Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2024 11:53 Verðlag hefur hækkað mjög í Rússlandi á milli ára. AP/Dmitri Lovetsky Stjórn seðlabanka Rússlands ákvað í morgun að hækka stýrivexti þar í landi um tvö prósentustig, eða úr nítján prósentum í 21 prósent. Líklegt er að þeir verði hækkaðir meira í desember. Moscow Times segir sérfræðinga hafa búist við eins prósentustigs hækkun, þar sem verðbólga er enn mjög mikil og vaxandi í Rússlandi, en að tvö prósentustig hafi komið á óvart. Stýrivextir hafa ítrekað verið hækkaðir á þessu ári. Þá segir stjórnin þörf á frekari aðgerðum til að sporna gegn verðbólgu. Í yfirlýsingu frá stjórn seðlabankans segir einnig að atvinnuleysi sé gífurlega lítið og að víða í hagkerfinu sé skortur á vinnuafli. Laun hafi því hækkað umfram framleiðni. Samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, hafa stýrivextir ekki verið hærri í Rússlandi frá árinu 2013. Þeir voru tuttugu prósent í febrúar 2022. Næsta ákvörðun um stýrivexti verður tekin í desember og er mögulegt að vextirnir verði hækkaðir enn meira þá. Russia's Central Bank hikes its key rate to 21%.It's the highest rate of the Putin era.https://t.co/PuptHPoM9v pic.twitter.com/DpD0NpsqiA— Janis Kluge (@jakluge) October 25, 2024 Hærri stýrivextir ólíklegir til árangurs Verðlag í Rússlandi hækkaði um 9,8 prósent í september, borið saman við september í fyrra, en í ágúst var sama hækkun 7,5 prósent. Verðbólga var 9,1 prósent í september og 7,7 prósent í ágúst. Rússland hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar í Úkraínu og á sama tíma hafa útgjöld til varnarmála og hergagnaframleiðslu aukist til muna. Áætlað er að útgjöldin þetta árið verði nærri því níu prósent af vergri landsframleiðslu Rússlands á, sem er hlutfall sem hefur ekki sést frá dögum Sovétríkjanna, samkvæmt frétt Moscow Times. Þá hefur miðilinn eftir sérfræðingum að þar sem aukin eyðsla er að svo miklu leyti keyrð áfram af ríkinu, sem er ekki jafn bundið stýrivöxtum og aðrir, séu vextirnir ekki mjög skilvirkt tól gegn verðbólgu. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44 Neitar ekki liðsstyrk frá Norður-Kóreu Vladimir Pútín Rússlandsforseti neitaði því ekki á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sent um 3.000 hermenn til Rússlands. 25. október 2024 06:53 Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Moscow Times segir sérfræðinga hafa búist við eins prósentustigs hækkun, þar sem verðbólga er enn mjög mikil og vaxandi í Rússlandi, en að tvö prósentustig hafi komið á óvart. Stýrivextir hafa ítrekað verið hækkaðir á þessu ári. Þá segir stjórnin þörf á frekari aðgerðum til að sporna gegn verðbólgu. Í yfirlýsingu frá stjórn seðlabankans segir einnig að atvinnuleysi sé gífurlega lítið og að víða í hagkerfinu sé skortur á vinnuafli. Laun hafi því hækkað umfram framleiðni. Samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, hafa stýrivextir ekki verið hærri í Rússlandi frá árinu 2013. Þeir voru tuttugu prósent í febrúar 2022. Næsta ákvörðun um stýrivexti verður tekin í desember og er mögulegt að vextirnir verði hækkaðir enn meira þá. Russia's Central Bank hikes its key rate to 21%.It's the highest rate of the Putin era.https://t.co/PuptHPoM9v pic.twitter.com/DpD0NpsqiA— Janis Kluge (@jakluge) October 25, 2024 Hærri stýrivextir ólíklegir til árangurs Verðlag í Rússlandi hækkaði um 9,8 prósent í september, borið saman við september í fyrra, en í ágúst var sama hækkun 7,5 prósent. Verðbólga var 9,1 prósent í september og 7,7 prósent í ágúst. Rússland hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar í Úkraínu og á sama tíma hafa útgjöld til varnarmála og hergagnaframleiðslu aukist til muna. Áætlað er að útgjöldin þetta árið verði nærri því níu prósent af vergri landsframleiðslu Rússlands á, sem er hlutfall sem hefur ekki sést frá dögum Sovétríkjanna, samkvæmt frétt Moscow Times. Þá hefur miðilinn eftir sérfræðingum að þar sem aukin eyðsla er að svo miklu leyti keyrð áfram af ríkinu, sem er ekki jafn bundið stýrivöxtum og aðrir, séu vextirnir ekki mjög skilvirkt tól gegn verðbólgu.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44 Neitar ekki liðsstyrk frá Norður-Kóreu Vladimir Pútín Rússlandsforseti neitaði því ekki á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sent um 3.000 hermenn til Rússlands. 25. október 2024 06:53 Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44
Neitar ekki liðsstyrk frá Norður-Kóreu Vladimir Pútín Rússlandsforseti neitaði því ekki á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sent um 3.000 hermenn til Rússlands. 25. október 2024 06:53
Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03