Nánast samstaða um vaxtalækkun og nefndin segir „áhrif hárra raunvaxta skýr“

Þótt einn nefndarmaður hefði fremur kosið að halda stýrivöxtum óbreyttum þá samþykktu allir í peningastefnunefnd að ráðast í fyrstu vaxtalækkun Seðlabankans í tæplega fjögur ár fyrr í þessum mánuði, en líklegt er talið að raunvaxtastigið eigi eftir að hækka frekar á næstunni. Samstaða nefndarinnar um 25 punkta lækkun, meðal annars með vísun til þess að útlit er fyrir að hægja sé hratt á umsvifum á húsnæðismarkaði og í efnahagslífinu, eykur enn líkur á að haldið verði áfram með vaxtalækkunarferlið í næsta mánuði – og sú lækkun verði þá stærri í sniðum.
Tengdar fréttir

Stjórnarslit og frestun á bankasölu muni hafa lítil áhrif á skuldabréfamarkaðinn
Stjórnarslitin munu hafa lítil áhrif á þróunina á skuldabréfamarkaði á næstu misserum, að sögn sjóðstjóra, sem bendir á að slík niðurstaða sé búin að vera í kortunum í talsverðan tíma og hafi því ekki átt að koma fjárfestum á óvart. Verðbólguálagið lækkaði nokkuð á markaði í dag sem kann að vera vísbending um að skuldabréfafjárfestar vænti þess að áformað frumvarp um olíu- og kílómetragjald muni verða að veruleika.