Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu.
Hann segir ekki liggja fyrir hvers eðlis slysið sé, en þyrlan hafi ekki verið kölluð út í mesta forgangi en þó sé málið þess eðlis að ástæða hafi verið fyrir því að fá þyrluna á vettvang.
Þess má geta að önnur þyrla gæslunnar er á leið til æfinga með Varðskipinu Þór.