Forsetaframbjóðandi vill leiða lista Pírata Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2024 13:16 Viktor Traustason er ættaður af Austurlandi og hefur að undanförnu starfað á Vopnafirði. Vísir/Vilhelm Viktor Traustason, sem bauð sig fram í forsetakosningunum í júní síðastliðinn, hefur boðið sig fram í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi. Nafn Viktors birtist á lista yfir frambjóðendur í dag, en þegar þetta er ritað er Viktor einn í framboði í prófkjöri flokksins fyrir Norðausturkjördæmi ásamt Júlíusi Blómkvist Friðrikssyni. Viktor vakti talsverða athygli í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í vor en hann hlaut 392 atkvæði, eða 0,18 prósent atkvæða. Í samtali við fréttastofu segir Viktor að hann sé ættaður af Austurlandi og sé þar með lögheimili. Þá hafi hann mikið starfað á Vopnafirði og sé því með tengingar við kjördæmið. „Mér skilst líka að Píratar séu með lítið sem ekkert fylgi í kjördæminu. Nú er ég kominn með reynslu af því að vappa á milli og tala við fólk. Ég get því alveg tekið þetta að mér.“ Hann segir það að vissu leyti hafa verið skyndiákvörðun að bjóða sig fram til forseta og það eigi einnig við núna. „Þetta gerðist hratt og ég átti von á því að vera með ár eða svo til undirbúnings. Ár breyttist hins vegar í bara viku.“ Prófkjör Pírata hefst klukkan 16 á sunnudaginn og lýkur á þriðjudaginn klukkan 16. Framboðsfresturinn rennur úr um leið og kosning hefst. Að neðan má sjá þegar Viktor mætti í þáttinn Af vængjum fram á Vísi. Alþingiskosningar 2024 Píratar Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Lenya vill forystusæti hjá Pírötum í Reykjavík Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Pírata í Reykjavíkurkjördæmunum. Það tilkynnti Lenya á Facebook í færslu í gær. Hún hefur síðustu þrjú ár sinnt varaþingmennsku fyrir flokkinn en segir tíma til kominn að hleypa nýju fólki að borðinu. 17. október 2024 10:09 Andrés og Sunna áfram og borgarfulltrúi undir feldi Andrés Ingi Jónsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmenn Pírata ætla henda sér í prófkjör Pírata fyrir komandi kosningar til Alþingis. Þetta staðfesta þau við fréttastofu. Flokkarnir þurfa að skila framboðslistum sínum til landskjörstjórnar í síðasta lagi 31. október. Tíminn er því knappur. 16. október 2024 11:11 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Nafn Viktors birtist á lista yfir frambjóðendur í dag, en þegar þetta er ritað er Viktor einn í framboði í prófkjöri flokksins fyrir Norðausturkjördæmi ásamt Júlíusi Blómkvist Friðrikssyni. Viktor vakti talsverða athygli í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í vor en hann hlaut 392 atkvæði, eða 0,18 prósent atkvæða. Í samtali við fréttastofu segir Viktor að hann sé ættaður af Austurlandi og sé þar með lögheimili. Þá hafi hann mikið starfað á Vopnafirði og sé því með tengingar við kjördæmið. „Mér skilst líka að Píratar séu með lítið sem ekkert fylgi í kjördæminu. Nú er ég kominn með reynslu af því að vappa á milli og tala við fólk. Ég get því alveg tekið þetta að mér.“ Hann segir það að vissu leyti hafa verið skyndiákvörðun að bjóða sig fram til forseta og það eigi einnig við núna. „Þetta gerðist hratt og ég átti von á því að vera með ár eða svo til undirbúnings. Ár breyttist hins vegar í bara viku.“ Prófkjör Pírata hefst klukkan 16 á sunnudaginn og lýkur á þriðjudaginn klukkan 16. Framboðsfresturinn rennur úr um leið og kosning hefst. Að neðan má sjá þegar Viktor mætti í þáttinn Af vængjum fram á Vísi.
Alþingiskosningar 2024 Píratar Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Lenya vill forystusæti hjá Pírötum í Reykjavík Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Pírata í Reykjavíkurkjördæmunum. Það tilkynnti Lenya á Facebook í færslu í gær. Hún hefur síðustu þrjú ár sinnt varaþingmennsku fyrir flokkinn en segir tíma til kominn að hleypa nýju fólki að borðinu. 17. október 2024 10:09 Andrés og Sunna áfram og borgarfulltrúi undir feldi Andrés Ingi Jónsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmenn Pírata ætla henda sér í prófkjör Pírata fyrir komandi kosningar til Alþingis. Þetta staðfesta þau við fréttastofu. Flokkarnir þurfa að skila framboðslistum sínum til landskjörstjórnar í síðasta lagi 31. október. Tíminn er því knappur. 16. október 2024 11:11 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Lenya vill forystusæti hjá Pírötum í Reykjavík Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Pírata í Reykjavíkurkjördæmunum. Það tilkynnti Lenya á Facebook í færslu í gær. Hún hefur síðustu þrjú ár sinnt varaþingmennsku fyrir flokkinn en segir tíma til kominn að hleypa nýju fólki að borðinu. 17. október 2024 10:09
Andrés og Sunna áfram og borgarfulltrúi undir feldi Andrés Ingi Jónsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmenn Pírata ætla henda sér í prófkjör Pírata fyrir komandi kosningar til Alþingis. Þetta staðfesta þau við fréttastofu. Flokkarnir þurfa að skila framboðslistum sínum til landskjörstjórnar í síðasta lagi 31. október. Tíminn er því knappur. 16. október 2024 11:11