„Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. október 2024 07:04 Ágúst Þór Brynjarsson er að senda frá sér sitt fyrsta sóló lag, Með þig á heilanum. Aðsend „Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig að fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. Ágúst er 25 ára gamall og býr á Akureyri. Hann hefur átt ævintýralegt sumar með Stuðlabandinu og er nú að gefa út splunkunýtt lag. „Síðustu mánuðir hafa verið ótrúlega skemmtilegir þar sem ég hætti í vinnunni minni til að geta elt drauminn þegar ég fékk boð um að taka að mér að vera söngvari Stuðlabandsins. Í sumar söng ég á öllum stærstu útihátíðum landsins, Lopapeysunni, Kótilettunni og á Þjóðhátíð, bæði með Stuðlabandsmönnum og líka minni upprunalegu hljómsveit Færibandinu frá Akureyri.“ Ágúst og Diljá á Kótelettunni.Aðsend Næsta föstudag gefur Ágúst út sitt fyrsta lag Með þig á heilanum en lagið er samið af Fannari Frey Magnússyni. Hér má heyra lagið: Klippa: Ágúst - Með þig á heilanum „Að gefa út mína eigin tónlist hefur alltaf verið markmiðið. Mér líður eins og akkúrat núna sé fullkominn tími fyrir þann part af mínum tónlistarferli, eftir að hafa verið í ball bransanum síðustu þrjú árin.“ Ágúst í gír uppi á sviði.Aðsend Tónlistin fór á fullt hjá Ágústi þegar hann var 21 árs og ákvað að hætta í fótbolta til þess að sinna tónlistardrauminum. Hann ákvað svo að hætta í átta til fjögur starfi sínu og leggja allt í tónlistina. „Ég hef verið farsæll á Norðurlandinu síðan ég byrjaði en núna er kominn tími til að mæta í höfuðborgina og fara alla leið. Ég hef verið ótrúlega heppinn að fá það tækifæri að koma inn í Stuðlabandið á meðan Magnús Kjartan söngvari bandsins glímir við sín veikindi og hefur það verið frábær stökkpallur fyrir mig. Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig af fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því að hringja eða senda póst, versta sem gerist er að ég enda á sama stað og ég var á fyrir símtalið.“ Stuðlabandið geislaði á Kótelettunni.Aðsend Lagið er fyrsta lag af væntanlegri plötu og er Ágúst fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Tónlist Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Ágúst er 25 ára gamall og býr á Akureyri. Hann hefur átt ævintýralegt sumar með Stuðlabandinu og er nú að gefa út splunkunýtt lag. „Síðustu mánuðir hafa verið ótrúlega skemmtilegir þar sem ég hætti í vinnunni minni til að geta elt drauminn þegar ég fékk boð um að taka að mér að vera söngvari Stuðlabandsins. Í sumar söng ég á öllum stærstu útihátíðum landsins, Lopapeysunni, Kótilettunni og á Þjóðhátíð, bæði með Stuðlabandsmönnum og líka minni upprunalegu hljómsveit Færibandinu frá Akureyri.“ Ágúst og Diljá á Kótelettunni.Aðsend Næsta föstudag gefur Ágúst út sitt fyrsta lag Með þig á heilanum en lagið er samið af Fannari Frey Magnússyni. Hér má heyra lagið: Klippa: Ágúst - Með þig á heilanum „Að gefa út mína eigin tónlist hefur alltaf verið markmiðið. Mér líður eins og akkúrat núna sé fullkominn tími fyrir þann part af mínum tónlistarferli, eftir að hafa verið í ball bransanum síðustu þrjú árin.“ Ágúst í gír uppi á sviði.Aðsend Tónlistin fór á fullt hjá Ágústi þegar hann var 21 árs og ákvað að hætta í fótbolta til þess að sinna tónlistardrauminum. Hann ákvað svo að hætta í átta til fjögur starfi sínu og leggja allt í tónlistina. „Ég hef verið farsæll á Norðurlandinu síðan ég byrjaði en núna er kominn tími til að mæta í höfuðborgina og fara alla leið. Ég hef verið ótrúlega heppinn að fá það tækifæri að koma inn í Stuðlabandið á meðan Magnús Kjartan söngvari bandsins glímir við sín veikindi og hefur það verið frábær stökkpallur fyrir mig. Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig af fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því að hringja eða senda póst, versta sem gerist er að ég enda á sama stað og ég var á fyrir símtalið.“ Stuðlabandið geislaði á Kótelettunni.Aðsend Lagið er fyrsta lag af væntanlegri plötu og er Ágúst fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum.
Tónlist Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira