Alexandra greinir frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram. Um er að ræða annað barn þeirra saman en fyrir eiga þau Þórarinn Ómar sem er tveggja ára.
Parið sló tvær flugu í einu höggi um helgina og hélt tvöfalda veislu, skírn dótturinnar og afmæli sonarins. Stúlkan kom í heiminn 31. ágúst síðastliðinn. Ingó og Alexandra opinberuðu samband sitt í júní 2021.