila grófan leik og með ofbeldisfullum tæklingum og völlurinn þeirra er ekki góður.“ Eftir sigurinn í gær sagði Salah að liðið hefði virkilega þurft að hafa fyrir sigrinum. Hann sagði að liðið þyrfti að spila hraðari og sókndjarfari fótbolta og að leikurinn gegn Máritaníu hefði verið erfiður. Forráðamenn Liverpool taka eflaust fagnandi á móti Salah sem fær nú lengri hvíld en áætlað var fyrir mikla leikjatörn sem framundan er hjá félaginu. Fyrirliðinn Virgil Van Dijk er líka mættur aftur í Bítlaborgina en hann fékk rautt spjald í leik Hollendinga og Ungverja í gær og verður í banni gegn Þjóðverjum á mánudag. Egyptaland Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Sjá meira
Mo Salah lék allan leik Egyptalands og Máritaníu í gær og skoraði síðara mark egypska liðsins í 2-0 sigri. Leikurinn fór fram á heimavelli Egypta en liðin mætast á nýjan leik á heimavelli Máritaníu á þriðjudaginn. Þar verður Salah hins vegar ekki með. Hann er floginn aftur til Liverpool en ákvörðunin var tekin í samráði við forráðamenn egypska knattspyrnusambandsins. Í yfirlýsingu egypska knattspyrnusambandsins sagði að Salah hefði átt fund með teymi landsliðsins og þjálfaranum Hossam Hassan. „Þar var ákveðið að gefa leikmanninum hvíld í næsta leik.“ Brotthvarf Salah úr landsliðshópnum kemur í kjölfarið á áhyggjum Egypta af grófum leikstíl Marítaníumanna og heimavelli liðsins. Eftir fyrri leik þjóðanna í gær sagði þjálfarinn að mögulega yrði Salah ekki með í seinni leiknum auk þess sem hann sagði mótherjana vera „ofbeldisfulla“. Leikurinn mun fara fram á Cheikha Ould Boidiya leikvanginum í Nouakchott en á honum er gervigras. „Ef einhver af mínum leikmönnum biður um að þurfa ekki að spila á gervigrasi, þá mun ég samþykkja það,“ sagði Hassan og ljóst að Egyptar eru ekki hrifnir af gervigrasvöllum. „Máritaníumenn spila grófan leik og með ofbeldisfullum tæklingum og völlurinn þeirra er ekki góður.“ Eftir sigurinn í gær sagði Salah að liðið hefði virkilega þurft að hafa fyrir sigrinum. Hann sagði að liðið þyrfti að spila hraðari og sókndjarfari fótbolta og að leikurinn gegn Máritaníu hefði verið erfiður. Forráðamenn Liverpool taka eflaust fagnandi á móti Salah sem fær nú lengri hvíld en áætlað var fyrir mikla leikjatörn sem framundan er hjá félaginu. Fyrirliðinn Virgil Van Dijk er líka mættur aftur í Bítlaborgina en hann fékk rautt spjald í leik Hollendinga og Ungverja í gær og verður í banni gegn Þjóðverjum á mánudag.
Egyptaland Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Sjá meira