Nú 27 börn veik vegna e.coli sýkingarinnar Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 24. október 2024 17:20 Af sjö deildum leikskólans hafa veikindi barna komið upp á fimm þeirra. Vísir/Einar Alls eru nú 27 börn á leikskólanum Mánagarði veik vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum. Af þeim eru fjögur inniliggjandi. Tvö þeirra sem eru inniliggjandi eru á gjörgæslu og þurfa bæði að öllum líkindum að fara í nýrnaskilun. Þetta staðfestir Andri Ólafsson samskiptastjóri Landspítalans. Greint var frá því fyrr í dag að rannsókn á uppruna smitanna væri fullum gangi. Sóttvarnalæknir sagði þar séu matvæli helst til skoðunar. Tvö börn liggja á gjörgæslu vegna veikindanna og fara að líkindum í nýrnaskilun. Þá kom einnig fram í dag að samkvæmt heimildum fréttastofu eigi einhverjir leikskólakennarar börn á Sólgarði sem er systurskóli Mánagarðs og heyrir undir Félagsstofnun stúdenta. Veikindin á Mánagarði hafa meðal annars haft þau áhrif að foreldra barna á Sólgarði hafa verið hvattir til að vera heima með börn sín vegna undirmönnunar. Að neðan má sjá upplýsingar frá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi E.coli sýkingu. Einkenni E.coli sýkingar Niðurgangur Kviðverkur Ógleði og/eða uppköst Þessi fyrstu einkenni ganga venjulega yfir á 5–7 dögum. Hluti þeirra sem smitast fá blóðugan niðurgang. Smitleiðir Ein helsta smitleiðin er með menguðum matvælum og vatni. Smit getur einnig verið á milli einstaklinga, helst hjá litlum börnum t.d. með leikföngum eða mataráhöldum. Beint smit frá dýrum í menn er einnig þekkt. Meðgöngutími Meðgöngutími sýkingarinnar, það er tími frá smiti til einkenna frá meltingarvegi, er yfirleitt 2–4 sólarhringar. Greining Saursýni er sent í ræktun til að staðfesta sýkingu. Meðferð Drekka vel af vökva Hvíld Almennt er ekki mælt með sýklalyfjum vegna þess að þau geta aukið hættuna á alvarlegum fylgikvillum og þau virðast ekki hjálpa til við að meðhöndla sýkinguna. Oftast fer meðferð fram heima með því að drekka vel og hvíla sig, í slæmum tilfellum þarf innlögn á sjúkrahús. Hvað get ég gert? Drekka vel af vökva sem inniheldur sölt, til dæmis vatnsblandaða íþróttadrykki (t.d. Gatorade, Powerade, Aquarius), tærar bollasúpur eða léttsykrað te. Einnig er hægt að kaupa sykursaltvatnsblöndur í apóteki. Best er að drekka oft og lítið í einu. Forðast skal sterkan, fituríkan og brasaðan mat. Einnig sykraðar vörur eins og gosdrykki, ávaxtasafa og sæta safa. Kaffi og orkudrykki ætti einnig að forðast. Ekki skal taka inn lyf til að stöðva niðurgang - það hægir á meltingarkerfinu og kemur í veg fyrir að líkaminn losi sig við eiturefnin. Ekki skal mæta til vinnu, skóla eða í dagvistun fyrr en 48 tímum frá því að einkenni eru farin. Frekari upplýsingar um niðurgang hjá börnum og niðurgang hjá fullorðnum. Forvarnir Passa upp á geymslu og eldun matvæla Hreinlæti í eldhúsi og passa upp á handþvott, sérstaklega fyrir meðferð matvæla, eftir salernisferðir og eftir snertingu við dýr Drekka hreint vatn á ferðalögum Æskilegt er að þvo og/eða afhýða hrátt grænmeti og ávexti fyrir neyslu Forðast að gleypa ómeðhöndlað yfirborðsvatn í sundlaugum, heitum pottum, gosbrunnum, ám, lækjum og tjörnum. Hvenær skal leita aðstoðar? Ef grunur eru um E. coli smit skal hafa samband við heilsugæsluna, símaráðgjöf í síma 1700 Leita til bráðamóttökunnar ef: Er einkenni eru svæsin Mikill niðurgangur og/eða blóðugur niðurgangur Mikill slappleiki og þróttleysi Kviðverkur E. coli-sýking á Mánagarði Landspítalinn Heilbrigðismál Leikskólar Háskólar Reykjavík Tengdar fréttir Veikindi á fimm af sjö deildum leikskólans Sóttvarnalæknir segir rannsókn á uppruna E.coli sýkingar á leikskólanum Mánagarði í fullum gangi og þar séu matvæli helst til skoðunar. Tvö börn liggja á gjörgæslu vegna veikindanna og fara að líkindum í nýrnaskilun. 24. október 2024 13:57 Fjölgar í hópi alvarlega veikra barna Af sjö börnum úr leikskólanum Mánagarði sem liggja inni á Barnaspítala Hringsins með staðfesta E.coli-sýkingu eru tvö alvarlega veik. Tíu eru með staðfesta sýkingu. 24. október 2024 10:47 Eitt barnanna alvarlega veikt og óvissa fram yfir helgi Eitt barn er alvarlega veikt eftir að E.coli sýking kom upp á leikskólanum Mánagarði, en tólf hafa leitað á spítala vegna hennar. Læknir á Barnaspítala Hringsins segir óvissuástand uppi um umfang smitsins, sem muni líklega vara fram yfir helgi. Óráðlegt sé að gefa börnum sýklalyf við þessar aðstæður, og mikilvægast að tryggja að þau fái nægan vökva. 23. október 2024 15:42 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að rannsókn á uppruna smitanna væri fullum gangi. Sóttvarnalæknir sagði þar séu matvæli helst til skoðunar. Tvö börn liggja á gjörgæslu vegna veikindanna og fara að líkindum í nýrnaskilun. Þá kom einnig fram í dag að samkvæmt heimildum fréttastofu eigi einhverjir leikskólakennarar börn á Sólgarði sem er systurskóli Mánagarðs og heyrir undir Félagsstofnun stúdenta. Veikindin á Mánagarði hafa meðal annars haft þau áhrif að foreldra barna á Sólgarði hafa verið hvattir til að vera heima með börn sín vegna undirmönnunar. Að neðan má sjá upplýsingar frá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi E.coli sýkingu. Einkenni E.coli sýkingar Niðurgangur Kviðverkur Ógleði og/eða uppköst Þessi fyrstu einkenni ganga venjulega yfir á 5–7 dögum. Hluti þeirra sem smitast fá blóðugan niðurgang. Smitleiðir Ein helsta smitleiðin er með menguðum matvælum og vatni. Smit getur einnig verið á milli einstaklinga, helst hjá litlum börnum t.d. með leikföngum eða mataráhöldum. Beint smit frá dýrum í menn er einnig þekkt. Meðgöngutími Meðgöngutími sýkingarinnar, það er tími frá smiti til einkenna frá meltingarvegi, er yfirleitt 2–4 sólarhringar. Greining Saursýni er sent í ræktun til að staðfesta sýkingu. Meðferð Drekka vel af vökva Hvíld Almennt er ekki mælt með sýklalyfjum vegna þess að þau geta aukið hættuna á alvarlegum fylgikvillum og þau virðast ekki hjálpa til við að meðhöndla sýkinguna. Oftast fer meðferð fram heima með því að drekka vel og hvíla sig, í slæmum tilfellum þarf innlögn á sjúkrahús. Hvað get ég gert? Drekka vel af vökva sem inniheldur sölt, til dæmis vatnsblandaða íþróttadrykki (t.d. Gatorade, Powerade, Aquarius), tærar bollasúpur eða léttsykrað te. Einnig er hægt að kaupa sykursaltvatnsblöndur í apóteki. Best er að drekka oft og lítið í einu. Forðast skal sterkan, fituríkan og brasaðan mat. Einnig sykraðar vörur eins og gosdrykki, ávaxtasafa og sæta safa. Kaffi og orkudrykki ætti einnig að forðast. Ekki skal taka inn lyf til að stöðva niðurgang - það hægir á meltingarkerfinu og kemur í veg fyrir að líkaminn losi sig við eiturefnin. Ekki skal mæta til vinnu, skóla eða í dagvistun fyrr en 48 tímum frá því að einkenni eru farin. Frekari upplýsingar um niðurgang hjá börnum og niðurgang hjá fullorðnum. Forvarnir Passa upp á geymslu og eldun matvæla Hreinlæti í eldhúsi og passa upp á handþvott, sérstaklega fyrir meðferð matvæla, eftir salernisferðir og eftir snertingu við dýr Drekka hreint vatn á ferðalögum Æskilegt er að þvo og/eða afhýða hrátt grænmeti og ávexti fyrir neyslu Forðast að gleypa ómeðhöndlað yfirborðsvatn í sundlaugum, heitum pottum, gosbrunnum, ám, lækjum og tjörnum. Hvenær skal leita aðstoðar? Ef grunur eru um E. coli smit skal hafa samband við heilsugæsluna, símaráðgjöf í síma 1700 Leita til bráðamóttökunnar ef: Er einkenni eru svæsin Mikill niðurgangur og/eða blóðugur niðurgangur Mikill slappleiki og þróttleysi Kviðverkur
Einkenni E.coli sýkingar Niðurgangur Kviðverkur Ógleði og/eða uppköst Þessi fyrstu einkenni ganga venjulega yfir á 5–7 dögum. Hluti þeirra sem smitast fá blóðugan niðurgang. Smitleiðir Ein helsta smitleiðin er með menguðum matvælum og vatni. Smit getur einnig verið á milli einstaklinga, helst hjá litlum börnum t.d. með leikföngum eða mataráhöldum. Beint smit frá dýrum í menn er einnig þekkt. Meðgöngutími Meðgöngutími sýkingarinnar, það er tími frá smiti til einkenna frá meltingarvegi, er yfirleitt 2–4 sólarhringar. Greining Saursýni er sent í ræktun til að staðfesta sýkingu. Meðferð Drekka vel af vökva Hvíld Almennt er ekki mælt með sýklalyfjum vegna þess að þau geta aukið hættuna á alvarlegum fylgikvillum og þau virðast ekki hjálpa til við að meðhöndla sýkinguna. Oftast fer meðferð fram heima með því að drekka vel og hvíla sig, í slæmum tilfellum þarf innlögn á sjúkrahús. Hvað get ég gert? Drekka vel af vökva sem inniheldur sölt, til dæmis vatnsblandaða íþróttadrykki (t.d. Gatorade, Powerade, Aquarius), tærar bollasúpur eða léttsykrað te. Einnig er hægt að kaupa sykursaltvatnsblöndur í apóteki. Best er að drekka oft og lítið í einu. Forðast skal sterkan, fituríkan og brasaðan mat. Einnig sykraðar vörur eins og gosdrykki, ávaxtasafa og sæta safa. Kaffi og orkudrykki ætti einnig að forðast. Ekki skal taka inn lyf til að stöðva niðurgang - það hægir á meltingarkerfinu og kemur í veg fyrir að líkaminn losi sig við eiturefnin. Ekki skal mæta til vinnu, skóla eða í dagvistun fyrr en 48 tímum frá því að einkenni eru farin. Frekari upplýsingar um niðurgang hjá börnum og niðurgang hjá fullorðnum. Forvarnir Passa upp á geymslu og eldun matvæla Hreinlæti í eldhúsi og passa upp á handþvott, sérstaklega fyrir meðferð matvæla, eftir salernisferðir og eftir snertingu við dýr Drekka hreint vatn á ferðalögum Æskilegt er að þvo og/eða afhýða hrátt grænmeti og ávexti fyrir neyslu Forðast að gleypa ómeðhöndlað yfirborðsvatn í sundlaugum, heitum pottum, gosbrunnum, ám, lækjum og tjörnum. Hvenær skal leita aðstoðar? Ef grunur eru um E. coli smit skal hafa samband við heilsugæsluna, símaráðgjöf í síma 1700 Leita til bráðamóttökunnar ef: Er einkenni eru svæsin Mikill niðurgangur og/eða blóðugur niðurgangur Mikill slappleiki og þróttleysi Kviðverkur
E. coli-sýking á Mánagarði Landspítalinn Heilbrigðismál Leikskólar Háskólar Reykjavík Tengdar fréttir Veikindi á fimm af sjö deildum leikskólans Sóttvarnalæknir segir rannsókn á uppruna E.coli sýkingar á leikskólanum Mánagarði í fullum gangi og þar séu matvæli helst til skoðunar. Tvö börn liggja á gjörgæslu vegna veikindanna og fara að líkindum í nýrnaskilun. 24. október 2024 13:57 Fjölgar í hópi alvarlega veikra barna Af sjö börnum úr leikskólanum Mánagarði sem liggja inni á Barnaspítala Hringsins með staðfesta E.coli-sýkingu eru tvö alvarlega veik. Tíu eru með staðfesta sýkingu. 24. október 2024 10:47 Eitt barnanna alvarlega veikt og óvissa fram yfir helgi Eitt barn er alvarlega veikt eftir að E.coli sýking kom upp á leikskólanum Mánagarði, en tólf hafa leitað á spítala vegna hennar. Læknir á Barnaspítala Hringsins segir óvissuástand uppi um umfang smitsins, sem muni líklega vara fram yfir helgi. Óráðlegt sé að gefa börnum sýklalyf við þessar aðstæður, og mikilvægast að tryggja að þau fái nægan vökva. 23. október 2024 15:42 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Veikindi á fimm af sjö deildum leikskólans Sóttvarnalæknir segir rannsókn á uppruna E.coli sýkingar á leikskólanum Mánagarði í fullum gangi og þar séu matvæli helst til skoðunar. Tvö börn liggja á gjörgæslu vegna veikindanna og fara að líkindum í nýrnaskilun. 24. október 2024 13:57
Fjölgar í hópi alvarlega veikra barna Af sjö börnum úr leikskólanum Mánagarði sem liggja inni á Barnaspítala Hringsins með staðfesta E.coli-sýkingu eru tvö alvarlega veik. Tíu eru með staðfesta sýkingu. 24. október 2024 10:47
Eitt barnanna alvarlega veikt og óvissa fram yfir helgi Eitt barn er alvarlega veikt eftir að E.coli sýking kom upp á leikskólanum Mánagarði, en tólf hafa leitað á spítala vegna hennar. Læknir á Barnaspítala Hringsins segir óvissuástand uppi um umfang smitsins, sem muni líklega vara fram yfir helgi. Óráðlegt sé að gefa börnum sýklalyf við þessar aðstæður, og mikilvægast að tryggja að þau fái nægan vökva. 23. október 2024 15:42