Átök Áslaugar og Guðlaugs Þórs ekki endurtekin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2024 15:55 Guðlaugur Þór og Áslaug Arna lögðu mikinn kraft í kosningabaráttu sína fyrir þremur árum. Nú verður þeim raðað í sæti á lista flokksins í Reykjavík. Vísir Allar líkur eru á því að stillt verði upp á listum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir komandi Alþingiskosningar sem flest bendir til að verði í lok nóvember. Mikill hiti var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þremur árum þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson börðust af miklum krafti um oddvitasæti flokksins. Flokkarnir ákveða nú hver á fætur öðrum hvernig best sé að haga málum varðandi lista flokkanna og er viðbúið að fyrirkomulagið verði ólíkt milli kjördæma. Raðað verður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og allt bendir til þess að hið sama verði uppi á tengingnum í Reykjavík. Uppstilling er það fyrirkomulag sem telja má líklegt að verði ofan á í flestum flokkum ef frá eru taldir Píratar sem hafa boðað prófkjör. Fáir möguleikar í boði Albert Guðmundsson er formaður Varðar, fulltrúa- og kjördæmaráðsins í Reykjavík. „Við tókum okkur daginn í gær að fara yfir stöðuna af yfirvegun. Svo verður stjórnarfundur í kjördæmisráðinu í kvöld. Síðan verður væntanlega boðað til fulltrúaráðsfundar þar sem aðferð við val á lista verður staðfest,“ segir Albert. Miðað við tímalínuna séu fáir möguleikar í boði, raunar tveir. Útséð sé að prófkjör náist ekki á svo skömmum tíma. Því standi til boða uppstilling eða svokallað tvöfalt kjördæmisþing sem flokkurinn hafi aðallega notað á landsbyggðinni og ekki er hefð fyrir í Reykjavík. „Við munum vega og meta þá kosti sem munu skila okkur sem sterkustum og samheldnustum listum,“ segir Albert. Hann segist ekki vita betur en allir sem skipuðu efstu sæti lista flokksins í kosningunum 2021 gefi áfram kost á sér. Hart barist „Þeir töpuðu!“ sagði Guðlaugur Þór í sigurvímu þegar ljóst varð að hann hafði sigrað Áslaugu Örnu með 3508 atkvæðum gegn 3326 atkvæðum hennar. Munurinn var því innan við tvö hundruð atkvæði. Í sigurræðu Guðlaugs Þórs með stuðningsmönnum sagði Guðlaugur við stuðningsmenn sína að markvisst hefði verið unnið gegn honum sem oddvita flokksins. Hann hrósaði um leið innilega sigri yfir því að andstæðingar hans hafi ekki haft erindi sem erfiði. „Þið skulið alveg átta ykkur á því að við höfum kannski haldið að þetta væri tiltölulega einfalt að því leytinu til að sá sem hér stendur hefur mælst vinsælasti ráðherra Sjálfstæðisflokksins, eini Sjálfstæðismaðurinn sem hefur unnið erfiðasta kjördæmi okkar, Reykjavík norður, ekki einu sinni, heldur þrisvar. Samt sem áður var lögð einhver gríðarlega mikil áhersla á það að sjá til þess að sá sem hér stendur, og það er ekki bara ég, heldur þið, myndi ekki fá að vera áfram oddviti. Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Kvartað undan bróður Áslaugar til yfirkjörstjórnar Kvartað hefur verið til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík vegna gruns um að bróðir dómsmálaráðherra hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni sem nú stendur yfir í Reykjavík. 3. júní 2021 16:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Flokkarnir ákveða nú hver á fætur öðrum hvernig best sé að haga málum varðandi lista flokkanna og er viðbúið að fyrirkomulagið verði ólíkt milli kjördæma. Raðað verður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og allt bendir til þess að hið sama verði uppi á tengingnum í Reykjavík. Uppstilling er það fyrirkomulag sem telja má líklegt að verði ofan á í flestum flokkum ef frá eru taldir Píratar sem hafa boðað prófkjör. Fáir möguleikar í boði Albert Guðmundsson er formaður Varðar, fulltrúa- og kjördæmaráðsins í Reykjavík. „Við tókum okkur daginn í gær að fara yfir stöðuna af yfirvegun. Svo verður stjórnarfundur í kjördæmisráðinu í kvöld. Síðan verður væntanlega boðað til fulltrúaráðsfundar þar sem aðferð við val á lista verður staðfest,“ segir Albert. Miðað við tímalínuna séu fáir möguleikar í boði, raunar tveir. Útséð sé að prófkjör náist ekki á svo skömmum tíma. Því standi til boða uppstilling eða svokallað tvöfalt kjördæmisþing sem flokkurinn hafi aðallega notað á landsbyggðinni og ekki er hefð fyrir í Reykjavík. „Við munum vega og meta þá kosti sem munu skila okkur sem sterkustum og samheldnustum listum,“ segir Albert. Hann segist ekki vita betur en allir sem skipuðu efstu sæti lista flokksins í kosningunum 2021 gefi áfram kost á sér. Hart barist „Þeir töpuðu!“ sagði Guðlaugur Þór í sigurvímu þegar ljóst varð að hann hafði sigrað Áslaugu Örnu með 3508 atkvæðum gegn 3326 atkvæðum hennar. Munurinn var því innan við tvö hundruð atkvæði. Í sigurræðu Guðlaugs Þórs með stuðningsmönnum sagði Guðlaugur við stuðningsmenn sína að markvisst hefði verið unnið gegn honum sem oddvita flokksins. Hann hrósaði um leið innilega sigri yfir því að andstæðingar hans hafi ekki haft erindi sem erfiði. „Þið skulið alveg átta ykkur á því að við höfum kannski haldið að þetta væri tiltölulega einfalt að því leytinu til að sá sem hér stendur hefur mælst vinsælasti ráðherra Sjálfstæðisflokksins, eini Sjálfstæðismaðurinn sem hefur unnið erfiðasta kjördæmi okkar, Reykjavík norður, ekki einu sinni, heldur þrisvar. Samt sem áður var lögð einhver gríðarlega mikil áhersla á það að sjá til þess að sá sem hér stendur, og það er ekki bara ég, heldur þið, myndi ekki fá að vera áfram oddviti. Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Kvartað undan bróður Áslaugar til yfirkjörstjórnar Kvartað hefur verið til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík vegna gruns um að bróðir dómsmálaráðherra hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni sem nú stendur yfir í Reykjavík. 3. júní 2021 16:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01
Kvartað undan bróður Áslaugar til yfirkjörstjórnar Kvartað hefur verið til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík vegna gruns um að bróðir dómsmálaráðherra hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni sem nú stendur yfir í Reykjavík. 3. júní 2021 16:45