Víkingur
Arnar Gunnlaugsson gerir tvær breytingar frá leiknum gegn Cercle Brugge á fimmtudag.
Oliver Ekroth er snúinn aftur úr meiðslum og kemur inn í liðið fyrir Halldór Smára sem er meiddur.
Auk þess kemur Nikolaj Hansen inn fyrir Viktor Örlyg Andrason og leikskipulagið breytist aðeins.
Á varamannabekk Víkings má finna Matthías Vilhjálmsson, Óskar Örn Hauksson, Viktor Örlyg Andrason, Jón Guðna Fjóluson, Davíð Örn Atlason, Helga Guðjónsson og markmanninn Pálma Rafn Arinbjörnsson.
Byrjunarliðið
- Ingvar Jónsson, markvörður
- Karl Friðleifur Gunnarsson, hægri bakvörður
- Oliver Ekroth, miðvörður
- Gunnar Vatnhamar, miðvörður
- Tarik Ibrahimagic, vinstri bakvörður
- Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður
- Aron Elís Þrándarson, miðjumaður
- Erlingur Agnarsson, framliggjandi miðjumaður
- Ari Sigurpálsson, framliggjandi miðjumaður
- Danijel Dejan Djuric, framliggjandi miðjumaður
- Nikolaj Hansen, framherji

Breiðablik
Halldór Árnason hefur fundið sitt sterkasta lið og spilað því óbreyttu í síðustu leikjum.
Kristinn Steindórsson og Kristófer Ingi Kristinsson eru vanalega fyrstu menn inn af varamannabekknum en það fer auðvitað allt eftir þróun leiksins.
Auk þeirra tveggja eru Patrik Johannesen, Benjamin Stokke, Oliver Sigurjónsson, Daniel Obbekjær og markmaðurinn Brynjar Atli Bragason á bekknum.
Byrjunarliðið
- Anton Ari Einarsson, markvörður
- Andri Rafn Yeoman, hægri bakvörður
- Damir Muminovic, miðvörður
- Viktor Örn Margeirsson, miðvörður
- Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður
- Arnór Gauti Jónsson, miðjumaður
- Viktor Karl Einarsson, miðjumaður
- Höskuldur Gunnlaugsson, miðjumaður
- Aron Bjarnason, hægri vængmaður
- Davíð Ingvarsson, vinstri vængmaður
- Ísak Snær Þorvaldsson, framherji
Leikur Víkings og Breiðabliks fer fram á Víkingsvelli klukkan 18:30 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 17:45. Eftir leikinn verður Besta deild karla svo gerð upp í lokaþætti Stúkunnar. Veglega umfjöllun Vísis má finna í vaktinni hér fyrir neðan.