Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Jón Þór Stefánsson og Heimir Már Pétursson skrifa 14. október 2024 19:25 Svandís Svavarsdóttir vill að Bjarni Benediktsson segi af sér sem forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Þetta sagði Svandís við fjölmiðla áður en hún gekk á fund Höllu Tómasdóttur forseta í kvöld. „Ég er sammála því að það sé rétt að Bjarni Benediktsson biðjist lausnar. Hann hefur auðvitað gert grein fyrir því að hann geti ekki meir og að hans erindi sé lokið,“ sagði Svandís sem ítrekaði að henni þætti það mikilvægast að svo stöddu að Bjarni myndi biðjast lausnar. „Ég tel að það liggi alveg í hlutarins eðli að forsætisráðherra sem hefur gefist upp á verkefninu, treystir sér ekki til að ljúka því, eigi að biðjast lausnar.“ Svandís segist hafa tekið eftir því að formenn annarra flokka eru að velta því fyrir sér að það kunni að vera margar leiðir fyrir mögulega starfsstjórn. Kæmi það til greina að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra í starfsstjórn ykkar tveggja? „Mér finnst það alveg koma til greina. Mér finnst að við eigum ekki að taka slíka möguleika af borðinu. Ég held að það gæti farið vel á því. Það skiptir auðvitað máli þegar við förum í þau verkefni sem fram undan eru að þau byggi á einhverjum vinnufrið og trausti,“ segir Svandís, sem bætti við að hún sæi Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra. „Þegar forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, í raun og veru slítur stjórnarsamstarfinu, og þar með samstarfi við Framsókn og okkur í VG, þá er það þannig að hann er ekki með öll spil á hendi eftir það. Það hlýtur að hafa áhrif á framvinduna.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Þetta sagði Svandís við fjölmiðla áður en hún gekk á fund Höllu Tómasdóttur forseta í kvöld. „Ég er sammála því að það sé rétt að Bjarni Benediktsson biðjist lausnar. Hann hefur auðvitað gert grein fyrir því að hann geti ekki meir og að hans erindi sé lokið,“ sagði Svandís sem ítrekaði að henni þætti það mikilvægast að svo stöddu að Bjarni myndi biðjast lausnar. „Ég tel að það liggi alveg í hlutarins eðli að forsætisráðherra sem hefur gefist upp á verkefninu, treystir sér ekki til að ljúka því, eigi að biðjast lausnar.“ Svandís segist hafa tekið eftir því að formenn annarra flokka eru að velta því fyrir sér að það kunni að vera margar leiðir fyrir mögulega starfsstjórn. Kæmi það til greina að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra í starfsstjórn ykkar tveggja? „Mér finnst það alveg koma til greina. Mér finnst að við eigum ekki að taka slíka möguleika af borðinu. Ég held að það gæti farið vel á því. Það skiptir auðvitað máli þegar við förum í þau verkefni sem fram undan eru að þau byggi á einhverjum vinnufrið og trausti,“ segir Svandís, sem bætti við að hún sæi Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra. „Þegar forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, í raun og veru slítur stjórnarsamstarfinu, og þar með samstarfi við Framsókn og okkur í VG, þá er það þannig að hann er ekki með öll spil á hendi eftir það. Það hlýtur að hafa áhrif á framvinduna.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira