Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2024 06:01 Foreldrar Inga minnast félagslynds, vinmargs, einlægs og opins ungs manns. Ingi hafði gott hjartalag, var vinur vina sinna, barngóður og mikill dýravinur sem kunni að njóta lífsins. Fimmtíu strákar um tvítugt mættu í hamborgaraveislu í Giljahverfinu á Akureyri laugardaginn 15. júní í sumar. Stemmningin var ekki eins og ætla mætti í tvítugsafmæli á laugardegi sökum fjarveru afmælisbarnsins sem lést í hörmulegu slysi tveimur vikum fyrr. Vinamargs gleðigjafa var sárt saknað og er enn. Viðbúnaðurinn var mikill þegar lögreglu barst tilkynning um kvöldmatarleytið 30. maí um að nítján ára Akureyringur hefði fallið í Fnjóská. Um tvö hundruð manns tóku þátt í leitinni sem lauk fyrir hádegi daginn eftir þegar hann fannst látinn. Guðmundur Ingi Guðmundsson, alltaf kallaður Ingi, hafði farið ásamt vinum sínum að gamalli brú yfir Fnjóská við malarveg áleiðis til Grenivíkur í Grýtubakkahreppi. Þetta var fallegur snemmbúinn sumardagur þó enn væri maí. Planið var að stökkva út í ána af kletti við brúna. Stökkið reyndist hans síðasta. Ísköld, mórauð og vatnsmikil Hvað nákvæmlega varð þess valdandi að Ingi drukknaði eftir stökkið þennan örlagaríka dag við Fnjóská verður líklega aldrei ljóst. Það sem liggur aftur á móti fyrir er að rennsli í ánni var afar mikið þennan sólríka dag, á bilinu 120 til 130 rúmmetrar á sekúndu. Slíkt rennsli fyllir innilaug Laugardalslaugar á tuttugu sekúndum. Vatnsmagnið er afar mikið. Ástæða hins mikla rennslis á þessum tíma ársins voru leysingar. Áin var því sérstaklega vatnsmikil þennan dag, bæði er varðar rennsli og vatnshæð. Hún var ísköld og mjög gruggug, mórauð að lit. Hér má sjá rennslið í Fnjóská frá lokum apríl fram í október. Það fer lægst í 20 m3/s og alveg upp í 200 m3/s. Eins og sjá má var rennslið ansi mikið í lok maí.Veðurstofa Íslands Ingi var ekki sá fyrsti til að stökkva heldur annar í röðinni. Vinur hans sem stökk fyrst hafði áður stokkið í ána og náð að synda að bakkanum. Allt virtist ganga vel en sá sem fyrst stökk hafði reynslu af slíkum stökkum en þó ekki í á. Ingi var í toppformi og vanur bæði köldum potti og kaldri sturtu. Hvað gæti mögulega farið úrskeiðis? Áin miskunnarlaus Anup Gurung er nepalskur kajakræðari sem hefur farið með hópa í flúðasiglingar í Skagafirði í vel á þriðja áratug. Hann þekkir íslenskar ár vel og þær hættur sem þar geta leynst. Menn úr hans teymi, tveir reyndustu ræðararnir, voru meðal þeirra sem komu að leitinni í Fnjóská eftir slysið. „Við segjum alltaf að áin sé miskunnarlaus. Hún sýnir þér enga vægð,“ segir Anup. Hins vegar sé hægt að lesa í ár, þær séu fyrirsjáanlegar. En það sé aðeins á færi þeirra sem þekki til ánna að gera það. Anup Gurung er reynslumikill þegar kemur að ám og flúðasiglingum.@vikingrafting Hann bendir á að þeir sem látist í slysum sem þessum séu upp til hópa vel á sig komnir og kunni sundtökin. Fólk að skemmta sér sem telji sig geta synt að landi án teljandi vandræða. „Þeir sem eru í lélegu formi og ekki góðir að synda, þeir stökkva ekki. Þeir eru hræddir,“ segir Anup. Besti sundmaður í heimi eigi engan séns Anup horfir til hins mikla vatnsmagns og rennslis sem var í ánni þennan dag. Meira vatn og rennsli leiði til hringiða í vatninu og meiri öldugangs. Kraftarnir í vatninu aukist sem geri fólki erfitt fyrir að hreyfa sig úr stað í vatninu. Og geta sogað fólk niður í ána. Svona var staðan við gömlu brúna yfir Fnjóská þann 21. september síðastliðinn. Rennslið var um 35 m3/s, miklu minna en daginn örlagaríka í maí. Strákarnir stukku af klettinum lengst til vinstri.Vísir/KTD Hann líkir aðstæðum við trekt þar sem fólk hreinlega sogist niður og komist ekki upp jafn hratt og það hafði reiknað með. Við bætist að fólk er nýkomið ofan í ísalda ána sem sé sjokk fyrir líkamann. Allt framtalið valdi því að fólk verði eðlilega hrætt. „Þú gætir verið besti sundmaður í heimi, en það skiptir ekki máli,“ segir Anup. Koma hrædd upp úr köldu vatninu Fjöldi fólks fer í flúðasiglingar með Anup og hans fólki í Skagafirði á hverju ári. Þar eru reglurnar skýrar; allir eru í þurrgalla, í björgunarvesti og með hjálm á höfði. „Ef það er mikið rennsli þá þurfa allir að byrja á því að stökkva út í ána. Fólk verður að vera viðbúið hvernig aðstæður verði komi til þess að það detti úr bátnum,“ segir Anup. Fólk hoppi þá úr bátnum í tilraunaskyni út í kalda ána og sé undir yfirborði vatnsins í innan við sekúndu. Fólk á vegum Viking rafting í flúðasiglingu.Viking rafting „Þú myndir ekki trúa því hve margir koma í hræðsluástandi upp úr vatninu,“ segir Anup. „Þau eru með leiðsögumenn, vita að þeir eru mjög færir. Þau eru með allan búnað og vita að þau geta treyst honum. En samt verða þau hrædd,“ segir Anup. Það sé eðlilegt. Því sé ekki nema von að brugðið geti til beggja vona þegar stokkið sé úr margra metra hæð ofan í vatnsmikla, ískalda og grugguga á án nokkurs búnaðar og enginn á staðnum til að hjálpa þér. Vissi ekki af vinsældum stökkstaðarins Fréttastofa leitaði til Lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna slyssins með það fyrir augum að fá frekari upplýsingar um slysið en þær sem komu fram í stuttri tilkynningu til fjölmiðla þann 31. maí síðastliðinn. Vonir stóðu til að geta sýnt almenningi myndir af ánni við leitina þennan örlagaríka dag og fá frekari upplýsingar um slysstað og möguleg varnaðarorð lögreglu. Sömuleiðis fá svör við því hvort til stæði að setja upp skilti eða annan öryggisbúnað við brúna þar sem slysið varð. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri hafnaði að endingu beiðni fréttastofu og sagði embættið ekki munu tjá sig frekar um málið. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, sagði embættið ekki munu tjá sig að nokkru leyti um slysið.Vísir Þröstur Friðfinnsson er sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi þar sem Fnjóská rennur til sjávar. Brúin við klettinn þar sem strákarnir stukku er um tíu kílómetra suðaustan af Grenivík. Brúin er skammt ofan við brú á Grenivíkurvegi yfir Fnjóská. Gamla brúin sést vel frá þeirri yngri. „Ég vissi hreinlega ekki að staðurinn væri vinsæll til stökka fyrr en slysið varð,“ segir Þröstur. Um skelfilegt slys sé að ræða. Menn megi hætta við Þröstur segir ána geta verið afar misjafna milli daga og tímabila. Stór munur sé á því hvort áin sé tær og í lágmarki eða mórauð og í vexti. „En ég held að þetta sé hreinlega alltaf varasamur staður.“ Þröstur Friðfinnsson er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.Vísir/Tryggvi Páll Þröstur hefur heyrt af því að stokkið sé út í ár víðar um landið og er hans tilfinning að vöxtur sé í slíku. „Það er mikilvægt að svona atburður geti orðið til þess að menn gái betur að sér,“ segir Þröstur. Þá sé líka mikilvægt að mönnum sé ljóst að þeir geti hætt við, til dæmis þegar aðstæður séu ekki góðar. Menn eigi ekki að skammast sín fyrir það. „Það eru stóru skilaboðin, að fara ekki fram úr sér. Það er gríðarlegur munur á ám hvort þær eru í lágmarki að sumri til eða í bullandi vexti. Menn eru allt í einu komnir í stórhættulegar aðstæður,“ segir Þröstur. „Þetta er mjög sorglegt slys.“ Vinsælasti stökkstaður landsins Lögreglan á Austfjörðum er meðvituð um hættuna sem fylgir því að hoppa í ár. Hjalti Bergmar Axelsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn á Egilsstöðum þar sem líklega er að finna vinsælasta stökkstað landsins. Svokallað Björgvinsbelti við gömlu brúna yfir Eyvindará við Egilsstaði.Lögreglan á Austurlandi Um er að ræða gömlu brúna yfir Eyvindará þangað sem börn, unglingar og fullorðið fólk streymir á sólríkustu dögum sumarsins og safnar í sig kjarki til að stökkva. „Þetta er einhver hefð sem skapaðist þegar þjóðvegurinn var færður á nýjan stað og með betri brú. Þá fór þetta að verða voðalega vinsælt,“ segir Hjalti. Upplýsingaskilti við brúna yfir Eyvindará.Lögreglan á Austurlandi Lögreglan hafi átt í góðu samtali við sveitarfélagið vegna þessa. Viðvörunarskilti á íslensku og ensku er við brúna þar sem fram kemur að áin geti verið straumhörð, breytileg að dýpt og aflið mikið. Þar er einnig að finna Björgvinsbelti sem er hægt að kasta út í ána. Ungar stúlkur hætt komnar í ánni Sírenuvæl heyrðist um alla Egilsstaði um kvöldmatarleytið einn föstudag í ágúst sumarið 2020. Rjómablíða var á Egilsstöðum og margir að stökkva. Ellefu og tólf ára stelpur voru þeirra á meðal nema þær höfðu lent í sterkum straumi sem bar þær niður að flúðum í ánni þar sem þær lentu í sjálfheldu. Foreldrar og nærstaddir náðu að koma stúlkunum til bjargar en áin var sérstaklega vatnsmikil vegna hlýindanna. „Þar sem er stokkið er áin lygn en örlítið neðar eru flúðir. Eftir atvikið er búið að strengja línu neðar í ánni svo fólk sem fer með ánni niður undir flúðirnar á möguleika á að grípa í línuna,“ segir Hjalti. Lögregla treysti á foreldra og samfélagið fyrir austan um samtal þegar áhyggjur séu af aðstæðum í ánni. Lögregla liggi ekki á slíkum upplýsingum heldur komi þeim út til almennings um leið. Til dæmis á góðviðrisdögum á vorin þegar enn sé mikið snjóbráð á fjöllum og vatnsmagn í ánni í hærra lagi. Lítið sé um stökk á þeim árstíma vegna þess hve gruggug áin sé. Hér má sjá línuna neðar í ánni sem fólk getur gripið í ef straumurinn reynist mikill.Lögreglan á Austurlandi „Það er augljós munur á ánni í vorleysingum. Þá er hún þannig að það er ekkert heillandi að stökkva. Ég man ekki eftir því að menn hafi verið að gera það,“ segir Hjalti. Þarna sé áin frekar brún en ekki fagurblá eins og hún verði síðar um sumarið. Heimamenn þekki aðstæður vel en allur sé varinn góður. Sífellt fleiri eigi leið um bæinn í seinni tíð enda spyrjist fljótt út á tækniöld um staði á borð við gömlu brúna yfir Eyvindará. Stökkin verði hættulegri með aukinni hæð Hluti af flúðasiglingum Anup og félaga í Skagafirði er að bjóða fólki upp á að stökkva af kletti og ofan í ána þar sem hún er lygn. Hann segir stökk úr mikilli hæð alls ekki hættulaus. „Fólk er alltaf í björgunarvesti og með hjálm nema um sé að ræða atvinnufólk sem viti hvað það er að gera. Við leyfum fólki ekki að dífa sér. Þannig getur það stórslasað sig,“ segir Anup. Hættan sé meiri eftir því sem hæðin aukist. „Ef þú stekkur úr fjögurra til fimm metra hæð þá geturðu lent hvernig sem er og það ætti að sleppa. En þegar þú ert kominn í sjö til átta metra hæð þá skiptir öllu máli hvernig þú lendir,“ segir Anup. „Fólk getur brotið á sér bakið, rófubeinið eða farið úr axlarlið. Ef þú ert berfættur geturðu lent á vatninu þannig að sársaukinn er eins og að lenda á steini. Í raun gerist ekki neitt slæmt en þú upplifir augnablikssársauka,“ segir Anup. Það auki hættuna undir yfirborði vatnsins og geti orðið til þess að viðkomandi hafi upplifað mikið sjokk, sé enn á leiðinni niður í ískalt vatnið og geti við það gleypt vatn. Þannig geti maður á augnabliki misst alla stjórn og sekúndurnar áður en maður kemst upp á yfirborðið verið mjög lengi að líða. Það sé því margt sem þurfi að hafa í huga þegar stokkið er út í á. Skemmtilegur grallari fullur af orku Rúmum tveimur vikum eftir slysið hörmulega í Fnjóská lá leið ungra manna um tvítugt að heimili Inga í Giljahverfinu. Tvítugsafmælisdagurinn var runninn upp. Foreldrarnir Guðmundur Rúnar Guðmundsson og Hafdís Elva Ingimarsdóttir höfðu lofað syni sínum hamborgaraveislu á afmælisdaginn. Þau segja ekki annað hafa komið til greina en að standa við orð sín. Um fimmtíu strákar t í blóma lífsins mættu til að heiðra vin sinn. Strákar úr ólíkum vinahópum Inga sem hafði einstakt lag á að tengjast fólki úr öllum áttum og var því sérstaklega vinamargur. Þau eru því mörg sem sakna gleðigjafans sem kvaddi allt of snemma. Vinirnir fjölmenntu í afmælisveisluna hans Inga sem hefði orðið tvítugur þann 15. júní. Ingi var einstaklega vinamargur. Foreldrarnir lýsa Inga sem lífsglöðum, skemmtilegum og fyndnum dreng, fullum af orku og gleði. Hann var ör, hvatvís, brálátur, hávær, grallari og gaur. Enginn skortur á lýsingarorðum ung manns sem vissi hvað hann vildi, var fylginn sér og mögulega smá þrjóskur. „Félagslyndur, vinmargur, einlægur, opinn og var alltaf hann sjálfur. Hann hafði gott hjartalag, var vinur vina sinna, barngóður og mikill dýravinur. Hann kunni að njóta lífsins og má segja að hann hafi verið lífskúnstner og sælkeri,“ segja foreldrarnir. Hann elskaði góðan mat, flott föt og töff hluti og nýtti allan tímann sem hann gat til að gera skemmtilega hluti með vinunum. Hann hafði gott sjálfstraust og sterka sjálfsmynd og hafði ekki áhyggjur af skoðunum annarra á sér. Alltaf stutt í brosið Þau rifja upp æskuár Inga sem hafi verið glaðlyndur og svo til alltaf í góðu skapi. Tveggja ára brosmildur orkubolti. „Við minnumst þess ekki að hann hafi nokkurn tímann farið í fýlu eða verið reiður í langan tíma. En hann gat verið skapstór og var þá svolítið eins og flugeldur. Snögg reiddist þegar honum líkaði ekki við eitthvað eða fékk ekki það sem hann vildi. Fór þá hátt upp en kom jafn hratt niður aftur, eins og að hann hefði ekki tíma til að vera reiður og pirraður, brosti og hló, og sneri sér að næsta skemmtilega verkefni.“ Ingi hafi blómstrað á leikskóla þar sem hann hafi fengið útrás fyrir sköpunargleði sinni og hreyfiþörf. Honum hafi reynst erfiðara að sitja kyrr í grunnskóla þar sem krafa var um að sitja kyrr og hljóður yfir bókunum. Tólf ára hugsi grallari. „Ingi kynntist því skólastjóra Giljaskóla meira en okkur foreldrunum líkaði. Það var þó yfirleitt fyrir að gera eitthvað skemmtilegt, eins og að leika sér í drullupolli, snjóboltastríð, hlaupa á göngunum eða hnoðast með strákunum. Átti það líka til að vera með glens og gaman í tímum sem stundum fóru lengra en kennarar hans töldu ásættanlegt.“ Fullt hús af strákum í Giljahverfinu Ingi lauk húsasmíðanámi við Verkmenntaskólann á Akureyri og var jafnframt að klára stúdentspróf samhliða smíðavinnu. „Ingi átti ekki erfitt með að læra en tók flest annað fram yfir heimanámið. Sem dæmi þá var hann búinn að fá mjög góðar einkunnir fyrir verkefni og tímapróf í náttúrufræðiáfanga núna á vorönn. Lokaeinkunn var hins vegar 7. Aðspurður sagðist hann hafa sleppt síðustu verkefnunum því hann hafði annað og mikilvægara að gera, áfanganum var jú náð. „Work smart, not hard,“ sagði hann með bros á vör.“ Hann hafi frekar kosið að verja eins miklum tíma og hann gat í að gera eitthvað skemmtilegt með vinunum. Hann hafi sett allan sinn fókus í það og annað mátt sitja á hakanum eins og námið og sinna verkefnum heima við. Foreldrarnir minnast heimilisins í Giljahverfinu fullu af vinum og lífi meðan Ingi var í grunnskóla. Ingi æfði fótbolta með Þór á sínum yngri árum og átti góðar minningar af fótboltavellinum. Hér er hann að fagna á Orkumótinu í Vestmannaeyjum sumarið 2014. „Strákarnir að leika í tölvunni, út á lóð í fótbolta, vatnsslagur, hljómsveitaræfing eða einhver gauragangur. Hann æfði fótbolta og golf og prófaði einnig handbolta, júdó og að læra á trommur.“ Í seinni tíð hafi ræktin átt hug hans allan. Á tveimur árum hafi hann farið úr renglulegum táningi í stæltan ungan mann. „Hann mátti varla missa dag úr og mikið var lagt á sig til að ná inn daglegum kaloríufjölda og æskilegu magni af próteini.“ Lærðu svo margt af Inga Vinahópur Inga hafi stækkað ört í framhaldsskóla. Það hafi virst auðvelt fyrir hann að eignast vini úr ólíkum áttum. Hann hafi séð það góða og jákvæða hjá fólki og kunnað að nálgast það á mismunandi hátt. Þolinmæði hans fyrir neikvæði og drama hafi verið lítil. „Ingi lifði í núinu, hafði masterað núvitund í grunnskóla, og tók oft ákvarðanir með mjög stuttum fyrirvara hvort sem um var að ræða utanlandsferðir með vinunum, hringferð um landið, útilegur og sumarbústaðaferðir, já eða að mæta í sína eigin útskrift. Var hann oft fyrstur til að taka undir ef einhver stakk upp á einhverju skemmtilegu með orðunum „let‘s go“. Fjölskyldan í Giljahverfinu í sínu fínasta pússi vorið 2018. Ingi hafi kennt foreldrum sínum svo margt. „Að vera glaður og jákvæður, sjá ný tækifæri þegar aðstæður breytast, vera maður sjálfur og láta ekkert hafa áhrif á eigin sjálfsmynd. Gott dæmi um það má nefna að þegar Ingi komst á unglingsárin þá varð hárið á honum skyndilega snar krullótt. Reyndu margir að stríða honum og æsa hann upp með ummælum um hárið. Í stað þess að móðgast þá kom blik í augun á honum og við foreldrarnir sáum að hann var að hugsa „Ég skal sýna ykkur krullur“. Úr varð að hann safnaði enn þá meiri krullum og naut þess að grínast í þeim sem skutu á hann.“ Sólríkur skemmtilegur dagur endaði hörmulega Hafdís, Rúnar og Telma systir Inga halda fast í frábærar og dýrmætar minningar sem lifa áfram í hjörtum þeirra. Ingi ásamt fjölskyldunni við Svartafoss í Skaftafelli sumarið 2020. „Allar skemmtilegu samverustundirnar, ferðalög innan- og utanlands, afmæli, jól en þó ekki síst hversdagsleikinn. Þegar Ingi var heima var húsið fullt af orku, gríni, gleði, hávaða og látum. Hann smitaði svo mikið út frá sér lífsgleði og jákvæðri orku sem við söknum svo sárt núna.“ Þá eru þau þakklát þeim fjölmörgu björgunarsveitarmönnum sem komu að leitinni að Inga, sem og ást og hlýhug fjölskyldu og vina. Flottur í svörtu og hvítu við ferminguna árið 2018. „Lífið er stundum hvorki sanngjarnt né skiljanlegt. Sólríkur skemmtilegur dagur með vinunum endaði með svo hörmulegum hætti. Það beið þín svo margt skemmtilegt og þú varst rétt byrjaður að hefja líf þitt. En þú varst elskaður svo mikið og þú elskaðir okkur líka mikið. Með þá vitneskju og minningar um afar fallegan og yndislegan dreng þá munum við reyna að halda minningu þinni á lofti og vonum að það sé líf eftir þetta líf og þú sért á góðum stað í ömmu og afafaðmi,“ sögðu foreldrarnir Hafdís og Rúnar í fallegum minningarorðum um Inga í sumar. Fjölskyldan vonar að umræða um slysið sorglega verði til þess að koma í veg fyrir eða í það minnsta minnka líkurnar á að sambærilegur atburður geti átt sér stað. Akureyri Grýtubakkahreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Viðbúnaðurinn var mikill þegar lögreglu barst tilkynning um kvöldmatarleytið 30. maí um að nítján ára Akureyringur hefði fallið í Fnjóská. Um tvö hundruð manns tóku þátt í leitinni sem lauk fyrir hádegi daginn eftir þegar hann fannst látinn. Guðmundur Ingi Guðmundsson, alltaf kallaður Ingi, hafði farið ásamt vinum sínum að gamalli brú yfir Fnjóská við malarveg áleiðis til Grenivíkur í Grýtubakkahreppi. Þetta var fallegur snemmbúinn sumardagur þó enn væri maí. Planið var að stökkva út í ána af kletti við brúna. Stökkið reyndist hans síðasta. Ísköld, mórauð og vatnsmikil Hvað nákvæmlega varð þess valdandi að Ingi drukknaði eftir stökkið þennan örlagaríka dag við Fnjóská verður líklega aldrei ljóst. Það sem liggur aftur á móti fyrir er að rennsli í ánni var afar mikið þennan sólríka dag, á bilinu 120 til 130 rúmmetrar á sekúndu. Slíkt rennsli fyllir innilaug Laugardalslaugar á tuttugu sekúndum. Vatnsmagnið er afar mikið. Ástæða hins mikla rennslis á þessum tíma ársins voru leysingar. Áin var því sérstaklega vatnsmikil þennan dag, bæði er varðar rennsli og vatnshæð. Hún var ísköld og mjög gruggug, mórauð að lit. Hér má sjá rennslið í Fnjóská frá lokum apríl fram í október. Það fer lægst í 20 m3/s og alveg upp í 200 m3/s. Eins og sjá má var rennslið ansi mikið í lok maí.Veðurstofa Íslands Ingi var ekki sá fyrsti til að stökkva heldur annar í röðinni. Vinur hans sem stökk fyrst hafði áður stokkið í ána og náð að synda að bakkanum. Allt virtist ganga vel en sá sem fyrst stökk hafði reynslu af slíkum stökkum en þó ekki í á. Ingi var í toppformi og vanur bæði köldum potti og kaldri sturtu. Hvað gæti mögulega farið úrskeiðis? Áin miskunnarlaus Anup Gurung er nepalskur kajakræðari sem hefur farið með hópa í flúðasiglingar í Skagafirði í vel á þriðja áratug. Hann þekkir íslenskar ár vel og þær hættur sem þar geta leynst. Menn úr hans teymi, tveir reyndustu ræðararnir, voru meðal þeirra sem komu að leitinni í Fnjóská eftir slysið. „Við segjum alltaf að áin sé miskunnarlaus. Hún sýnir þér enga vægð,“ segir Anup. Hins vegar sé hægt að lesa í ár, þær séu fyrirsjáanlegar. En það sé aðeins á færi þeirra sem þekki til ánna að gera það. Anup Gurung er reynslumikill þegar kemur að ám og flúðasiglingum.@vikingrafting Hann bendir á að þeir sem látist í slysum sem þessum séu upp til hópa vel á sig komnir og kunni sundtökin. Fólk að skemmta sér sem telji sig geta synt að landi án teljandi vandræða. „Þeir sem eru í lélegu formi og ekki góðir að synda, þeir stökkva ekki. Þeir eru hræddir,“ segir Anup. Besti sundmaður í heimi eigi engan séns Anup horfir til hins mikla vatnsmagns og rennslis sem var í ánni þennan dag. Meira vatn og rennsli leiði til hringiða í vatninu og meiri öldugangs. Kraftarnir í vatninu aukist sem geri fólki erfitt fyrir að hreyfa sig úr stað í vatninu. Og geta sogað fólk niður í ána. Svona var staðan við gömlu brúna yfir Fnjóská þann 21. september síðastliðinn. Rennslið var um 35 m3/s, miklu minna en daginn örlagaríka í maí. Strákarnir stukku af klettinum lengst til vinstri.Vísir/KTD Hann líkir aðstæðum við trekt þar sem fólk hreinlega sogist niður og komist ekki upp jafn hratt og það hafði reiknað með. Við bætist að fólk er nýkomið ofan í ísalda ána sem sé sjokk fyrir líkamann. Allt framtalið valdi því að fólk verði eðlilega hrætt. „Þú gætir verið besti sundmaður í heimi, en það skiptir ekki máli,“ segir Anup. Koma hrædd upp úr köldu vatninu Fjöldi fólks fer í flúðasiglingar með Anup og hans fólki í Skagafirði á hverju ári. Þar eru reglurnar skýrar; allir eru í þurrgalla, í björgunarvesti og með hjálm á höfði. „Ef það er mikið rennsli þá þurfa allir að byrja á því að stökkva út í ána. Fólk verður að vera viðbúið hvernig aðstæður verði komi til þess að það detti úr bátnum,“ segir Anup. Fólk hoppi þá úr bátnum í tilraunaskyni út í kalda ána og sé undir yfirborði vatnsins í innan við sekúndu. Fólk á vegum Viking rafting í flúðasiglingu.Viking rafting „Þú myndir ekki trúa því hve margir koma í hræðsluástandi upp úr vatninu,“ segir Anup. „Þau eru með leiðsögumenn, vita að þeir eru mjög færir. Þau eru með allan búnað og vita að þau geta treyst honum. En samt verða þau hrædd,“ segir Anup. Það sé eðlilegt. Því sé ekki nema von að brugðið geti til beggja vona þegar stokkið sé úr margra metra hæð ofan í vatnsmikla, ískalda og grugguga á án nokkurs búnaðar og enginn á staðnum til að hjálpa þér. Vissi ekki af vinsældum stökkstaðarins Fréttastofa leitaði til Lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna slyssins með það fyrir augum að fá frekari upplýsingar um slysið en þær sem komu fram í stuttri tilkynningu til fjölmiðla þann 31. maí síðastliðinn. Vonir stóðu til að geta sýnt almenningi myndir af ánni við leitina þennan örlagaríka dag og fá frekari upplýsingar um slysstað og möguleg varnaðarorð lögreglu. Sömuleiðis fá svör við því hvort til stæði að setja upp skilti eða annan öryggisbúnað við brúna þar sem slysið varð. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri hafnaði að endingu beiðni fréttastofu og sagði embættið ekki munu tjá sig frekar um málið. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, sagði embættið ekki munu tjá sig að nokkru leyti um slysið.Vísir Þröstur Friðfinnsson er sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi þar sem Fnjóská rennur til sjávar. Brúin við klettinn þar sem strákarnir stukku er um tíu kílómetra suðaustan af Grenivík. Brúin er skammt ofan við brú á Grenivíkurvegi yfir Fnjóská. Gamla brúin sést vel frá þeirri yngri. „Ég vissi hreinlega ekki að staðurinn væri vinsæll til stökka fyrr en slysið varð,“ segir Þröstur. Um skelfilegt slys sé að ræða. Menn megi hætta við Þröstur segir ána geta verið afar misjafna milli daga og tímabila. Stór munur sé á því hvort áin sé tær og í lágmarki eða mórauð og í vexti. „En ég held að þetta sé hreinlega alltaf varasamur staður.“ Þröstur Friðfinnsson er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.Vísir/Tryggvi Páll Þröstur hefur heyrt af því að stokkið sé út í ár víðar um landið og er hans tilfinning að vöxtur sé í slíku. „Það er mikilvægt að svona atburður geti orðið til þess að menn gái betur að sér,“ segir Þröstur. Þá sé líka mikilvægt að mönnum sé ljóst að þeir geti hætt við, til dæmis þegar aðstæður séu ekki góðar. Menn eigi ekki að skammast sín fyrir það. „Það eru stóru skilaboðin, að fara ekki fram úr sér. Það er gríðarlegur munur á ám hvort þær eru í lágmarki að sumri til eða í bullandi vexti. Menn eru allt í einu komnir í stórhættulegar aðstæður,“ segir Þröstur. „Þetta er mjög sorglegt slys.“ Vinsælasti stökkstaður landsins Lögreglan á Austfjörðum er meðvituð um hættuna sem fylgir því að hoppa í ár. Hjalti Bergmar Axelsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn á Egilsstöðum þar sem líklega er að finna vinsælasta stökkstað landsins. Svokallað Björgvinsbelti við gömlu brúna yfir Eyvindará við Egilsstaði.Lögreglan á Austurlandi Um er að ræða gömlu brúna yfir Eyvindará þangað sem börn, unglingar og fullorðið fólk streymir á sólríkustu dögum sumarsins og safnar í sig kjarki til að stökkva. „Þetta er einhver hefð sem skapaðist þegar þjóðvegurinn var færður á nýjan stað og með betri brú. Þá fór þetta að verða voðalega vinsælt,“ segir Hjalti. Upplýsingaskilti við brúna yfir Eyvindará.Lögreglan á Austurlandi Lögreglan hafi átt í góðu samtali við sveitarfélagið vegna þessa. Viðvörunarskilti á íslensku og ensku er við brúna þar sem fram kemur að áin geti verið straumhörð, breytileg að dýpt og aflið mikið. Þar er einnig að finna Björgvinsbelti sem er hægt að kasta út í ána. Ungar stúlkur hætt komnar í ánni Sírenuvæl heyrðist um alla Egilsstaði um kvöldmatarleytið einn föstudag í ágúst sumarið 2020. Rjómablíða var á Egilsstöðum og margir að stökkva. Ellefu og tólf ára stelpur voru þeirra á meðal nema þær höfðu lent í sterkum straumi sem bar þær niður að flúðum í ánni þar sem þær lentu í sjálfheldu. Foreldrar og nærstaddir náðu að koma stúlkunum til bjargar en áin var sérstaklega vatnsmikil vegna hlýindanna. „Þar sem er stokkið er áin lygn en örlítið neðar eru flúðir. Eftir atvikið er búið að strengja línu neðar í ánni svo fólk sem fer með ánni niður undir flúðirnar á möguleika á að grípa í línuna,“ segir Hjalti. Lögregla treysti á foreldra og samfélagið fyrir austan um samtal þegar áhyggjur séu af aðstæðum í ánni. Lögregla liggi ekki á slíkum upplýsingum heldur komi þeim út til almennings um leið. Til dæmis á góðviðrisdögum á vorin þegar enn sé mikið snjóbráð á fjöllum og vatnsmagn í ánni í hærra lagi. Lítið sé um stökk á þeim árstíma vegna þess hve gruggug áin sé. Hér má sjá línuna neðar í ánni sem fólk getur gripið í ef straumurinn reynist mikill.Lögreglan á Austurlandi „Það er augljós munur á ánni í vorleysingum. Þá er hún þannig að það er ekkert heillandi að stökkva. Ég man ekki eftir því að menn hafi verið að gera það,“ segir Hjalti. Þarna sé áin frekar brún en ekki fagurblá eins og hún verði síðar um sumarið. Heimamenn þekki aðstæður vel en allur sé varinn góður. Sífellt fleiri eigi leið um bæinn í seinni tíð enda spyrjist fljótt út á tækniöld um staði á borð við gömlu brúna yfir Eyvindará. Stökkin verði hættulegri með aukinni hæð Hluti af flúðasiglingum Anup og félaga í Skagafirði er að bjóða fólki upp á að stökkva af kletti og ofan í ána þar sem hún er lygn. Hann segir stökk úr mikilli hæð alls ekki hættulaus. „Fólk er alltaf í björgunarvesti og með hjálm nema um sé að ræða atvinnufólk sem viti hvað það er að gera. Við leyfum fólki ekki að dífa sér. Þannig getur það stórslasað sig,“ segir Anup. Hættan sé meiri eftir því sem hæðin aukist. „Ef þú stekkur úr fjögurra til fimm metra hæð þá geturðu lent hvernig sem er og það ætti að sleppa. En þegar þú ert kominn í sjö til átta metra hæð þá skiptir öllu máli hvernig þú lendir,“ segir Anup. „Fólk getur brotið á sér bakið, rófubeinið eða farið úr axlarlið. Ef þú ert berfættur geturðu lent á vatninu þannig að sársaukinn er eins og að lenda á steini. Í raun gerist ekki neitt slæmt en þú upplifir augnablikssársauka,“ segir Anup. Það auki hættuna undir yfirborði vatnsins og geti orðið til þess að viðkomandi hafi upplifað mikið sjokk, sé enn á leiðinni niður í ískalt vatnið og geti við það gleypt vatn. Þannig geti maður á augnabliki misst alla stjórn og sekúndurnar áður en maður kemst upp á yfirborðið verið mjög lengi að líða. Það sé því margt sem þurfi að hafa í huga þegar stokkið er út í á. Skemmtilegur grallari fullur af orku Rúmum tveimur vikum eftir slysið hörmulega í Fnjóská lá leið ungra manna um tvítugt að heimili Inga í Giljahverfinu. Tvítugsafmælisdagurinn var runninn upp. Foreldrarnir Guðmundur Rúnar Guðmundsson og Hafdís Elva Ingimarsdóttir höfðu lofað syni sínum hamborgaraveislu á afmælisdaginn. Þau segja ekki annað hafa komið til greina en að standa við orð sín. Um fimmtíu strákar t í blóma lífsins mættu til að heiðra vin sinn. Strákar úr ólíkum vinahópum Inga sem hafði einstakt lag á að tengjast fólki úr öllum áttum og var því sérstaklega vinamargur. Þau eru því mörg sem sakna gleðigjafans sem kvaddi allt of snemma. Vinirnir fjölmenntu í afmælisveisluna hans Inga sem hefði orðið tvítugur þann 15. júní. Ingi var einstaklega vinamargur. Foreldrarnir lýsa Inga sem lífsglöðum, skemmtilegum og fyndnum dreng, fullum af orku og gleði. Hann var ör, hvatvís, brálátur, hávær, grallari og gaur. Enginn skortur á lýsingarorðum ung manns sem vissi hvað hann vildi, var fylginn sér og mögulega smá þrjóskur. „Félagslyndur, vinmargur, einlægur, opinn og var alltaf hann sjálfur. Hann hafði gott hjartalag, var vinur vina sinna, barngóður og mikill dýravinur. Hann kunni að njóta lífsins og má segja að hann hafi verið lífskúnstner og sælkeri,“ segja foreldrarnir. Hann elskaði góðan mat, flott föt og töff hluti og nýtti allan tímann sem hann gat til að gera skemmtilega hluti með vinunum. Hann hafði gott sjálfstraust og sterka sjálfsmynd og hafði ekki áhyggjur af skoðunum annarra á sér. Alltaf stutt í brosið Þau rifja upp æskuár Inga sem hafi verið glaðlyndur og svo til alltaf í góðu skapi. Tveggja ára brosmildur orkubolti. „Við minnumst þess ekki að hann hafi nokkurn tímann farið í fýlu eða verið reiður í langan tíma. En hann gat verið skapstór og var þá svolítið eins og flugeldur. Snögg reiddist þegar honum líkaði ekki við eitthvað eða fékk ekki það sem hann vildi. Fór þá hátt upp en kom jafn hratt niður aftur, eins og að hann hefði ekki tíma til að vera reiður og pirraður, brosti og hló, og sneri sér að næsta skemmtilega verkefni.“ Ingi hafi blómstrað á leikskóla þar sem hann hafi fengið útrás fyrir sköpunargleði sinni og hreyfiþörf. Honum hafi reynst erfiðara að sitja kyrr í grunnskóla þar sem krafa var um að sitja kyrr og hljóður yfir bókunum. Tólf ára hugsi grallari. „Ingi kynntist því skólastjóra Giljaskóla meira en okkur foreldrunum líkaði. Það var þó yfirleitt fyrir að gera eitthvað skemmtilegt, eins og að leika sér í drullupolli, snjóboltastríð, hlaupa á göngunum eða hnoðast með strákunum. Átti það líka til að vera með glens og gaman í tímum sem stundum fóru lengra en kennarar hans töldu ásættanlegt.“ Fullt hús af strákum í Giljahverfinu Ingi lauk húsasmíðanámi við Verkmenntaskólann á Akureyri og var jafnframt að klára stúdentspróf samhliða smíðavinnu. „Ingi átti ekki erfitt með að læra en tók flest annað fram yfir heimanámið. Sem dæmi þá var hann búinn að fá mjög góðar einkunnir fyrir verkefni og tímapróf í náttúrufræðiáfanga núna á vorönn. Lokaeinkunn var hins vegar 7. Aðspurður sagðist hann hafa sleppt síðustu verkefnunum því hann hafði annað og mikilvægara að gera, áfanganum var jú náð. „Work smart, not hard,“ sagði hann með bros á vör.“ Hann hafi frekar kosið að verja eins miklum tíma og hann gat í að gera eitthvað skemmtilegt með vinunum. Hann hafi sett allan sinn fókus í það og annað mátt sitja á hakanum eins og námið og sinna verkefnum heima við. Foreldrarnir minnast heimilisins í Giljahverfinu fullu af vinum og lífi meðan Ingi var í grunnskóla. Ingi æfði fótbolta með Þór á sínum yngri árum og átti góðar minningar af fótboltavellinum. Hér er hann að fagna á Orkumótinu í Vestmannaeyjum sumarið 2014. „Strákarnir að leika í tölvunni, út á lóð í fótbolta, vatnsslagur, hljómsveitaræfing eða einhver gauragangur. Hann æfði fótbolta og golf og prófaði einnig handbolta, júdó og að læra á trommur.“ Í seinni tíð hafi ræktin átt hug hans allan. Á tveimur árum hafi hann farið úr renglulegum táningi í stæltan ungan mann. „Hann mátti varla missa dag úr og mikið var lagt á sig til að ná inn daglegum kaloríufjölda og æskilegu magni af próteini.“ Lærðu svo margt af Inga Vinahópur Inga hafi stækkað ört í framhaldsskóla. Það hafi virst auðvelt fyrir hann að eignast vini úr ólíkum áttum. Hann hafi séð það góða og jákvæða hjá fólki og kunnað að nálgast það á mismunandi hátt. Þolinmæði hans fyrir neikvæði og drama hafi verið lítil. „Ingi lifði í núinu, hafði masterað núvitund í grunnskóla, og tók oft ákvarðanir með mjög stuttum fyrirvara hvort sem um var að ræða utanlandsferðir með vinunum, hringferð um landið, útilegur og sumarbústaðaferðir, já eða að mæta í sína eigin útskrift. Var hann oft fyrstur til að taka undir ef einhver stakk upp á einhverju skemmtilegu með orðunum „let‘s go“. Fjölskyldan í Giljahverfinu í sínu fínasta pússi vorið 2018. Ingi hafi kennt foreldrum sínum svo margt. „Að vera glaður og jákvæður, sjá ný tækifæri þegar aðstæður breytast, vera maður sjálfur og láta ekkert hafa áhrif á eigin sjálfsmynd. Gott dæmi um það má nefna að þegar Ingi komst á unglingsárin þá varð hárið á honum skyndilega snar krullótt. Reyndu margir að stríða honum og æsa hann upp með ummælum um hárið. Í stað þess að móðgast þá kom blik í augun á honum og við foreldrarnir sáum að hann var að hugsa „Ég skal sýna ykkur krullur“. Úr varð að hann safnaði enn þá meiri krullum og naut þess að grínast í þeim sem skutu á hann.“ Sólríkur skemmtilegur dagur endaði hörmulega Hafdís, Rúnar og Telma systir Inga halda fast í frábærar og dýrmætar minningar sem lifa áfram í hjörtum þeirra. Ingi ásamt fjölskyldunni við Svartafoss í Skaftafelli sumarið 2020. „Allar skemmtilegu samverustundirnar, ferðalög innan- og utanlands, afmæli, jól en þó ekki síst hversdagsleikinn. Þegar Ingi var heima var húsið fullt af orku, gríni, gleði, hávaða og látum. Hann smitaði svo mikið út frá sér lífsgleði og jákvæðri orku sem við söknum svo sárt núna.“ Þá eru þau þakklát þeim fjölmörgu björgunarsveitarmönnum sem komu að leitinni að Inga, sem og ást og hlýhug fjölskyldu og vina. Flottur í svörtu og hvítu við ferminguna árið 2018. „Lífið er stundum hvorki sanngjarnt né skiljanlegt. Sólríkur skemmtilegur dagur með vinunum endaði með svo hörmulegum hætti. Það beið þín svo margt skemmtilegt og þú varst rétt byrjaður að hefja líf þitt. En þú varst elskaður svo mikið og þú elskaðir okkur líka mikið. Með þá vitneskju og minningar um afar fallegan og yndislegan dreng þá munum við reyna að halda minningu þinni á lofti og vonum að það sé líf eftir þetta líf og þú sért á góðum stað í ömmu og afafaðmi,“ sögðu foreldrarnir Hafdís og Rúnar í fallegum minningarorðum um Inga í sumar. Fjölskyldan vonar að umræða um slysið sorglega verði til þess að koma í veg fyrir eða í það minnsta minnka líkurnar á að sambærilegur atburður geti átt sér stað.
Akureyri Grýtubakkahreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira