Elísa kláraði 61 hring, einum hring minna en sigurvegarinn Þorleifur Þorleifsson, og Marlena sextíu.
Óhætt er að segja að árangur þeirra Elísu og Marlenu hafi verið glæsilegur. Fyrir HM var besti árangur Elísu 56 hringir en metið hennar Marlenu voru 38 hringir.
Þær Elísa og Marlena voru skiljanlega uppgefnar eftir hlaupið. Þær hófu keppni á hádegi á laugardaginn en luku leik eftir miðnætti í nótt.
Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan voru þær Elísa og Marlena báðar nánast örmagna eftir hlaupið en jafnframt sælar og sáttar með árangurinn.