Áhöfn smábáts sem strandaði hífð upp í þyrlu Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2024 09:25 Báturinn á strandstað í mynni Súgandafjarðar í morgun. Myndin er tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan Tveir menn sem voru um borð í smábát sem strandaði í utanverðum Súgandafirði í morgun voru hífðir upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttir til Suðureyrar í morgun. Báturinn situr enn fastur á strandstaðnum. Tilkynning um strandið barst um klukkan sex í morgun. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að lítill fiskibátur hafi strandað í vestanverðu mynni Súgandafjarðar, nálægt Galtarvita. Björgunarsveitir frá Suðureyri, Flateyri, Ísafirði og Bolungarvík voru sendar til aðstoðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var jafnframt kölluð út á hæsta forgangi. Björgunarsveitarfólk aðstoðaði bátverjana tvo í land, að því er kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Enginn akvegur er þar sem báturinn strandaði og segir Jón Þór að björgunarsveitarfólk frá Suðureyri hafi því farið gangandi þangað þaðan sem vegurinn endar áleiðis að Galtarvita. Báturinn í fjörunni í Súgandafirði í morgun.Landsbjörg Sæmilegt veður var á strandstað en nokkur alda sem lamdi bátinn. Óráð þótti að lenda slöngubát á strandstaðnum og taka skipbrotsmennina um borð. Tveir björgunarsveitarmenn komust í land með slöngubát og gengu þeir að strandstað og náðu að aðstoða bátsverjana tvo. Mennirnir tveir voru nokkuð vel á sig komnir og töldu sig geta gengið til Suðureyrar eða þangað sem hægt væri að sækja þá á bíl. Þyrla Gæslunnar var þá komin langleiðina á staðinn og því ákveðið að hún hífði þá um borð. Lögreglan tók svo á móti mönnunum á Suðureyri til þess að taka af þeim skýrslu. Freista á þess að koma bátnum á flot með aðstoð björgunarskipar á háflóði um klukkan 17:00 í dag. Lögreglan á Vestfjörðum og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka strandið. Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Tilkynning um strandið barst um klukkan sex í morgun. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að lítill fiskibátur hafi strandað í vestanverðu mynni Súgandafjarðar, nálægt Galtarvita. Björgunarsveitir frá Suðureyri, Flateyri, Ísafirði og Bolungarvík voru sendar til aðstoðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var jafnframt kölluð út á hæsta forgangi. Björgunarsveitarfólk aðstoðaði bátverjana tvo í land, að því er kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Enginn akvegur er þar sem báturinn strandaði og segir Jón Þór að björgunarsveitarfólk frá Suðureyri hafi því farið gangandi þangað þaðan sem vegurinn endar áleiðis að Galtarvita. Báturinn í fjörunni í Súgandafirði í morgun.Landsbjörg Sæmilegt veður var á strandstað en nokkur alda sem lamdi bátinn. Óráð þótti að lenda slöngubát á strandstaðnum og taka skipbrotsmennina um borð. Tveir björgunarsveitarmenn komust í land með slöngubát og gengu þeir að strandstað og náðu að aðstoða bátsverjana tvo. Mennirnir tveir voru nokkuð vel á sig komnir og töldu sig geta gengið til Suðureyrar eða þangað sem hægt væri að sækja þá á bíl. Þyrla Gæslunnar var þá komin langleiðina á staðinn og því ákveðið að hún hífði þá um borð. Lögreglan tók svo á móti mönnunum á Suðureyri til þess að taka af þeim skýrslu. Freista á þess að koma bátnum á flot með aðstoð björgunarskipar á háflóði um klukkan 17:00 í dag. Lögreglan á Vestfjörðum og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka strandið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira