Steinunn Þóra gefur ekki kost á sér Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2024 17:45 Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að segja gott komið með þingmennsku. vísir/vilhelm Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið það út að hún sækist ekki eftir því að taka sæti á lista hreyfingarinnar yfir komandi Alþingiskosningar. Það gerir hún með stuttum pistli á Facebook. Þar segir hún að talsverðar breytingar hafi orðið á sínu lífi fyrir tíu árum þegar hún varð þingmaður fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. „Ég hafði á umliðnum misserum og árum öðru hverju tekið sæti sem varamaður, en var nú komin í þá stöðu að helga mig landsmálunum. Við tóku skemmtilegir og gefandi tímar, fyrst í stjórnarandstöðu og svo stjórn. Stjórnmálastarf er að mínu mati mikilvægt og er almennt skemmtilegt og andlega auðgandi en auðvitað líka krefjandi.“ Steinunn segir starfið hafa gefið sér færi á að kynnast flestum öngum samfélagsins en fyrst og fremst þó alls konar fólki. Fyrir þessa reynslu verði hún að eilífu þakklát. „Ég lít líka stolt um öxl þegar kemur að öllum þeim málum sem mér hefur tekist að þoka áfram, bæta og í félagi við aðra fá samþykkt - en í öðrum tilvikum stöðva eða í það minnsta sníða verstu gallana af.“ Þá víkur Steinunn að því að eftir talsverða umhugsun hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að nú sé komið gott, hún ætlar ekki að bjóða sig fram til forystu í komandi kosningum. „Innan hreyfingar er nóg af góðu fólki sem mun taka við keflinu - sem er mikilvægt, því erindi Vinstri grænna er brýnt nú sem endranær. Það þarf áfram skýra rödd kvenfrelsis, jöfnuðar, náttúruverndar og friðar.“ Steinunn Þóra segir að endingu að hún hlakki til að taka þátt í komandi kosningabaráttu sem almennur félagi og segist sannfærð um að Vinstri hreyfingin grænt framboð muni ná góðum árangri í kosningunum. Félögum sínum í þingflokki þakkar hún frábært samstarf í gegnum tíðina. Vinstri græn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Það gerir hún með stuttum pistli á Facebook. Þar segir hún að talsverðar breytingar hafi orðið á sínu lífi fyrir tíu árum þegar hún varð þingmaður fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. „Ég hafði á umliðnum misserum og árum öðru hverju tekið sæti sem varamaður, en var nú komin í þá stöðu að helga mig landsmálunum. Við tóku skemmtilegir og gefandi tímar, fyrst í stjórnarandstöðu og svo stjórn. Stjórnmálastarf er að mínu mati mikilvægt og er almennt skemmtilegt og andlega auðgandi en auðvitað líka krefjandi.“ Steinunn segir starfið hafa gefið sér færi á að kynnast flestum öngum samfélagsins en fyrst og fremst þó alls konar fólki. Fyrir þessa reynslu verði hún að eilífu þakklát. „Ég lít líka stolt um öxl þegar kemur að öllum þeim málum sem mér hefur tekist að þoka áfram, bæta og í félagi við aðra fá samþykkt - en í öðrum tilvikum stöðva eða í það minnsta sníða verstu gallana af.“ Þá víkur Steinunn að því að eftir talsverða umhugsun hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að nú sé komið gott, hún ætlar ekki að bjóða sig fram til forystu í komandi kosningum. „Innan hreyfingar er nóg af góðu fólki sem mun taka við keflinu - sem er mikilvægt, því erindi Vinstri grænna er brýnt nú sem endranær. Það þarf áfram skýra rödd kvenfrelsis, jöfnuðar, náttúruverndar og friðar.“ Steinunn Þóra segir að endingu að hún hlakki til að taka þátt í komandi kosningabaráttu sem almennur félagi og segist sannfærð um að Vinstri hreyfingin grænt framboð muni ná góðum árangri í kosningunum. Félögum sínum í þingflokki þakkar hún frábært samstarf í gegnum tíðina.
Vinstri græn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Sjá meira