Óhæfur leiðtogi? Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 28. október 2024 06:45 Það er áhugavert að lesa einkaskilaboð Kristrúnar og umræðuna um tilvist Dags B. Eggertssonar á lista Samfylkingarinnar. Kristrún Frostadóttir lýsir þarna yfir vantrausti á meðlim á sínum eigin lista. Í raun lýsir hún því þar með yfir að fólkið sem gengur með henni í hennar baráttu og á að aðstoða hana við að vinna að „verkefninu“ sé óhæft til þess. Mér finnst ótrúlegt að leiðtogi vinsælustu stjórnmálahreyfingar landsins sé tilbúin til þess að ráðast á meðlim innan sinnar eigin hreyfingar með því að tala um hann eins og fulla frændann í matarboðinu sem má ekki skilja út undan. Kristrún hefur hér með lýst því yfir að hún sé full fær til þess að leysa öll vandamál íslenska lýðveldisins án utanaðkomandi aðstoðar. Og að fólkið sem situr á lista með henni sé ekkert annað en fylgihlutir sem hún hyggst skreyta alþingissalinn með til þess að tryggja að hún fái andrými til þess að leysa vandamál þjóðarinnar með skattahækkunum og stórauknum ríkisútgjöldum. Kristrún hefur hér með sýnt hver sé hennar raunverulegi karakter. Hún er ekki leiðtogi heldur stjórnandi sem er ekki tilbúin til að verja fólkið sitt heldur velur frekar að henda því undir rútuna þegar á móti blæs. Aldrei hefði mér dottið í hug að andlegur leiðtogi jafnaðarstefnunnar myndi kasta einum af lærisveinum sínum undir rútuna til að tryggja eigin frama. Það er þó auðvelt að skilja hennar afstöðu í garð Dags B. Eggertssonar því að flest deilum við henni. Það er enginn sem hvorki vill né getur varið hans störf í borgarstjórn. En það sem er áhugaverðast í þessu öllu saman er að þeirra nálgun á opinberan rekstur er ekki svo ólík. Bæði tvö vilja leita „nýrra“ leiða til að afla tekna fyrir hið opinbera. Bæði tvö telja sig vera að leiða byltingarkennda baráttu gegn íhaldinu í von um að skapa einskonar ríkisstýrða paradís sem fjármagna á með annarra manna fé. Það er nefnilega þannig að margir eru ósáttir við það sem birtist í speglinum. Ég er ekki tilbúinn til þess að veita þeirri manneskju umboð til þess að leiða þjóðina sem virðist ófær um að leiða sinn eigin flokk. Alvöru leiðtogi tekur upp hanskann fyrir sitt fólk eða að minnsta kosti baktalar það ekki þegar einhver lýsir yfir óhamingju með það. Ef niðurstöður kannana verða að veruleika þá er ekki lengur nóg að flýja borgina til að komast undan Dags-birtunni. Höfundur er stjórnarmeðlimur SUS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að lesa einkaskilaboð Kristrúnar og umræðuna um tilvist Dags B. Eggertssonar á lista Samfylkingarinnar. Kristrún Frostadóttir lýsir þarna yfir vantrausti á meðlim á sínum eigin lista. Í raun lýsir hún því þar með yfir að fólkið sem gengur með henni í hennar baráttu og á að aðstoða hana við að vinna að „verkefninu“ sé óhæft til þess. Mér finnst ótrúlegt að leiðtogi vinsælustu stjórnmálahreyfingar landsins sé tilbúin til þess að ráðast á meðlim innan sinnar eigin hreyfingar með því að tala um hann eins og fulla frændann í matarboðinu sem má ekki skilja út undan. Kristrún hefur hér með lýst því yfir að hún sé full fær til þess að leysa öll vandamál íslenska lýðveldisins án utanaðkomandi aðstoðar. Og að fólkið sem situr á lista með henni sé ekkert annað en fylgihlutir sem hún hyggst skreyta alþingissalinn með til þess að tryggja að hún fái andrými til þess að leysa vandamál þjóðarinnar með skattahækkunum og stórauknum ríkisútgjöldum. Kristrún hefur hér með sýnt hver sé hennar raunverulegi karakter. Hún er ekki leiðtogi heldur stjórnandi sem er ekki tilbúin til að verja fólkið sitt heldur velur frekar að henda því undir rútuna þegar á móti blæs. Aldrei hefði mér dottið í hug að andlegur leiðtogi jafnaðarstefnunnar myndi kasta einum af lærisveinum sínum undir rútuna til að tryggja eigin frama. Það er þó auðvelt að skilja hennar afstöðu í garð Dags B. Eggertssonar því að flest deilum við henni. Það er enginn sem hvorki vill né getur varið hans störf í borgarstjórn. En það sem er áhugaverðast í þessu öllu saman er að þeirra nálgun á opinberan rekstur er ekki svo ólík. Bæði tvö vilja leita „nýrra“ leiða til að afla tekna fyrir hið opinbera. Bæði tvö telja sig vera að leiða byltingarkennda baráttu gegn íhaldinu í von um að skapa einskonar ríkisstýrða paradís sem fjármagna á með annarra manna fé. Það er nefnilega þannig að margir eru ósáttir við það sem birtist í speglinum. Ég er ekki tilbúinn til þess að veita þeirri manneskju umboð til þess að leiða þjóðina sem virðist ófær um að leiða sinn eigin flokk. Alvöru leiðtogi tekur upp hanskann fyrir sitt fólk eða að minnsta kosti baktalar það ekki þegar einhver lýsir yfir óhamingju með það. Ef niðurstöður kannana verða að veruleika þá er ekki lengur nóg að flýja borgina til að komast undan Dags-birtunni. Höfundur er stjórnarmeðlimur SUS
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun