Ó nei, ekki aftur! Leyfisveitingar fyrir Hvammsvirkjun Margrét Erlendsdóttir skrifar 26. október 2024 20:02 Meiri hluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti á ný framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun á sveitarstjórnarfundi 24. október síðastliðinn. Áður hafði meiri hlutinn veitt leyfi fyrir framkvæmdinni 14. júní 2023 en degi síðar voru forsendur þess brostnar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi leyfi Orkustofnunar fyrir sömu framkvæmd (mál 3/2023). Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar afhjúpaði slæleg vinnubrögð, þekkingarleysi og veikburða stjórnsýslu sem varð til þess að grundvallarþættir vatnalöggjafarinnar til verndar náttúrunni voru hunsaðir. Þetta var áfellisdómur sem á sér ekki fordæmi hér á landi. Nú hefur Orkustofnun á ný veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun en líkt og áður virðist sú ákvörðun byggð á ótraustum grunni. Um leið og ákvörðunin lá fyrir og áður en að hún hafði verið birt, beið sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki boðanna (nema hún hafi kannski verið komin með boð frá Landsvirkjun), nú skyldi halda sveitarstjórnarfund með hraði til að veita framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni. Sorglegur sveitarstjórnarfundur Sveitarstjórnarfundir skulu vera opnir og borgurunum heimil áheyrn að umræðu og ákvörðunum sem þar fara fram. Þetta nýtti ég mér ásamt nokkrum öðrum sem urðum þar með vitni að þessum sorglega fundi. Sá eini fulltrúi íbúa í sveitarstjórn sem horfist í augu við hve skelfileg, röng og afdrifarík ákvörðun það er að heimila byggingu Hvammsvirkjunar í Þjórsá dró það vel fram á fundinum. Ekki varð annað séð en að aðrir sveitarstjórnarfulltrúar leggðu við hlustir, væri sumum nokkuð órótt og liði illa. Það er skiljanlegt því flestu vel meinandi fólki hlýtur að finnast óþægilegt að standa að baki stórum ákvörðunum sem það í hjarta sínu veit að eru rangar, skaðlegar og óafturkræfar. En þannig var það á þessum fundi og atkvæðin féllu eins og vitað var fyrir, fjórir kusu með og einn á móti. Hvaða afl það er sem lyftir höndum fólks til samþykkis við svona aðstæður get ég auðvitað ekki vitað. Mig grunar þó að hræðsla vegi þar þungt. Landsvirkjun býr yfir mikilli orku og beitir því afli á ýmsa lund, að því er virðist m.a. til að lyfta höndum sveitarstjórnarmanna þegar taka þarf vondar ákvarðanir. Aðkoma og íhlutun stjórnmálamanna í tíð þeirra fjölmörgu ríkisstjórna sem setið hafa frá því að harmsagan um Hvammsvirkjun hófst fyrir rúmum tuttugu árum er svo kapítuli út af fyrir sig. Að óttast sinn eigin málflutning Á sveitarstjórnarfundinum í Árnesi var það fyrst og fremst oddvitinn sem reyndi að andæfa rökum sveitarstjórnarfulltrúans sem mælti gegn leyfisveitingunni. Aðrir mæltu fátt, jafnvel ekkert. Við áheyrendur sátum hljóð, enda réttur okkar einungis að hlusta en sá réttur er skýr. Það kom mér hins vegar á óvart þegar oddvitinn beindi máli sínu til mín og spurði ásakandi hvor ég væri að taka fundinn upp. Ég svaraði sem satt var að svo væri ekki en þá krafðist hann þess að ég afhenti honum síma minn svo hann gæti gengið úr skugga um hið sanna í málinu. Ekki þarf mörg orð um lyktir málsins en mér gafst tækifæri til að benda oddvitanum á að sveitarstjórnin hefði átt að sjá sóma sinn í því að útvarpa frá fundinum um þetta afdrifaríka mál sem er svo sannarlega ekki einkamál þeirra sem þar sátu. Þetta furðulega atvik hefur leitt huga minn að því hvers vegna oddvitinn óttaðist svo mjög að fundurinn hefði verið tekinn upp. Eftir á að hyggja skil ég það núna. Hann óttast líklega sinn eigin málflutning og vill því skiljanlega að orð hans varðveitist ekki, heldur hverfi í tímans þunga nið. Hvað sem því líður mun sagan engu að síður dæma hann og aðra þá sem berjast með oddi og egg fyrir eyðileggingunni sem áformuð er í anddyri Þjórsárdals í Gnúpverjahreppi. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Meiri hluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti á ný framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun á sveitarstjórnarfundi 24. október síðastliðinn. Áður hafði meiri hlutinn veitt leyfi fyrir framkvæmdinni 14. júní 2023 en degi síðar voru forsendur þess brostnar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi leyfi Orkustofnunar fyrir sömu framkvæmd (mál 3/2023). Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar afhjúpaði slæleg vinnubrögð, þekkingarleysi og veikburða stjórnsýslu sem varð til þess að grundvallarþættir vatnalöggjafarinnar til verndar náttúrunni voru hunsaðir. Þetta var áfellisdómur sem á sér ekki fordæmi hér á landi. Nú hefur Orkustofnun á ný veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun en líkt og áður virðist sú ákvörðun byggð á ótraustum grunni. Um leið og ákvörðunin lá fyrir og áður en að hún hafði verið birt, beið sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki boðanna (nema hún hafi kannski verið komin með boð frá Landsvirkjun), nú skyldi halda sveitarstjórnarfund með hraði til að veita framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni. Sorglegur sveitarstjórnarfundur Sveitarstjórnarfundir skulu vera opnir og borgurunum heimil áheyrn að umræðu og ákvörðunum sem þar fara fram. Þetta nýtti ég mér ásamt nokkrum öðrum sem urðum þar með vitni að þessum sorglega fundi. Sá eini fulltrúi íbúa í sveitarstjórn sem horfist í augu við hve skelfileg, röng og afdrifarík ákvörðun það er að heimila byggingu Hvammsvirkjunar í Þjórsá dró það vel fram á fundinum. Ekki varð annað séð en að aðrir sveitarstjórnarfulltrúar leggðu við hlustir, væri sumum nokkuð órótt og liði illa. Það er skiljanlegt því flestu vel meinandi fólki hlýtur að finnast óþægilegt að standa að baki stórum ákvörðunum sem það í hjarta sínu veit að eru rangar, skaðlegar og óafturkræfar. En þannig var það á þessum fundi og atkvæðin féllu eins og vitað var fyrir, fjórir kusu með og einn á móti. Hvaða afl það er sem lyftir höndum fólks til samþykkis við svona aðstæður get ég auðvitað ekki vitað. Mig grunar þó að hræðsla vegi þar þungt. Landsvirkjun býr yfir mikilli orku og beitir því afli á ýmsa lund, að því er virðist m.a. til að lyfta höndum sveitarstjórnarmanna þegar taka þarf vondar ákvarðanir. Aðkoma og íhlutun stjórnmálamanna í tíð þeirra fjölmörgu ríkisstjórna sem setið hafa frá því að harmsagan um Hvammsvirkjun hófst fyrir rúmum tuttugu árum er svo kapítuli út af fyrir sig. Að óttast sinn eigin málflutning Á sveitarstjórnarfundinum í Árnesi var það fyrst og fremst oddvitinn sem reyndi að andæfa rökum sveitarstjórnarfulltrúans sem mælti gegn leyfisveitingunni. Aðrir mæltu fátt, jafnvel ekkert. Við áheyrendur sátum hljóð, enda réttur okkar einungis að hlusta en sá réttur er skýr. Það kom mér hins vegar á óvart þegar oddvitinn beindi máli sínu til mín og spurði ásakandi hvor ég væri að taka fundinn upp. Ég svaraði sem satt var að svo væri ekki en þá krafðist hann þess að ég afhenti honum síma minn svo hann gæti gengið úr skugga um hið sanna í málinu. Ekki þarf mörg orð um lyktir málsins en mér gafst tækifæri til að benda oddvitanum á að sveitarstjórnin hefði átt að sjá sóma sinn í því að útvarpa frá fundinum um þetta afdrifaríka mál sem er svo sannarlega ekki einkamál þeirra sem þar sátu. Þetta furðulega atvik hefur leitt huga minn að því hvers vegna oddvitinn óttaðist svo mjög að fundurinn hefði verið tekinn upp. Eftir á að hyggja skil ég það núna. Hann óttast líklega sinn eigin málflutning og vill því skiljanlega að orð hans varðveitist ekki, heldur hverfi í tímans þunga nið. Hvað sem því líður mun sagan engu að síður dæma hann og aðra þá sem berjast með oddi og egg fyrir eyðileggingunni sem áformuð er í anddyri Þjórsárdals í Gnúpverjahreppi. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun