Alma greinir frá þessu í færslu sem hún birti á síðu sinni á Facebook rétt í þessu. Þar segist hún hafa tilkynnt uppstillinganefnd að hún gefi kost á sér til að leiða listann.
Hún segir að sér þyki leitt að heyra af veikindum Guðmundar og óskar honum skjóts og góðs bata
„Guðmundur Árni er öflugur stjórnmálamaður og leiðtogi og það verður mikill missir af því að geta ekki fullnýtt reynslu hans, kraft og sýn í komandi kosningabaráttu. Framlag hans til baráttu fyrir jafnaðarmennsku; fyrir réttlátara og betra samfélagi, er ómetanlegt,“ skrifar Alma.
Ákvörðunina segir hún hafa verið tekna í ljósi þeirra fjölda áskorana sem sér hafi borist, nú síðast frá Guðmundi Árna sjálfum.