Myndir þú sætta þig við tólf ára kaupmáttarstöðnun? Sigrún Ólafsdóttir skrifar 24. október 2024 07:03 Nýlega vísaði Félag prófessora við ríkisháskóla kjaradeilu sinni til Ríkissáttasemjara. Ástæðan er einföld - kaupmáttur launa hjá prófessorum hefur staðið í stað í 8 ár. Laun prófessora hafa, með öðrum orðum, ekkert hækkað umfram verðbólguna frá 2016. Þrátt fyrir þessa stöðu hyggst ríkið bjóða prófessorum áframhaldandi kaupmáttarstöðnun til ársins 2028. Kaupmáttur prófessora mun því standa í stað í 12 ár, frá 2016 til 2028, á meðan kaupmáttur launa á Íslandi eykst að meðaltali um nær 30%. Myndir þú sætta þig við 12 ára stöðnun í kaupmætti þinna launa? Laun prófessora á við meðalsérfræðing Árið 2023 voru meðalheildarlaun prófessora, sem eru með doktorsgráður aðeins um 5% hærri en meðalheildarlaun sérfræðinga á almenna markaðinum, sem alla jafna hafa lokið mun styttra námi og eru jafnvel án meistaragráðu. Meðalheildarlaun lækna, fólks með svipaða námslengd að baki, voru þá um 66% hærri en laun prófessora að meðaltali. Prófessorar og aðrir háskólakennarar hafa lokið fimm til átta ára framhaldsnámi að loknu meistaranámi, sem er yfirleitt fjármagnað með námslánum. Að doktorsnámi loknu er algengt að fólk vinni sem nýdoktorar á lágum launum áður en það fær stöðu við háskóla. Þetta þýðir að háskólakennarar koma mun seinna inn á vinnumarkað en aðrir hópar og því hefjast greiðslur í lífeyrissjóð oft 10 til 15 árum seinna en hjá öðrum. Þeir kaupa húsnæði seinna á ævinni og sum greiða af húsnæðis- og námslánum allt til æviloka. En þrátt fyrir þetta eru laun prófessora litlu hærri en hjá meðalsérfræðingi á almenna markaðnum og þegar svokallaðar ævitekjur eru reiknaðar má telja tapið, vegna námskostnaðar og annarra þátta í tugum milljóna. Háskólakennarar tugum prósenta á eftir í launaþróun Til háskólakennara teljast meðal annarra lektorar, dósentar og prófessorar. Það er staðreynd að kröfur á háskólakennara varðandi kennslu og rannsóknir hafa aukist gífurlega á síðasta áratug á sama tíma og laun þeirra hafa haldist óbreytt í kaupmætti og rýrnað í samanburði við aðrar stéttir kennara. Í krónutölum talið, hækkuðu laun leik,- grunn,- og framhaldsskólakennara um 76-91% á árunum 2014-2023 en á sama tíma hækkuðu meðalheildarlaun háskólakennara einungis um 59%. Og eru kennarar á fyrri skólastigum þó engan veginn ofaldir. Það er því augljóst að það þarf að leiðrétta laun háskólakennara til samræmis við aðra hópa á vinnumarkaði og taka tillit til menntunar við launasetningu. Stjórnvöld verða að fjárfesta í framtíðinni Störf háskólakennara leggja grunn að farsæld til framtíðar og hlutverk þeirra er að efla þekkingu, rannsóknir og nýsköpun á Íslandi — samfélaginu öllu til heilla. Ef við ætlum að tryggja að íslenskir háskólar skipi sér í fremstu röð, skapi ný verðmæti með rannsóknum og mennti ungt fólk til starfa, þá verður að tryggja samkeppnishæf kjör og starfsaðstæður. Sú menntun sem starf háskólakennarans krefst er í raun orðin afleit fjárfesting fyrir það hæfileikaríka fólk sem brennur fyrir kennslu, rannsóknum og nýsköpun. Og hvar erum við þá stödd? Nú er tíminn fyrir stjórnvöld að sýna að þau vilji fjárfesta í framtíð alls menntakerfisins. Slík fjárfesting í kennslu, rannsóknum og vísindum leggur grundvöll að því samfélagi sem við viljum búa til á Íslandi. Höfundur er formaður Félags prófessora við ríkisháskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Háskólar Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega vísaði Félag prófessora við ríkisháskóla kjaradeilu sinni til Ríkissáttasemjara. Ástæðan er einföld - kaupmáttur launa hjá prófessorum hefur staðið í stað í 8 ár. Laun prófessora hafa, með öðrum orðum, ekkert hækkað umfram verðbólguna frá 2016. Þrátt fyrir þessa stöðu hyggst ríkið bjóða prófessorum áframhaldandi kaupmáttarstöðnun til ársins 2028. Kaupmáttur prófessora mun því standa í stað í 12 ár, frá 2016 til 2028, á meðan kaupmáttur launa á Íslandi eykst að meðaltali um nær 30%. Myndir þú sætta þig við 12 ára stöðnun í kaupmætti þinna launa? Laun prófessora á við meðalsérfræðing Árið 2023 voru meðalheildarlaun prófessora, sem eru með doktorsgráður aðeins um 5% hærri en meðalheildarlaun sérfræðinga á almenna markaðinum, sem alla jafna hafa lokið mun styttra námi og eru jafnvel án meistaragráðu. Meðalheildarlaun lækna, fólks með svipaða námslengd að baki, voru þá um 66% hærri en laun prófessora að meðaltali. Prófessorar og aðrir háskólakennarar hafa lokið fimm til átta ára framhaldsnámi að loknu meistaranámi, sem er yfirleitt fjármagnað með námslánum. Að doktorsnámi loknu er algengt að fólk vinni sem nýdoktorar á lágum launum áður en það fær stöðu við háskóla. Þetta þýðir að háskólakennarar koma mun seinna inn á vinnumarkað en aðrir hópar og því hefjast greiðslur í lífeyrissjóð oft 10 til 15 árum seinna en hjá öðrum. Þeir kaupa húsnæði seinna á ævinni og sum greiða af húsnæðis- og námslánum allt til æviloka. En þrátt fyrir þetta eru laun prófessora litlu hærri en hjá meðalsérfræðingi á almenna markaðnum og þegar svokallaðar ævitekjur eru reiknaðar má telja tapið, vegna námskostnaðar og annarra þátta í tugum milljóna. Háskólakennarar tugum prósenta á eftir í launaþróun Til háskólakennara teljast meðal annarra lektorar, dósentar og prófessorar. Það er staðreynd að kröfur á háskólakennara varðandi kennslu og rannsóknir hafa aukist gífurlega á síðasta áratug á sama tíma og laun þeirra hafa haldist óbreytt í kaupmætti og rýrnað í samanburði við aðrar stéttir kennara. Í krónutölum talið, hækkuðu laun leik,- grunn,- og framhaldsskólakennara um 76-91% á árunum 2014-2023 en á sama tíma hækkuðu meðalheildarlaun háskólakennara einungis um 59%. Og eru kennarar á fyrri skólastigum þó engan veginn ofaldir. Það er því augljóst að það þarf að leiðrétta laun háskólakennara til samræmis við aðra hópa á vinnumarkaði og taka tillit til menntunar við launasetningu. Stjórnvöld verða að fjárfesta í framtíðinni Störf háskólakennara leggja grunn að farsæld til framtíðar og hlutverk þeirra er að efla þekkingu, rannsóknir og nýsköpun á Íslandi — samfélaginu öllu til heilla. Ef við ætlum að tryggja að íslenskir háskólar skipi sér í fremstu röð, skapi ný verðmæti með rannsóknum og mennti ungt fólk til starfa, þá verður að tryggja samkeppnishæf kjör og starfsaðstæður. Sú menntun sem starf háskólakennarans krefst er í raun orðin afleit fjárfesting fyrir það hæfileikaríka fólk sem brennur fyrir kennslu, rannsóknum og nýsköpun. Og hvar erum við þá stödd? Nú er tíminn fyrir stjórnvöld að sýna að þau vilji fjárfesta í framtíð alls menntakerfisins. Slík fjárfesting í kennslu, rannsóknum og vísindum leggur grundvöll að því samfélagi sem við viljum búa til á Íslandi. Höfundur er formaður Félags prófessora við ríkisháskóla
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun