Fjölmennar kvennastéttir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 24. október 2024 14:01 Frambjóðandi menntaði sig inn í tvær kvennastéttir sem sinna mikilvægum störfum, sjúkraliðar og kennarar. Báðar þessar stéttir þiggja lág laun fyrir störf sín þegar horft er til meðallauna í landinu. Alþjóð veit það. Kjarabarátta kennara stendur yfir. Krafan er, að staðið sé við gefið loforð þegar lífeyrisréttindi milli markaða var jafnaður. Báðar stéttirnar starfa undir miklu álagi, hvor á sínum vettvangi. Báðar stéttirnar eru mikilvægar í þjóðfélaginu, hvor á sínum vettvangi. Báðar stéttirnar eru að mestu skipaðar konum. Báðar stéttirnar glíma við nýliðunarvanda sem þarf að leysa. Báðar stéttirnar vilja gjarnan fleiri karlmenn í fagið. Þjóðin eldist og því verður sjúkraliðastéttin mikilvægari með hverju ári sem líður. Krafa er uppi um að byggja fleiri öldrunarheimili, gott svo langt sem það nær. Formaður eldri borgarar Helgi Pétursson sagði í viðtali að bygging öldrunarheimilis á Húsavík kosti um 80 milljarða. Velta má fyrir sér hvort ekki sé lagt of mikið í umbúðirnar. Öldrunarheimili eiga að vera einföld í smíðum og ódýr. Það sem er innandyra á hins vegar að vera það sem skiptir meira máli. Þá er ég að tala um búnað og fólkið sem vinnur á heimilinu. Í dag eru því miður alltof fáir sjúkraliðar eða faglærðir að stöfum á öldrunarheimilum. Vinnan er líkamlega erfið enda öldungarnir sem þar búa oft veikburða og þurfa mikla aðstoð. Heimilið þarf að vera búið öllum nýjustu tækjum til að gera íbúum lífið léttara og auðvelda hjúkrunina. Lýðræðisflokkurinn bendir á að ,,Með því að öllum sem ekki geta séð um sig sjálfir verði tryggð viðeigandi aðstoð, eftir atvikum í samstarfi við einkaaðila.“ Lendi þjóðin á þeim stað að ríkisvaldið geti ekki tryggt þeim sem þurfa á þjónustunni að halda verður að skoða aðrar leiðir. Eitt er víst, þessum hópi þarf að sinna betur. Það er ekki nóg að krefjast nýrra öldrunarheimila, við verðum að hafa mannskap til að vinna þar. Varla er það meining þeirra sem hafa uppi hróp um að byggja þurfi fleiri öldrunarheimili að útlendingar, að þeim ólöstuðum, sinni störfunum og hafa jafnvel ekki getu til að tala íslensku við öldunga landsins. Þarf ekki að byrja í réttri röð? Þeir sem reka öldrunarheimili í dag ættu að sjá sóma sinn í að ráða tungumálakennara til að kenna útlendingum sem þar starfa íslensku til að notað í samskiptum við íbúa. Þegar tungumálakennari er ráðinn er um sérfræðing í kennslu tungumála að ræða, kann til verka. Hér er verið að tala um einföld samskipti eins og að bjóða góðan daginn, má bjóða þér kaffi, get ég aðstoðað þig, o.s.frv. Það hryggir hvern aðstandenda að sitja hjá sínum ástvini þegar starfsmaður kemur inn og býður honum kaffi á ensku. Getum við ekki gert betur? Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari, skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Frambjóðandi menntaði sig inn í tvær kvennastéttir sem sinna mikilvægum störfum, sjúkraliðar og kennarar. Báðar þessar stéttir þiggja lág laun fyrir störf sín þegar horft er til meðallauna í landinu. Alþjóð veit það. Kjarabarátta kennara stendur yfir. Krafan er, að staðið sé við gefið loforð þegar lífeyrisréttindi milli markaða var jafnaður. Báðar stéttirnar starfa undir miklu álagi, hvor á sínum vettvangi. Báðar stéttirnar eru mikilvægar í þjóðfélaginu, hvor á sínum vettvangi. Báðar stéttirnar eru að mestu skipaðar konum. Báðar stéttirnar glíma við nýliðunarvanda sem þarf að leysa. Báðar stéttirnar vilja gjarnan fleiri karlmenn í fagið. Þjóðin eldist og því verður sjúkraliðastéttin mikilvægari með hverju ári sem líður. Krafa er uppi um að byggja fleiri öldrunarheimili, gott svo langt sem það nær. Formaður eldri borgarar Helgi Pétursson sagði í viðtali að bygging öldrunarheimilis á Húsavík kosti um 80 milljarða. Velta má fyrir sér hvort ekki sé lagt of mikið í umbúðirnar. Öldrunarheimili eiga að vera einföld í smíðum og ódýr. Það sem er innandyra á hins vegar að vera það sem skiptir meira máli. Þá er ég að tala um búnað og fólkið sem vinnur á heimilinu. Í dag eru því miður alltof fáir sjúkraliðar eða faglærðir að stöfum á öldrunarheimilum. Vinnan er líkamlega erfið enda öldungarnir sem þar búa oft veikburða og þurfa mikla aðstoð. Heimilið þarf að vera búið öllum nýjustu tækjum til að gera íbúum lífið léttara og auðvelda hjúkrunina. Lýðræðisflokkurinn bendir á að ,,Með því að öllum sem ekki geta séð um sig sjálfir verði tryggð viðeigandi aðstoð, eftir atvikum í samstarfi við einkaaðila.“ Lendi þjóðin á þeim stað að ríkisvaldið geti ekki tryggt þeim sem þurfa á þjónustunni að halda verður að skoða aðrar leiðir. Eitt er víst, þessum hópi þarf að sinna betur. Það er ekki nóg að krefjast nýrra öldrunarheimila, við verðum að hafa mannskap til að vinna þar. Varla er það meining þeirra sem hafa uppi hróp um að byggja þurfi fleiri öldrunarheimili að útlendingar, að þeim ólöstuðum, sinni störfunum og hafa jafnvel ekki getu til að tala íslensku við öldunga landsins. Þarf ekki að byrja í réttri röð? Þeir sem reka öldrunarheimili í dag ættu að sjá sóma sinn í að ráða tungumálakennara til að kenna útlendingum sem þar starfa íslensku til að notað í samskiptum við íbúa. Þegar tungumálakennari er ráðinn er um sérfræðing í kennslu tungumála að ræða, kann til verka. Hér er verið að tala um einföld samskipti eins og að bjóða góðan daginn, má bjóða þér kaffi, get ég aðstoðað þig, o.s.frv. Það hryggir hvern aðstandenda að sitja hjá sínum ástvini þegar starfsmaður kemur inn og býður honum kaffi á ensku. Getum við ekki gert betur? Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari, skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun