„Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. október 2024 22:52 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, lét gamminn geysa. vísir / anton brink Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafði helling að segja um DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, eftir 113-84 tap í Smáranum í kvöld. „Við vorum bara flatir og ósamstilltir. Náðum aldrei að kveikja neinn neista. Ég hafði engin svör og við sem heild vorum bara ekki með þetta í dag,“ sagði hann snöggt um leikinn áður en talið færðist að atvikum kvöldsins utan vallar. Kominn tími á að taka á Kane DeAndre Kane og Courvoisier McCauley lentu í áflogum í hálfleik, sem áttu sér aðdraganda í fyrri hálfleik og drógu dilk á eftir sér allan seinni hálfleikinn. „Ég sé þetta ekki, talað um að Kane komi labbandi yfir, þið skoðið þetta bara á myndbandi. En ég ætla að biðja sambandið og aganefnd að taka á þessu, það er mjög óeðlilegt þegar annað liðið er bara að hita upp að einhver leikmaður fari að búa til læti. Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja, maðurinn er búinn að vera í eitt og hálft í ár í einhverju djöfulsins bulli sem tengist ekkert körfubolta,“ sagði Viðar um Kane. „Það þarf bara að taka á þessu. Þetta er ekki eini leikurinn og þetta er ekki eina atvikið. Sumir segja að þetta sé gaman en þetta er bara asnalegt að kóa með þessu, taka á þessu og spila körfubolta.“ Devon Thomas óviðráðanlegur Viðar færði talið þá að leiknum sjálfum og sagði Grindavík hafa átt sigurinn skilið. „Við vorum slakir í dag, þeir voru góðir. Devon Thomas var geggjaður, stjórnaði öllu og var frábær. Við réðum ekkert við hann, ég hafði engin svör og ekki neitt. Þess vegna dóminera þeir þennan leik, við áttum ekki séns.“ Tókust ekki í hendur Eftir leik tóku leikmenn Hattar ekki í hendur leikmanna Grindavíkur. „Nei, nei, nei,“ greip Viðar fram í þegar undirritaður sagði að þeir hafi neitað því að takast í hendur. „Ég segi við mína menn, af því ég nenni ekki kjaftæði og rugli, að labba inn í klefa. Þeir neita því ekki, þeir voru hikandi yfir þessu en ég tók þessa ákvörðun. Þetta var ekki vanvirðing við Grindavík, við viljum bara ekki að menn fari í bann útaf einhverju bulli, mönnum var heitt í hamsi og mínir menn svekktir. Hinir, eða ekki hinir það er bara einn, sem er eins og trúður hérna. Ég vildi bara losna við það. Ég var búinn að tilkynna dómurum það og þeir töldu það skynsamlegt, þannig ekki ásaka mína menn um að ætla að neita að taka í höndina, það er lélegt hjá þér.“ Dauðvorkennir formanni Grindavíkur Að lokum var Viðar spurður út í atvik sem átti sér stað rétt áður en viðtalið hófst. Hann stóð þá í miklu rifrildi við Ingiberg Þ. Jónasson, formann körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Ekki heyrðist greinilega hvað fór þeirra á milli en Viðar þurfti á endanum að rífa sig lausan frá Ingibergi og segja honum að fara svo viðtalið gæti hafist. „Ég vorkenni honum bara. Að þurfa að vera með þetta í höndunum, erfitt fyrir þá að vera ekki að taka á þessu, það er bara kóað með þessu sem Kane er með í gangi. Ég tjáði mig um það og hann [Ingibergur] er kannski ekki sammála en það eru bara mín augu. Ingibergur er ágætis kunningi minn og ég var ekkert að rífast við hann, við erum bara ekki sammála og ég var að segja honum að ég dauðvorkenni honum að vera í þessari stöðu.“ Ekki heitt í hamsi, bara svekktur með frammistöðuna „Mér er ekkert heitt í hamsi, þú hefur greinilega ekki tekið viðtal við mig þegar ég er reiður. Ég er bara svekktur með frammistöðuna, hún var ekki nógu góð. Við ætlum bara að hlaða batteríin og vera klárir í Njarðvík á fimmtudaginn,“ sagði Viðar að lokum. Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
„Við vorum bara flatir og ósamstilltir. Náðum aldrei að kveikja neinn neista. Ég hafði engin svör og við sem heild vorum bara ekki með þetta í dag,“ sagði hann snöggt um leikinn áður en talið færðist að atvikum kvöldsins utan vallar. Kominn tími á að taka á Kane DeAndre Kane og Courvoisier McCauley lentu í áflogum í hálfleik, sem áttu sér aðdraganda í fyrri hálfleik og drógu dilk á eftir sér allan seinni hálfleikinn. „Ég sé þetta ekki, talað um að Kane komi labbandi yfir, þið skoðið þetta bara á myndbandi. En ég ætla að biðja sambandið og aganefnd að taka á þessu, það er mjög óeðlilegt þegar annað liðið er bara að hita upp að einhver leikmaður fari að búa til læti. Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja, maðurinn er búinn að vera í eitt og hálft í ár í einhverju djöfulsins bulli sem tengist ekkert körfubolta,“ sagði Viðar um Kane. „Það þarf bara að taka á þessu. Þetta er ekki eini leikurinn og þetta er ekki eina atvikið. Sumir segja að þetta sé gaman en þetta er bara asnalegt að kóa með þessu, taka á þessu og spila körfubolta.“ Devon Thomas óviðráðanlegur Viðar færði talið þá að leiknum sjálfum og sagði Grindavík hafa átt sigurinn skilið. „Við vorum slakir í dag, þeir voru góðir. Devon Thomas var geggjaður, stjórnaði öllu og var frábær. Við réðum ekkert við hann, ég hafði engin svör og ekki neitt. Þess vegna dóminera þeir þennan leik, við áttum ekki séns.“ Tókust ekki í hendur Eftir leik tóku leikmenn Hattar ekki í hendur leikmanna Grindavíkur. „Nei, nei, nei,“ greip Viðar fram í þegar undirritaður sagði að þeir hafi neitað því að takast í hendur. „Ég segi við mína menn, af því ég nenni ekki kjaftæði og rugli, að labba inn í klefa. Þeir neita því ekki, þeir voru hikandi yfir þessu en ég tók þessa ákvörðun. Þetta var ekki vanvirðing við Grindavík, við viljum bara ekki að menn fari í bann útaf einhverju bulli, mönnum var heitt í hamsi og mínir menn svekktir. Hinir, eða ekki hinir það er bara einn, sem er eins og trúður hérna. Ég vildi bara losna við það. Ég var búinn að tilkynna dómurum það og þeir töldu það skynsamlegt, þannig ekki ásaka mína menn um að ætla að neita að taka í höndina, það er lélegt hjá þér.“ Dauðvorkennir formanni Grindavíkur Að lokum var Viðar spurður út í atvik sem átti sér stað rétt áður en viðtalið hófst. Hann stóð þá í miklu rifrildi við Ingiberg Þ. Jónasson, formann körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Ekki heyrðist greinilega hvað fór þeirra á milli en Viðar þurfti á endanum að rífa sig lausan frá Ingibergi og segja honum að fara svo viðtalið gæti hafist. „Ég vorkenni honum bara. Að þurfa að vera með þetta í höndunum, erfitt fyrir þá að vera ekki að taka á þessu, það er bara kóað með þessu sem Kane er með í gangi. Ég tjáði mig um það og hann [Ingibergur] er kannski ekki sammála en það eru bara mín augu. Ingibergur er ágætis kunningi minn og ég var ekkert að rífast við hann, við erum bara ekki sammála og ég var að segja honum að ég dauðvorkenni honum að vera í þessari stöðu.“ Ekki heitt í hamsi, bara svekktur með frammistöðuna „Mér er ekkert heitt í hamsi, þú hefur greinilega ekki tekið viðtal við mig þegar ég er reiður. Ég er bara svekktur með frammistöðuna, hún var ekki nógu góð. Við ætlum bara að hlaða batteríin og vera klárir í Njarðvík á fimmtudaginn,“ sagði Viðar að lokum.
Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira