Heita hertum reglum í hælisleitendamálum Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2024 17:02 Ursula von der Leyen og Charles Michel á blaðamannafundi í gær. AP/Geert Vanden Wijngaert Leiðtogar Evrópusambandsins leita nú leiða til að draga úr flæði farand- og flóttafólks til heimsálfunnar. Stuðningur við slíkar aðgerðir hefur aukist töluvert og er sú aukning rakin til aukins fylgis fjar-hægri flokka í Evrópu, sem eru verulega mótfallnir fólksflutningum til Evrópu. Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, boðaði til fundar í gær og tók hann fram fyrir fundinn að mikil áhersla yrði lögð á umræðu um fólksflutninga. Meðal annars stæði til að ræða aukið eftirlit á landamærum ESB, aukna samvinnu með utanaðkomandi bandamönnum og hertar reglur um brottflutning ólöglegra innflytjenda og þeim sem neitað er um hæli, samkvæmt frétt DW. Það sem af er á þessu ári hefur fjöldi farand- og flóttafólks dregist saman um fjörutíu prósent á þessu ári, frá því fjöldinn náði hámarki í fyrra. Flestir koma til Evrópusambandsins landleiðina úr austri og yfir Miðjarðarhafið. Vilja fella niður réttinn til að sækja um hæli Í austri hafa Pólverjar lengi sakað yfirvöld í Rússlandi og Belarús um að smala fólki að landamærunum og reyna að þvinga það inn í Pólland. Ráðamenn í Póllandi hafa kallað eftir því að rétturinn til að sækja um hæli verði felldur niður tímabundið, vegna þessa aðgerða nágranna þeirra, sem þeir segja að sé ætlað að skapa sundrung í Póllandi og innan ESB. AP fréttaveitan segir leiðtoga sambandsins hafa gefið til kynna að þeir styddu slíkar aðgerðir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði til að mynda að markmið Rússa væri augljóst. Um blendinn hernað væri að ræða og Pólland og önnur ríki, eins og Finnland og Eistrasaltsríkin, þyrftu að geta varið ESB gegn slíkum aðgerðum. Gera Evrópu að virki Að fundinum loknum voru leiðtogarnir þegar byrjaðir að þróa áætlanir til að flýta brottflutningi fólks sem hefur verið hafnað um hæli og að tryggja að umsóknir hælisleitenda verði teknar fyrir áður en fólkið kemur til Evrópu. Ítalar hafa til að mynda opnað tvær úrvinnslustöðvar í Albaníu og Þjóðverjar hafa tekið upp landamæraeftirlit að nýju. Markmiðið er sagt vera að byggja upp orðspor ESB sem nokkurs konar virki og draga úr hælisumsóknum. Fréttaveitan hefur eftir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að hlutirnir séu að breytast í Evrópusambandinu. „Nú er meirihluti leiðtoga að segja það sama: Þetta geti ekki haldið áfram. Fjöldinn sé of mikilli. Við verðum að senda fólk sem færi ekki hæli í Evrópu aftur til baka.“ Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, sló á svipaða strengi og sagði skapið í Evrópu hafa breyst. Árið 2015, þegar mikil krísa myndaðist vegna fjölda fólks sem reyndi að komast til Evrópu frá Mið-Austurlöndum og Afganistan í hundruð þúsunda tali, sagði Angela Merkel, þáverandi kanslari Þýskalands, að vel væri hægt að taka við rúmri milljón manna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segist ætla að leggja til harðari lög og frekari áætlanir um brottvísanir fólks, samkvæmt frétt Politico. Hún sagði í dag að rætt hefði verið að koma upp úrvinnslustöðvum í öðrum ríkjum. Þá sagði hún að eins og staðan væri í dag, væri einungis fimmtungi þeirra sem neitað væri um hæli, vísar úr ESB. Evrópusambandið Flóttamenn Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, boðaði til fundar í gær og tók hann fram fyrir fundinn að mikil áhersla yrði lögð á umræðu um fólksflutninga. Meðal annars stæði til að ræða aukið eftirlit á landamærum ESB, aukna samvinnu með utanaðkomandi bandamönnum og hertar reglur um brottflutning ólöglegra innflytjenda og þeim sem neitað er um hæli, samkvæmt frétt DW. Það sem af er á þessu ári hefur fjöldi farand- og flóttafólks dregist saman um fjörutíu prósent á þessu ári, frá því fjöldinn náði hámarki í fyrra. Flestir koma til Evrópusambandsins landleiðina úr austri og yfir Miðjarðarhafið. Vilja fella niður réttinn til að sækja um hæli Í austri hafa Pólverjar lengi sakað yfirvöld í Rússlandi og Belarús um að smala fólki að landamærunum og reyna að þvinga það inn í Pólland. Ráðamenn í Póllandi hafa kallað eftir því að rétturinn til að sækja um hæli verði felldur niður tímabundið, vegna þessa aðgerða nágranna þeirra, sem þeir segja að sé ætlað að skapa sundrung í Póllandi og innan ESB. AP fréttaveitan segir leiðtoga sambandsins hafa gefið til kynna að þeir styddu slíkar aðgerðir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði til að mynda að markmið Rússa væri augljóst. Um blendinn hernað væri að ræða og Pólland og önnur ríki, eins og Finnland og Eistrasaltsríkin, þyrftu að geta varið ESB gegn slíkum aðgerðum. Gera Evrópu að virki Að fundinum loknum voru leiðtogarnir þegar byrjaðir að þróa áætlanir til að flýta brottflutningi fólks sem hefur verið hafnað um hæli og að tryggja að umsóknir hælisleitenda verði teknar fyrir áður en fólkið kemur til Evrópu. Ítalar hafa til að mynda opnað tvær úrvinnslustöðvar í Albaníu og Þjóðverjar hafa tekið upp landamæraeftirlit að nýju. Markmiðið er sagt vera að byggja upp orðspor ESB sem nokkurs konar virki og draga úr hælisumsóknum. Fréttaveitan hefur eftir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að hlutirnir séu að breytast í Evrópusambandinu. „Nú er meirihluti leiðtoga að segja það sama: Þetta geti ekki haldið áfram. Fjöldinn sé of mikilli. Við verðum að senda fólk sem færi ekki hæli í Evrópu aftur til baka.“ Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, sló á svipaða strengi og sagði skapið í Evrópu hafa breyst. Árið 2015, þegar mikil krísa myndaðist vegna fjölda fólks sem reyndi að komast til Evrópu frá Mið-Austurlöndum og Afganistan í hundruð þúsunda tali, sagði Angela Merkel, þáverandi kanslari Þýskalands, að vel væri hægt að taka við rúmri milljón manna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segist ætla að leggja til harðari lög og frekari áætlanir um brottvísanir fólks, samkvæmt frétt Politico. Hún sagði í dag að rætt hefði verið að koma upp úrvinnslustöðvum í öðrum ríkjum. Þá sagði hún að eins og staðan væri í dag, væri einungis fimmtungi þeirra sem neitað væri um hæli, vísar úr ESB.
Evrópusambandið Flóttamenn Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent