Starfsstjórn með nýjum forsætisráðherra „bara einhver furðukenning“ Jón Þór Stefánsson skrifar 14. október 2024 21:06 Bjarni Benediktsson mætti á fund forseta á Bessastöðum í morgun. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist ætla að biðjast lausnar úr embætti, en segir það hafa legið fyrir frá því að hann tilkynnti um að hann óski eftir þingrofi á sunnudag. Honum finnist eðlilegast að mynda starfsstjórn með stuttan forgangslista sem geti komið mikilvægum málum, líkt og fjárlögum, í gegn sem fyrst. Þetta kom fram í Kastljósi á Rúv í kvöld. Þar fjallaði Bjarni einnig um hugtakið „starfsstjórn“ sem honum hefur þótt vera mistúlkað að einhverju leiti í umræðunni undanfarna daga. Það gerði hann í kjölfar þess að Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, talaði um að mynda starfsstjórn undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar. „Það kemur á óvart að heyra þetta frá svona reyndum stjórnmálamanni [Svandísi] að það eigi að skipa starfsstjórn með öðrum forsætisráðherra. Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar og er beðin um að sitja áfram fram í kosningar. Það er starfsstjórn,“ sagði Bjarni „Ef menn vilja nýja ríkisstjórn með nýjum forsætisráðherra og öðrum ráðherrum þá mynda menn nýja ríkisstjórn.“ Hann bætti við að ný ríkisstjórn geti bæði verið meirihlutastjórn eða minnihlutastjórn. Hann sagði að tíma allra yrði betur borgið ef komið yrði á starfsstjórn. Þá væri hægt að koma á mikilvægum málum í gegn fyrir kosningar. „En ef einn þátttakandi í stjórnarsamstarfinu vill ekki sitja í starfssjórn undir þinni forystu?“ spurði Bergsteinn Sigurðsson, stjórnandi þáttarins. „Það væri sögulegt,“ svaraði Bjarni. „Eftir að ég biðst lausnar. Þá er komin yfirlýsing um það að það sé ekki lengur meirihlutastjórn starfandi. Það er ekki meirihlutasamkomulag. Þannig að ráðherrar eru eingöngu að starfa í starfsstjórn og gegna sínum starfsskildum sem ráðherrar, ekki á grundvelli að þeir sitji þar á grundvelli meirihlutastuðnings þingsins.“ Bjarni sagði að hugmynd Svandísar um starfsstjórn með nýjum forssætisráðherra væri „bara einhver furðukenning“ sem hann hefði aldrei heyrt um áður. „Þetta er bara einhver misskilningur því miður.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Þetta kom fram í Kastljósi á Rúv í kvöld. Þar fjallaði Bjarni einnig um hugtakið „starfsstjórn“ sem honum hefur þótt vera mistúlkað að einhverju leiti í umræðunni undanfarna daga. Það gerði hann í kjölfar þess að Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, talaði um að mynda starfsstjórn undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar. „Það kemur á óvart að heyra þetta frá svona reyndum stjórnmálamanni [Svandísi] að það eigi að skipa starfsstjórn með öðrum forsætisráðherra. Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar og er beðin um að sitja áfram fram í kosningar. Það er starfsstjórn,“ sagði Bjarni „Ef menn vilja nýja ríkisstjórn með nýjum forsætisráðherra og öðrum ráðherrum þá mynda menn nýja ríkisstjórn.“ Hann bætti við að ný ríkisstjórn geti bæði verið meirihlutastjórn eða minnihlutastjórn. Hann sagði að tíma allra yrði betur borgið ef komið yrði á starfsstjórn. Þá væri hægt að koma á mikilvægum málum í gegn fyrir kosningar. „En ef einn þátttakandi í stjórnarsamstarfinu vill ekki sitja í starfssjórn undir þinni forystu?“ spurði Bergsteinn Sigurðsson, stjórnandi þáttarins. „Það væri sögulegt,“ svaraði Bjarni. „Eftir að ég biðst lausnar. Þá er komin yfirlýsing um það að það sé ekki lengur meirihlutastjórn starfandi. Það er ekki meirihlutasamkomulag. Þannig að ráðherrar eru eingöngu að starfa í starfsstjórn og gegna sínum starfsskildum sem ráðherrar, ekki á grundvelli að þeir sitji þar á grundvelli meirihlutastuðnings þingsins.“ Bjarni sagði að hugmynd Svandísar um starfsstjórn með nýjum forssætisráðherra væri „bara einhver furðukenning“ sem hann hefði aldrei heyrt um áður. „Þetta er bara einhver misskilningur því miður.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira