Gerði ekki kröfu um oddvitasæti og fær annað sætið Árni Sæberg skrifar 25. október 2024 14:46 Dagur B. Eggertsson lét nýverið af störfum sem borgarstjóri eftir áratug í brúnni. Stöð 2/Arnar Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, gaf kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. Hann taldi rétt að sækjast eftir því í stað oddvitasætis í ljósi þess að hann er að hefja nýjan kafla í stjórnmálaþátttöku sinni. Frá þessu greinir Dagur í færslu á Facebook en fyrr í dag greindi Vísir frá því að hann yrði ekki oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Flokkurinn í dauðafæri Dagur segist oft hafa verið hvattur til að fara í landsmálin en hingað til ekki gefið kost á því. Nú sé það breytt. „Í fyrsta lagi hef ég stigið úr stóli borgarstjóra eftir tíu ára feril. Í öðru lagi stendur Samfylkingin gríðarlega sterkt í Reykjavík. Flokkurinn mælist stærstur í borginni í öllum nýjum könnunum. Fylgið mælist nú 26% og flokkurinn hefur bætt við sig yfir 5% frá síðustu borgastjórnarkosningum. Ég man ekki eftir jafnmiklu fylgi á miðju kjörtímabili. Í þriðja lagi eru öflugir félagar mínir í borgarstjórnarflokknum og samhentum meirihluta borgarstjórnar sem ég treysti vel til að vinna áfram að verkefnum Reykjavíkur.“ Á landsvísu sé Samfylkingin í dauðafæri á að verða kjölfestuflokkur og forystuafl til framtíðar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns. Gerði ekki kröfu um oddvitasæti Í komandi þingkosningum hafi Samfylkingin sett heilbrigðismál og umönnun eldra fólks í forgang. „Það eru mér hjartans mál. Þjóðareign á auðlindum og að þær nýtist í almannaþágu er það sömuleiðis. Samgöngumál, menntamál, húsnæðismál, loftslagsmál og svo margt fleira þarf skýrari forystu á þingi. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til að leggjast á árarnar með Kristrúnu Frostadóttur formanni flokksins, öflugum hópi frambjóðenda og stuðningsfólki og bjóða mig fram til Alþings.“ Á fyrsta fundi uppstillingarnefndar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík í síðustu viku hafi hann boðið fram krafta sína í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður á eftir Kristrúnu. „Mér er ljóst að margir höfðu hvatt mig til að sækjast eftir oddvitasæti. Ég met það hins vegar svo að annað sætið undirstriki að ég er að hefja nýjan kafla í stjórnmálaþátttöku minni. Og ætla þar að taka eitt skref í einu um leið og ég lofa að leggja mig allan fram um að vinna að framgangi jafnaðarstefnunnar á nýjum vettvangi.“ Hefur myndað fjóra meirihluta og treystir engum betur en Kristrúnu Dagur segir að hann komi með drjúga reynslu að borðinu, meðal annars af því að mynda fjóra meirihluta í Reykjavík, sem hafi unnið vel saman og setið út kjörtímabilið. „Í mínum huga er það eitt af brýnustu verkefnum landsmálanna, að mynduð verði frjálslynd félagshyggjustjórn og komið á festu við stjórn landsins. Engri manneskju treysti ég betur til þess en Kristrúnu Frostadóttur til að leiða slíka stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn þarf frí. Það er víða verk að vinna og mikilvægt að áherslur og stefnumál Samfylkingarinnar sem hafa verið mótuð í samtali við þjóðina nái fram að ganga. Því mun ég leggja allt það lið sem ég get.“ Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Frá þessu greinir Dagur í færslu á Facebook en fyrr í dag greindi Vísir frá því að hann yrði ekki oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Flokkurinn í dauðafæri Dagur segist oft hafa verið hvattur til að fara í landsmálin en hingað til ekki gefið kost á því. Nú sé það breytt. „Í fyrsta lagi hef ég stigið úr stóli borgarstjóra eftir tíu ára feril. Í öðru lagi stendur Samfylkingin gríðarlega sterkt í Reykjavík. Flokkurinn mælist stærstur í borginni í öllum nýjum könnunum. Fylgið mælist nú 26% og flokkurinn hefur bætt við sig yfir 5% frá síðustu borgastjórnarkosningum. Ég man ekki eftir jafnmiklu fylgi á miðju kjörtímabili. Í þriðja lagi eru öflugir félagar mínir í borgarstjórnarflokknum og samhentum meirihluta borgarstjórnar sem ég treysti vel til að vinna áfram að verkefnum Reykjavíkur.“ Á landsvísu sé Samfylkingin í dauðafæri á að verða kjölfestuflokkur og forystuafl til framtíðar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns. Gerði ekki kröfu um oddvitasæti Í komandi þingkosningum hafi Samfylkingin sett heilbrigðismál og umönnun eldra fólks í forgang. „Það eru mér hjartans mál. Þjóðareign á auðlindum og að þær nýtist í almannaþágu er það sömuleiðis. Samgöngumál, menntamál, húsnæðismál, loftslagsmál og svo margt fleira þarf skýrari forystu á þingi. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til að leggjast á árarnar með Kristrúnu Frostadóttur formanni flokksins, öflugum hópi frambjóðenda og stuðningsfólki og bjóða mig fram til Alþings.“ Á fyrsta fundi uppstillingarnefndar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík í síðustu viku hafi hann boðið fram krafta sína í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður á eftir Kristrúnu. „Mér er ljóst að margir höfðu hvatt mig til að sækjast eftir oddvitasæti. Ég met það hins vegar svo að annað sætið undirstriki að ég er að hefja nýjan kafla í stjórnmálaþátttöku minni. Og ætla þar að taka eitt skref í einu um leið og ég lofa að leggja mig allan fram um að vinna að framgangi jafnaðarstefnunnar á nýjum vettvangi.“ Hefur myndað fjóra meirihluta og treystir engum betur en Kristrúnu Dagur segir að hann komi með drjúga reynslu að borðinu, meðal annars af því að mynda fjóra meirihluta í Reykjavík, sem hafi unnið vel saman og setið út kjörtímabilið. „Í mínum huga er það eitt af brýnustu verkefnum landsmálanna, að mynduð verði frjálslynd félagshyggjustjórn og komið á festu við stjórn landsins. Engri manneskju treysti ég betur til þess en Kristrúnu Frostadóttur til að leiða slíka stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn þarf frí. Það er víða verk að vinna og mikilvægt að áherslur og stefnumál Samfylkingarinnar sem hafa verið mótuð í samtali við þjóðina nái fram að ganga. Því mun ég leggja allt það lið sem ég get.“
Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira