Össur segir Ingu valdspilltan leiðtoga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2024 13:36 Össur Skarphéðinsson segir ótrúlegt að hegðun Ingu viðgangist á 21. öldinni. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar kallar Ingu Sæland, formann Flokks flokksins, valdspilltan leiðtoga og segir hegðun hennar með ólíkindum á 21. öldinni. Tilefnið er að forysta flokksins hafnaði Jakobi Frímanni Magnússyni og Tómasi A. Tómassyni í aðdraganda Alþingiskosninganna 30. nóvember. Inga greindi frá því í gær að Jakob Frímann og Tómas yrðu ekki oddvitar á listum flokksins í Norðausturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður. Sigurjón Þórðarson verður oddviti í stað Jakobs Frímanns og Ragnar Þór Ingólfsson í stað Tómasar. „Inga Sæland talar sig móða um skort á lýðræði – nú síðast þegar starfsstjórn var í myndun – en á sama tíma tekur hún sér alræðisvald innan Flokks fólksins, þverbrýtur reglur hans og lög og rekur þingmenn úr framboði af því þeir dansa ekki algerlega eftir hennar höfði,“ segir Össur. Merkja mátti á yfirlýsingu Jakobs Frímanns í gær að hann væri ekki sáttur við að leiða ekki áfram flokkinn í Norðausturkjördæmi. „Aðskilnaðurinn á sér aðdraganda þar sem við sögu kemur m.a. ólík sýn á leikreglur hreinskiptni og trausts,“ sagði Jakob Frímann. Þá hafði Tómas nýlega látið í ljós ráðherradraum sinn. „Opinber brottrekstur Jakobs Frímanns (og Tomma í Búllunni) úr framboði er ekki aðeins ólýðræðislegur gjörningur hjá leiðtoga sem alltaf er með túlann fullan af lýðræðishjali heldur hreinasta valdníðsla af hennar hálfu. Það sést gjörla þegar rennt er yfir einföld og skýr lög Flokks fólksins á heimasíðu hans.“ Hann vísar til laga flokksins þar sem segi svart á hvítu að það sé uppstillingarnefnd, skipuð af kjördæmaráði, sem geri tillögu að framboðslista. „Í kjölfarið fjalla kjördæmisráð og stjórn um tillöguna á formlegum fundum. Formaðurinn hefur ekki einu sinni frumkvæðisrétt að tilnefningum – hvað þá til að gefa út tilskipanir um að tilteknir flokksmenn megi ekki vera í efstu sætum listanna.“ Gjörningurinn feli því ekki aðeins í sér fyrirlitningu á þeim lýðræðislegu vinnubrögðum sem hún krefjist dag hvern úr ræðustól Alþingis, heldur líka óvanalega gróft brot á lögum flokksins. Sigurjón Þórðarson varaþingmaður Flokks fólksins og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR eru nýir oddvitar Flokks fólksins. Sigurjón tekur við af Jakobi Frímanni og Ragnar af Tómasi. Aðrir oddvitar flokksins eru Inga Sæland, formaður flokksins í Reykjavikurkjördæmi suður, Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi, Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingkona flokksins í Suðurkjördæmi og Eyjólfur Ármannsson þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi. „Að svona gerist á Íslandi á þriðja áratug 21. aldarinnar er með ólíkindum. Kannski á Ítalíu fyrir hundrað árum – en ekki hér og nú. Fjölmiðlar, sem eru helsta aðhaldstæki gegn valdspilltum leiðtogum, hljóta að skýra hvernig þetta samræmist lögum flokksins og hvort verjanlegt sé að flokkur undir slíkri stjórn fái tugmilljónir frá skattborgurum ár hvert í rekstrarstyrki.“ Hann segir Jakob Frímann ástsælan listamann sem eigi vild alls staðar enda merkilegt eintak, eins og Össur kemst að orði. „Enginn hefur náð meiri árangri fyrir kjarabaráttu listamanna en hann. Á sínum tíma var hann hvalreki fyrir Flokk fólksins og náði óvæntum og næsta ótrúlegum árangri með afar óhefðbundinni kosningabaráttu. Í dag er mesta fylgi Flokks fólksins einmitt í hans kjördæmi. Gæti verið að það sé þyrnir í auga drottningarinnar að hann hefur meira fylgi en hún í sínu kjördæmi?“ spyr Össur. Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ragnar Þór býr sig undir harða baráttu „Lygari, óheiðarlegur, skrifar falsfréttir, hræsnari, popúlisti, lýðskrumari, dóni, stundar hatursorðræðu og kvenfyrirlitningu, brennuvargur og ofbeldismaður.“ 22. október 2024 10:04 Jakob og Tómas einu oddvitar Flokks fólksins sem detta út Jakob Frímann verður ekki áfram oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Fyrr í dag kom í ljós að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tæki oddvitasæti í Reykjavík af Tómasi Tómassyni. Aðrir oddvitar halda sætum sínum að sögn varaformanns flokksins. 21. október 2024 21:02 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Inga greindi frá því í gær að Jakob Frímann og Tómas yrðu ekki oddvitar á listum flokksins í Norðausturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður. Sigurjón Þórðarson verður oddviti í stað Jakobs Frímanns og Ragnar Þór Ingólfsson í stað Tómasar. „Inga Sæland talar sig móða um skort á lýðræði – nú síðast þegar starfsstjórn var í myndun – en á sama tíma tekur hún sér alræðisvald innan Flokks fólksins, þverbrýtur reglur hans og lög og rekur þingmenn úr framboði af því þeir dansa ekki algerlega eftir hennar höfði,“ segir Össur. Merkja mátti á yfirlýsingu Jakobs Frímanns í gær að hann væri ekki sáttur við að leiða ekki áfram flokkinn í Norðausturkjördæmi. „Aðskilnaðurinn á sér aðdraganda þar sem við sögu kemur m.a. ólík sýn á leikreglur hreinskiptni og trausts,“ sagði Jakob Frímann. Þá hafði Tómas nýlega látið í ljós ráðherradraum sinn. „Opinber brottrekstur Jakobs Frímanns (og Tomma í Búllunni) úr framboði er ekki aðeins ólýðræðislegur gjörningur hjá leiðtoga sem alltaf er með túlann fullan af lýðræðishjali heldur hreinasta valdníðsla af hennar hálfu. Það sést gjörla þegar rennt er yfir einföld og skýr lög Flokks fólksins á heimasíðu hans.“ Hann vísar til laga flokksins þar sem segi svart á hvítu að það sé uppstillingarnefnd, skipuð af kjördæmaráði, sem geri tillögu að framboðslista. „Í kjölfarið fjalla kjördæmisráð og stjórn um tillöguna á formlegum fundum. Formaðurinn hefur ekki einu sinni frumkvæðisrétt að tilnefningum – hvað þá til að gefa út tilskipanir um að tilteknir flokksmenn megi ekki vera í efstu sætum listanna.“ Gjörningurinn feli því ekki aðeins í sér fyrirlitningu á þeim lýðræðislegu vinnubrögðum sem hún krefjist dag hvern úr ræðustól Alþingis, heldur líka óvanalega gróft brot á lögum flokksins. Sigurjón Þórðarson varaþingmaður Flokks fólksins og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR eru nýir oddvitar Flokks fólksins. Sigurjón tekur við af Jakobi Frímanni og Ragnar af Tómasi. Aðrir oddvitar flokksins eru Inga Sæland, formaður flokksins í Reykjavikurkjördæmi suður, Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi, Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingkona flokksins í Suðurkjördæmi og Eyjólfur Ármannsson þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi. „Að svona gerist á Íslandi á þriðja áratug 21. aldarinnar er með ólíkindum. Kannski á Ítalíu fyrir hundrað árum – en ekki hér og nú. Fjölmiðlar, sem eru helsta aðhaldstæki gegn valdspilltum leiðtogum, hljóta að skýra hvernig þetta samræmist lögum flokksins og hvort verjanlegt sé að flokkur undir slíkri stjórn fái tugmilljónir frá skattborgurum ár hvert í rekstrarstyrki.“ Hann segir Jakob Frímann ástsælan listamann sem eigi vild alls staðar enda merkilegt eintak, eins og Össur kemst að orði. „Enginn hefur náð meiri árangri fyrir kjarabaráttu listamanna en hann. Á sínum tíma var hann hvalreki fyrir Flokk fólksins og náði óvæntum og næsta ótrúlegum árangri með afar óhefðbundinni kosningabaráttu. Í dag er mesta fylgi Flokks fólksins einmitt í hans kjördæmi. Gæti verið að það sé þyrnir í auga drottningarinnar að hann hefur meira fylgi en hún í sínu kjördæmi?“ spyr Össur.
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ragnar Þór býr sig undir harða baráttu „Lygari, óheiðarlegur, skrifar falsfréttir, hræsnari, popúlisti, lýðskrumari, dóni, stundar hatursorðræðu og kvenfyrirlitningu, brennuvargur og ofbeldismaður.“ 22. október 2024 10:04 Jakob og Tómas einu oddvitar Flokks fólksins sem detta út Jakob Frímann verður ekki áfram oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Fyrr í dag kom í ljós að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tæki oddvitasæti í Reykjavík af Tómasi Tómassyni. Aðrir oddvitar halda sætum sínum að sögn varaformanns flokksins. 21. október 2024 21:02 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ragnar Þór býr sig undir harða baráttu „Lygari, óheiðarlegur, skrifar falsfréttir, hræsnari, popúlisti, lýðskrumari, dóni, stundar hatursorðræðu og kvenfyrirlitningu, brennuvargur og ofbeldismaður.“ 22. október 2024 10:04
Jakob og Tómas einu oddvitar Flokks fólksins sem detta út Jakob Frímann verður ekki áfram oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Fyrr í dag kom í ljós að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tæki oddvitasæti í Reykjavík af Tómasi Tómassyni. Aðrir oddvitar halda sætum sínum að sögn varaformanns flokksins. 21. október 2024 21:02