Skoðun

Eini lýð­ræðis­legi flokkur?

Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar

Í því að skima yfir fréttir sýnist að engir stjórnmálaflokkar í þingi ætli að halda prófkjör, fyrir komandi kosningar, nema Píratar. Víst er það ósanngjarnt að vænta þess af öllum flokkum að halda prófkjör með svo litlum fyrirvara -- ekki allir flokkar hafa lýðræði svo mikið á heilanum til að eiga kosningakerfi sem getur haldið prófkjör hvenær sem er. Þannig að ég gæti sýnt skilning og samúð.

En hvað ef ég vildi vera ósanngjarn? Sýnir það óstöðugleika í flokkunum (gleymum í bili að ríkisstjórnin sprakk ekki sem glæsilegast)? Skipulagsleysi? Eða... hvað? Hafa þeir svo litla virðingu fyrir lýðræði og kjósendur landsins (jafnvel eigin flokksmenn) að þessar skyndikosningar séu orðnar að afsökun til þess að verðlauna vini eða gjalda greiða milli valdaklíkna? Munum að sumir þeirra flokka fundu leiðir til að hunsa vilja þjóðarinnar, sýndan með þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir rúmum áratug, til að innleiða nýja stjórnarskrá. Nýja stjórnarskrá sem hefði virkjað þann rétt, sem þjóðin á, til að ákveða mál sjálf, með þjóðaratkvæðagreðslum. Er kerfi líkt því Svissneska of gott fyrir íslendinga? Of mikið lýðræði fyrir plebbana?

Prófkjörum Pírata lýkur klukkan 16:00 á þriðjudegi. Öllum er boðið! Smátt smakk af lýðræði fyrir kosningar. Þið hafið líklega tíma -- enginn annar flokkur virðist ætla að taka ykkar tíma -- til að raða frambjóðendum í ykkar kjördæmum eða fleiri. Og ef þið ætlið að kjósa í Reykjavík (Píratar líta á kjördæmin tvö sem eina heild), kjósið mig efstan!

Maður má skrá sig hér ( https://x.piratar.is/polity/1/elections/ ) og svo kjósa. Í besta falli skimar maður yfir sjálfslýsingar frambjóðenda fyrir að raða þeim.

Og sýnum sanngirni.

Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík og brennur fyrir lýðræði.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×