Gerir engar kröfur um ráðherrastól Árni Sæberg skrifar 25. október 2024 16:06 Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi til Alþingis. Vísir/Arnar Dagur B. Eggertsson kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og vilja vera þingmaður fyrir alla landsmenn, fái hann þingsæti. Hann segir uppi mikla kröfu um nýja ríkisstjórn en gerir engar kröfur um ráðherrasæti myndi Samfylking nýja ríkisstjórn. Dagur tilkynnti í dag að hann hefði óskað eftir því við uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík að skipa annað sætið á lista í Reykjavíkurkjördæmi. Í samtali við Vísi segir Dagur að hann muni, eðli málsins samkvæmt, hætta í borgarstjórn nái hann kjöri. Hann hafi raunar þegar tilkynnt að hann muni hætta afskiptum af borgarmálunum að kjörtímabilinu loknu. Hann muni þó ekki hætta störfum í borginni fyrr úrslit kosninga liggja fyrir. „Ég er ekki kominn á Alþingi, það er ekki búið að kjósa. Við erum að afgreiða fjármálaáætlun og fleira.“ Vill vera þingmaður allra landsmanna Því hefur verið fleygt fram, áður en Dagur tilkynnti um framboð, að hugsanlega gæti langur ferill hans í borginni haft þau áhrif að fólk utan af landi fælist frá Samfylkingunni. Í þeim efnum þarf ekki að nefna fleiri dæmi en afstöðu Dags til Reykjavíkurflugvallar. Dagur hefur engar áhyggjur af þessu og segist hafa verið mikið úti á landi, bæði í starfi sem læknir og á ferðalögum. Þar hafi hann talað við mikið margt fólk á landsbyggðinni, sem hafi tjáð honum að það teldi skorta jafnöflugan málsvara fyrir það og Dagur hafi verið fyrir borgarbúa. Hljóti hann kjör á Alþingi muni hann beita sér fyrir hagsmunum síns kjördæmis en ekki síður landsins alls. Frjálslynd félagshyggjustjórn draumastjórnin Dagur segist telja Samfylkinguna mega búast við góðri kosningu þegar Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 30. nóvember. Sterkt ákall sé eftir nýrri ríkisstjórn og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sé sá stjórnmálamaður sem fólk treysti til þess að takast á við efnahagsmálin og mynda nýja ríkisstjórn. Lykillinn að því að ný ríkisstjórn verði mynduð sé að Samfylkingin hljóti mikið fylgi. Þá segir hann að draumaríkisstjórn hans að loknum kosningum sé frjálslynd félagshyggjustjórn en nefnir enga draumasamstarfsflokka. Fari það svo að Dagur komist á þing og Samfylkingin myndi næstu ríkisstjórn mun hann þó að öllum líkindum ekki taka sæti í henni. „Ég geri engar kröfur um slíkt, ég nálgast þetta nýja verkefni af meiri auðmýkt en svo.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46 Hafnað vegna of margra lækna og miðaldra karla Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook. 25. október 2024 14:36 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Dagur tilkynnti í dag að hann hefði óskað eftir því við uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík að skipa annað sætið á lista í Reykjavíkurkjördæmi. Í samtali við Vísi segir Dagur að hann muni, eðli málsins samkvæmt, hætta í borgarstjórn nái hann kjöri. Hann hafi raunar þegar tilkynnt að hann muni hætta afskiptum af borgarmálunum að kjörtímabilinu loknu. Hann muni þó ekki hætta störfum í borginni fyrr úrslit kosninga liggja fyrir. „Ég er ekki kominn á Alþingi, það er ekki búið að kjósa. Við erum að afgreiða fjármálaáætlun og fleira.“ Vill vera þingmaður allra landsmanna Því hefur verið fleygt fram, áður en Dagur tilkynnti um framboð, að hugsanlega gæti langur ferill hans í borginni haft þau áhrif að fólk utan af landi fælist frá Samfylkingunni. Í þeim efnum þarf ekki að nefna fleiri dæmi en afstöðu Dags til Reykjavíkurflugvallar. Dagur hefur engar áhyggjur af þessu og segist hafa verið mikið úti á landi, bæði í starfi sem læknir og á ferðalögum. Þar hafi hann talað við mikið margt fólk á landsbyggðinni, sem hafi tjáð honum að það teldi skorta jafnöflugan málsvara fyrir það og Dagur hafi verið fyrir borgarbúa. Hljóti hann kjör á Alþingi muni hann beita sér fyrir hagsmunum síns kjördæmis en ekki síður landsins alls. Frjálslynd félagshyggjustjórn draumastjórnin Dagur segist telja Samfylkinguna mega búast við góðri kosningu þegar Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 30. nóvember. Sterkt ákall sé eftir nýrri ríkisstjórn og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sé sá stjórnmálamaður sem fólk treysti til þess að takast á við efnahagsmálin og mynda nýja ríkisstjórn. Lykillinn að því að ný ríkisstjórn verði mynduð sé að Samfylkingin hljóti mikið fylgi. Þá segir hann að draumaríkisstjórn hans að loknum kosningum sé frjálslynd félagshyggjustjórn en nefnir enga draumasamstarfsflokka. Fari það svo að Dagur komist á þing og Samfylkingin myndi næstu ríkisstjórn mun hann þó að öllum líkindum ekki taka sæti í henni. „Ég geri engar kröfur um slíkt, ég nálgast þetta nýja verkefni af meiri auðmýkt en svo.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46 Hafnað vegna of margra lækna og miðaldra karla Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook. 25. október 2024 14:36 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46
Hafnað vegna of margra lækna og miðaldra karla Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook. 25. október 2024 14:36