Fyrir leik kvöldsins voru gestirnir í Atlético Madrid taplausir í fyrstu tíu leikjum tímabilsins. Liðið hafði þó gert fimm jafntefli og hefur því hægt og bítandi verið að missa toppliðin Real Madrid og Barcelona frá sér.
Ekki batnaði staða liðsins í deildinni í kvöld er liðið mátti þola 1-0 tap gegn Realo Betis. Eina mark leiksins kom strax á fjórðu mínútu þegar Jose Maria Gimenez varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og þar við sat.
Atlético Madrid situr í fjórða sæti spænsku deildarinnar með 20 stig eftir 11 leiki, tíu stigum á eftir toppliði Barcelona. Með sigrinum stökk Real Betis hins vegar upp um þrjú sæti og situr nú í fimmta sæti með 18 stig.